Víkingur Heiðar Ólafsson

Víkingur Heiðar Ólafsson

Kaupa Í körfu

"FÓLK reis úr sætum og hyllti listamanninn unga sem er þegar orðinn einn af okkar bestu píanóleikurum," sagði Jón Ásgeirsson, tónlistargagnrýnandi Morgunblaðsins, eftir einleik Víkings Heiðars Ólafssonar píanóleikara á tónleikum með Sinfóníuhljómsveitinni í Háskólabíói í gær. "Hann sló í gegn," sagði Jón. Víkingur lék píanókonserta eftir Jón Nordal og Prokofjev. Hann bað sérstaklega um að fá að leika tvo konserta en ekki einn, þar sem hann sagði konsert Jóns stuttan "en þó spriklandi af æskufjöri út í gegn". Víkingur hefur stundað nám í píanóleik frá því hann var fimm ára gamall. Hann er nú nítján ára.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar