Benjamín Guðmundsson SH 208

Gunnlaugur Stykkishólmni

Benjamín Guðmundsson SH 208

Kaupa Í körfu

Hjá skipasmíðastöðinni Skipavík í Stykkishólmi hefur verið undanfarnar vikur í breytingum nýr bátur sem keyptur hefur verið til Ólafsvíkur. Viðgerðum lauk miðvikudaginn 29. desember og var hann þá sjósettur. Bátnum var þá gefið nýtt nafn, Benjamín Guðmundsson SH 208. Báturinn er í eigu Þorgríms Benjamínssonar og fjölskyldu í Ólafsvík. Hann var keyptur af Básafelli hf. á Ísafirði og hét þá Súgfirðingur ÍS. Báturinn var byggður 1973 og ekki langt síðan að hann var lengdur og mælist 57 tonn. Með bátnum fylgdi 50 tonna þorskkvóti. MYNDATEXTI: Þessi nýi bátur, Benjamín Guðmundsson SH 208, var nýlega keyptur til Ólafsvíkur með 50 tonna þorskkvóta. Seljandi var Básafell hf. á Ísafirði og kaupandi Þorgrímur Benjamínsson og fjölskylda.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar