Skíðasvæði opnað

Birkir Fanndal Haraldsson

Skíðasvæði opnað

Kaupa Í körfu

Mývatnssveit- Skíðasvæði með togbraut var formlega opnað nærri Kröfluvirkjun síðastliðin laugardag. Af því tilefni var samkoma við lyftuna. Þar flutti formaður Í F Eilífs, Harpa Sigurðardóttir, ávarp og sóknarpresturinn Sr. Örnólfur J.Ólafsson fór með bæn og blessunaróskir. Veðrið var svo sem best verður á kosið, logn og sólskin með 13°C frosti. MYNDATEXTI : Skíðasvæðið sem formlega var opnað um síðustu helgi. Frá skíðabrekkunni er stutt að virkjuninni og nýtist vegurinn í Kröflu til að komast á svæðið

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar