Baneitrað samband á Njálsgötunni

Sverrir Vilhelmsson

Baneitrað samband á Njálsgötunni

Kaupa Í körfu

Frankie goes to Hollywood, arabaklútar, kjarnorkuváin og pylsur eru fastir liðir í tilveru Konráðs, aðalhetju leikritsins Baneitrað samband á Njálsgötunni eftir Auði Haralds sem nú er sýnt hjá Leikfélagi Akureyrar og í Íslensku óperunni. Þar er átakamiklu sambandi móður og unglingsstráks lýst á gamansaman hátt og með þónokkrum munnlegum átökum. Mist Rúnarsdóttir og Ásgeir Jónsson, sem bæði eru í 10. bekk í Vogaskóla, hittu leikarann Gunnar Hansson í búningaaðstöðu Íslensku óperunnar og ræddu við hann um unglinga nútímans og gærdagsins. Ásgeir og Mist fannst Konráð léttruglaður.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar