Baldursgata 13

Jim Smart

Baldursgata 13

Kaupa Í körfu

Hinn 10. júní árið 1919 fá bræðurnir Jón og Eiríkur Ormssynir leyfi til þess að byggja hús á lóð sinni við Óðinsgötu. Lóðin náði á milli Óðinsgötu og Baldursgötu. Húsið átti að vera kjallari, hæð og ris, að grunnfleti 9,7 x 6,6 m. Í október sama ár sækja bræðurnir um að fá að hafa húsið tvílyft og stækka grunnflöt þess. Leyfið fékkst með því skilyrði að loft í húsinu og stigar á milli hæða yrðu steinsteypt. Grunnflötur hússins er talinn vera 10,8x7,5 m. Hæð undir mæni er 3 m og hæð undir loft í kjallara 2,1 m.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar