Ráðstefna um uppsjávarfisk í Smáraskóla

Þorkell Þorkelsson

Ráðstefna um uppsjávarfisk í Smáraskóla

Kaupa Í körfu

Miklir möguleikar á að auka verðmæti uppsjávarfisks Útflutningsverðmæti afurða úr síld, loðnu og kolmunna var 21 milljarður króna á síðasta ári en fremur lítið þarf til að tvöfalda TÖLUVERÐIR möguleikar eru taldir á því að hægt sé að auka verðmæti afurða úr uppsjávarfiski. Nú veiðum við Íslendingar um 1,5 milljónir tonna af loðnu, kolmunna og síld og fer megnið af aflanum í fiskimjöl og lýsi. Sé vinnsla á fiskinum til manneldis hafin eða aukin er hægt að auka útflutningsverðmæti afurðanna verulega. Þetta kom fram á ráðstefnu Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins, sem haldin var í tengslum við Íslenzku sjávarútvegssýninguna. MYNDATEXTI: Töluverður fjöldi fólks sótti ráðstefnu Rf um aukin verðmæti úr uppsjávarfiski.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar