Séra Halldór Gunnarsson

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir

Séra Halldór Gunnarsson

Kaupa Í körfu

MIKIÐ fjölmenni var við messu í Hlíðarendakirkju í Fljótshlíð sl. sunnudag. Voru þar samankomnir margir af afkomendum hjónanna í Nikulásarhúsum í Fljótshlíð, auk eldri borgara úr Árbæjarsókn. Séra Halldór Gunnarsson í Holti messaði og séra Gunnar Björnsson á Bergþórshvoli prédikaði en hann hafði fyrr um daginn farið með fólkið úr Árbænum í ferð um Njáluslóðir. Í messunni var vígður fagur hátíðarhökull sem afkomendur hjónanna í Nikulásarhúsum, þeirra Sæmundar Guðmundssonar og Þórunnar Gunnlaugsdóttur, hafa gefið kirkjunni. Að sögn Ríkeyjar Ríkharðsdóttur, sem ættuð er frá Nikulásarhúsum, vildu afkomendur með gjöfinni færa kirkjunni þakkir fyrir það hversu hún var stór þáttur og mikils virði fyrir hjónin í Nikulásarhúsum. Þau hjónin voru fátæk og áttu 15 börn og var listakonan Nína Sæmundsson yngsta barnið á bænum. MYNDATEXTI: Séra Halldór Gunnarsson í Holti vígði nýja hökulinn í Hlíðarendakirkju.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar