Sólveig Dagmar Þórisdóttir

Svanhildur Eiríksdóttir

Sólveig Dagmar Þórisdóttir

Kaupa Í körfu

Hér í Reykjanesbæ er að koma fram allt önnur tjáning á strigann en í Reykjavík. Ég er bæði að sjá tilvitnanir í atvinnuna sem Íslendingar stunduðu á Vellinum og líka um afkomendur Ameríkananna. Hérna stendur til dæmis: Pabbi minn er kani. Fann hann 33 ára. Þetta finnst mér mjög áhugavert, sagði Sólveig Dagmar Þórisdóttir og bendir á textann á striganum. Sólveig Dagmar er með sýningu í Bíósal Duushúsa, För hersins, sem er liður í lokaverkefni hennar í MA-námi í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands. Auk ljósmynda af mannlausum byggingum á fyrrverandi varnarsvæði gefur Sólveig Dagmar gestum kost á því að setja fram skoðanir sínar um efnið á striga þannig að úr verði spennandi almenningslistaverk. Sólveig Dagmar tekur ekki þátt í tjáningunni né stjórnar henni. Yfir 1000 manns hafa tjáð sig frá upphafi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar