Fjallakyrrð

Fjallakyrrð

Kaupa Í körfu

Haustkyrra á Viðarvatni Í septembersólinni á sunnudaginn var gaman fyrir ungan dreng að trítla í fjöruborði Viðarvatns og gára aðeins þann fagra spegil í óendanlegri síðdegiskyrrð. Þessi sunnudagur var einhver hinn fegursti sem um getur í uppsveitum Þingeyjarsýslu. Heiðskírt með logni og hiti allt að 18°C. Þó Herðubreið sé í 60 km fjarlægð þá nýtur hún þess að speglast í þessu fagra fjallavatni. Viðarvatn er í 439 metra hæð yfir sjó og tilheyrir kirkjustaðnum Víðirhóli, sem nú um stundir er í Öxarfjarðarhreppi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar