Sævar Sigmarsson

Skapti Hallgrímsson

Sævar Sigmarsson

Kaupa Í körfu

Bjargað úr ísköldum sjónum við miðlínu Íslands og Færeyja eftir 25 mínútna volk SÆVAR Sigmarsson, 46 ára sjómaður frá Akureyri, var mjög hætt kominn þegar hann lenti í sjónum við miðlínuna milli Íslands og Færeyja í hádeginu á föstudaginn, en var bjargað eftir um það bil 25 mínútna volk í ísköldum sjó. "Mér var orðið gríðarlega kalt, en þegar þeir komu að mér leið mér eins og ég væri á Benidorm - var orðinn sjóðandi heitur, fannst mér, og var afslappaður. Ég átti líklega ekki langt eftir," sagði Sævar í samtali við Morgunblaðið í gær og vísaði til þess þegar skipverjar á Hoffellinu frá Fáskrúðsfirði björguðu honum. "Ég var þó ekki alveg rænulaus því ég bað strákana að passa á mér fótinn; fann að ekki var í lagi með hann." MYNDATEXTI: Gott að komast heimSævar fór heim af sjúkrahúsi í gær til eiginkonu og þriggja barna. "Það skiptir öllu máli að komast heim. Það er alltaf gott að láta fólkið sitt taka utan um sig - en það hefur aldrei verið jafn gott og núna."

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar