Loðnuveiðar

Friðþjófur Helgason

Loðnuveiðar

Kaupa Í körfu

Verðmæti loðnuafurða lækkaði um 3 milljarða á nýafstaðinni verðtíð. Mikil veiði en lágt verð Þrátt fyrir mikinn afla á loðnuvertíðinni sem er nú nýlokið hefur útflutningverðmæti loðnuafurða dregist verulega saman frá síðustu vertíðum. Útflutningur á frosinni loðnu á Japansmarkað varð mun minni en vonir stóðu til, auk þess sem afurðaverð á loðnuhrognum, mjöli og lýsi hefur lækkað verulega. Útgerðarmenn segjast engu að síður bjartsýnir á að verð hafi nú náð botninum. MYNDATEXTI: Víðar Sigurðsson, háseti á loðnuskipinu Faxa RE, með lúkufylli af loðnuhrognum en afurðaverð á hrognum lækkaði talsvert frá síðasta ári.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar