Danmörk - Ísland 6:0

Skapti Hallgrímsson

Danmörk - Ísland 6:0

Kaupa Í körfu

Árni Gautur Arason hafði nóg að gera í markinu á Parken "ÞETTA var bara hrein hörmung frá upphafi til enda og það er ekkert hægt að afsaka það. Við vorum allt of langt frá mönnunum og gáfum þeim allan þann tíma sem þeir vildu til að athafna sig. Það var dauðadómur að byrja leikinn svona illa og Danirnir átu okkur hreinlega alls staðar á vellinum. Það er svo sem varla hægt að tala um nein mistök hjá mér í mörkum Dananna en það er alltaf svo að manni finnst maður geta gert betur. Það var kannski helst þriðja markið sem ég hefði getað komið í veg fyrir. Ég var kannski fullfljótur að leggjast niður þegar Gravesen komst í gegn en það er auðvelt að vera vitur eftir á," sagði Árni Gautur Arason, markvörður íslenska liðsins, eftir leikinn. MYNDATEXTI: Ebbe Sand skorar annað mark Dana með skalla

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar