Benjamín Guðmundsson SH 208 - eigendur og fl.

Gunnlaugur Árnason

Benjamín Guðmundsson SH 208 - eigendur og fl.

Kaupa Í körfu

Hjá skipasmíðastöðinni Skipavík í Stykkishólmi hefur verið undanfarnar vikur í breytingum nýr bátur sem keyptur hefur verið til Ólafsvíkur. Viðgerðum lauk miðvikudaginn 29. desember og var hann þá sjósettur. Bátnum var þá gefið nýtt nafn, Benjamín Guðmundsson SH 208. Báturinn er í eigu Þorgríms Benjamínssonar og fjölskyldu í Ólafsvík. Hann var keyptur af Básafelli hf. á Ísafirði og hét þá Súgfirðingur ÍS. Báturinn var byggður 1973 og ekki langt síðan að hann var lengdur og mælist 57 tonn. Með bátnum fylgdi 50 tonna þorskkvóti. MYNDATEXTI: Eigendur Benjamíns Guðmundssonar SH 208, hjónin Þorgrímur Benjamínsson og Kristín Björg Kjartansdóttir ásamt sonum sínum Guðmundi og Benjamín. Hjá þeim er Gylfi Markússon forstöðumaður Fíladelfíu í Stykkishólmi, en hann flutti blessunarorð eftir að bátnum hafði verið gefið nýtt nafn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar