Alþjóðadagur heyrnarlausra

Alþjóðadagur heyrnarlausra

Kaupa Í körfu

Vigdís Finnbogadóttir verndari norrænna táknmála VIGDÍS Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, var gerð að sérstökum verndara táknmála á Norðurlöndum á alþjóðadegi heyrnarlausra á laugardag. Bindur Norðurlandaráð heyrnarlausra miklar vonir við að ná fram baráttumálum sínum með Vigdísi innan sinna raða. Alþjóðadagurinn var haldinn hátíðlegur í hátíðarsal Háskóla Íslands á laugardag. Félag heyrnarlausra á Íslandi fer nú með formennsku í Norðurlandaráði heyrnarlausra og er eitt af helstu verkefnum ráðsins að tryggja að við endurskoðun á norræna tungumálasamningnum, sem nú stendur yfir, verði táknmál á Norðurlöndum eitt þeirra tungumála sem samningurinn nær til. MYNDATEXTI: Vigdís Finnbogadóttir ásamt systrunum Áslaugu og Snædísi og Sunnu Davíðsdóttur listakonu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar