Landað á Akranesi

Ásdís Ásgeirsdóttir

Landað á Akranesi

Kaupa Í körfu

ÞEIR voru hressir sjómennirnir Valdimar og Geir þegar þeir voru að landa fiski úr báti sínum í Akraneshöfn. Fiskurinn var vænn og veðurblíðan hafði þau áhrif að allir virtust ánægðir með sinn hlut. Þó haustvindar séu farnir að blása geta hvorki sjómenn eða aðrir landsmenn kvartað yfir veðrinu. Um helgina er spáð mildu og hægu veðri. Hiti verður alls staðar yfir frostmarki.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar