Leit í Helluvatni

Júlíus Sigurjónsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Leit í Helluvatni

Kaupa Í körfu

UM 50 manns frá lögreglunni í Reykjavík, björgunarsveitum, Landhelgisgæslunni og slökkviliði komu að umfangsmikilli leit að þremur mönnum á Helluvatni í gærkvöldi, en eftir um tvo og hálfan tíma höfðu leitarmenn leitað af sér allan grun og var þá leit hætt. Skömmu eftir klukkan 20 í gærkvöldi ræsti Lögreglan í Reykjavík út þyrlu Landhelgisgæslunnar og björgunarsveitir eftir að hafa fengið tilkynningu um að sést hafi til þriggja manna á báti á Helluvatni, sem er tengt Elliðavatni, en um hálfri klukkustund síðar hafi báturinn verið mannlaus á reki. MYNDATEXTI: Landsbjörg, SHS og lögreglan í Reykjavík leituðu við Helluvatn í gærkvöldi eftir að bátur fannst á reki og tvær árar við hann.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar