Gradualekórinn með sumartónleika

Birkir Fanndal Haraldsson

Gradualekórinn með sumartónleika

Kaupa Í körfu

Barnakóratónleikar í Mývatnssveit GRADUALEKÓR Langholtskirkju hélt tónleika í Reykjahlíðarkirkju fyrir skemmstu. Á efnisskránni voru sígild íslensk lög, kunnugleg erlend lög frá ýmsum löndum og kirkjuleg verk, m.a. eitt eftir Tryggva M. Baldvinsson. Einsöngvarar voru þær Dóra S. Ármannsdóttir og Regína V. Ólafsdóttir, söngkonur framtíðarinnar. Undirleikari var Lára B. Eggertsdóttir, ættuð frá Brún í Reykjadal, og lék hún af krafti og öryggi í stíl stjórnandans, Jóns Stefánssonar. Húsfyllir var í kirkjunni og listafólkinu forkunnarvel tekið. MYNDATEXTI: Gradualekórinn í Reykjahlíðarkirkju. mynd kom ekki.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar