Skemmtiferðaskipið Royal Princess

Halldór Sveinbjörnss.

Skemmtiferðaskipið Royal Princess

Kaupa Í körfu

BRESKA skemmtiferðaskipið MV Royal Princess sem nefnt er til heiðurs Díönu heitinni prinsessu er á ferð við landið þessa dagana en í gær lagðist það að bryggju á Ísafirði en skipið er það stærsta sem komið hefur til bæjarins eða um 44 þúsund tonn. Með skipinu ferðast 1.230 farþegar og 534 manna áhöfn. Farþegarnir eru af sautján þjóðernum en langflestir, eða um 800 þeirra, eru Bandaríkjamenn. MYNDATEXTI: Skemmtiferðaskipið Royal Princess er á ferð um landið en héðan heldur það til Svalbarða og suður með Noregsströndum. (Skemmtiferðaskipið Royal Princess á Ísafirði - Ljósm. Halldór Sveinbjörnsson)

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar