Jónatan Hermannsson

Þorkell Þorkelsson

Jónatan Hermannsson

Kaupa Í körfu

KORNUPPSKERA hefur sennilega aldrei verið meiri hérlendis en í ár. Áætlað er að skorið hafi verið upp af 2.500 hekturum og uppskeran af byggi sé 8 til 10 þúsund tonn. Jónatan Hermannsson, tilraunastjóri Rannsóknastofnunar landbúnaðarins, segir kornræktarbændur á landinu vera á fjórða hundrað. Kúabændur eru um 950 og um þriðji hver kúabóndi ræktar sitt kjarnfóður að einhverju leyti. Kornakrarnir hafa stækkað úr um 200 hekturum árið 1990 upp í 2.400 hektara í fyrra. Má ætla að sáð hafi verið í 2.500-2.600 hektara í vor. MYNDATEXTI: Jónatan Hermannsson, tilraunastjóri Rannsóknastofnunar landbúnaðarins, segir að kornrækt sé í örum vexti.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar