Jóhannes Gíslason og Dorothea Dagný Tómasdóttir

Benjamín Baldursson

Jóhannes Gíslason og Dorothea Dagný Tómasdóttir

Kaupa Í körfu

Tónlistarskóli Eyjafjarðar Jóhannes Gíslason bassasöngvari lauk nýlega 8. stigi frá Tónlistarskólanum á Akureyri og er hann þriðji söngnemandinn sem lýkur slíku námi frá skólanum. Jóhannes hefur víða tekið þátt í starfsemi kóra, m.a. Karlakórnum Heimi, Karlakórnum Ægi í Bolungarvík, Kirkjukór Grenivíkur og Karlakór Eyjafjarðar auk þess að hafa tekið þátt í sýningum með sönglegu ívafi hjá Leikfélagi Akureyrar. Jóhannes hefur stundað söngnám frá árinu 1990 og var Þuríður Baldursdóttir kennari hans allan námstímann, þá sótti hann söngnámskeið í Gautaborg þar sem hann naut tilsagnar Oren Brown. Allan sinn námsferil stundaði hann stífa vinnu sem rafvirki og vélvirki. Með honum á myndinni er Dorothea Dagný Tómasdóttir píanóleikari. 2080-johannes lykur songnami - eyjafjardarsveit litur - akureyri

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar