Ljósmyndarar

Teiknarar

Kona ársins - Nýtt Líf - Freyja Haraldsdóttir

Kona ársins - Nýtt Líf - Freyja Haraldsdóttir

Kaupa Í körfu

TÍMARITIÐ Nýtt líf hefur valið Freyju Haraldsdóttur konu ársins 2007 og var henni afhent viðurkenningin í hófi í gær. Nýtt líf segir í rökstuðningi fyrir valinu á konu ársins að Freyja sé kona með ríka réttlætiskennd, sem hafi helgað líf sitt því að breyta viðhorfum til fólks með fötlun og stuðla að því að samfélagið geri ráð fyrir öllum. Fyrst og fremst sé hún þakklát fyrir lífið og ákveðin í að njóta þess til hins ýtrasta. Þrjátíu ára afmælisblað Nýs lífs kemur út í dag. MYNDATEXTI Kona ársins Heiðdís Lilja Magnúsdóttir ritstjóri Nýs lífs, Ágústa Ósk Aronsdóttir og Freyja Haraldsdóttir kona ársins 2007.

Frekari upplýsingar