Björn Guðbrandur Jónsson

Björn Guðbrandur Jónsson

Kaupa Í körfu

Björn Guðbrandur Jónsson fæddist í Reykjavík 11. desember 1957. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1977, BS-prófi í líffræði frá Háskóla Íslands 1984, nam umhverfisfræði við Gautaborgarháskóla 1984 til '86 og lauk mastersprófi í umhverfisvísindum og stefnumótun frá Johns Hopkins-háskóla í Baltimore 1993. Hann starfaði á Reiknideild Hafrannsóknarstofnunar 1988 til '90, sem verkefnisstjóri Norræns umhverfisárs 1990 til 1991, kenndi umhverfisfræði við Kennaraháskólann, Tækniskólann, Háskóla Íslands og Garðyrkjuskóla ríkisins frá 1991 til 1997, rak sjálfstæða ráðgjafarþjónustu frá 1993 til 1996, starfaði sem umhverfissérfræðingur hjá verkfræðistofunni Línuhönnun 1997 til 1999, hjá Ríkisendurskoðun við umhverfisendurskoðun 1999 og er nú nýráðinn framkvæmdastjóri GFF (Gróður fyrir fólk í landnámi Ingólfs). Björn á þrjú börn.(Gróður fyrir menn.)

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar