Stáltak - Slippstöðin - Stálsmiðjan

Kristján Kristjánsson

Stáltak - Slippstöðin - Stálsmiðjan

Kaupa Í körfu

Stærsta málmiðnaðarfyrirtæki landsins Þjónustudeild Kælismiðjunnar Frosts sameinast nýja félaginu innan skamms STÁLTAK er nafnið á hinu nýja fyrirtæki sem til varð við sameiningu Slippstöðvarinnar á Akureyri og Stálsmiðjunnar í Reykjavík. Jafnframt hefur verið gengið frá sameiningu Kælismiðjunnar Frosts við Stáltak á næstu dögum að fengnu samþykki stjórnar. Starfsmenn verða tæplega 300 talsins og veltan er áætluð um tveir milljarðar króna á árinu. MYNDATEXTI: Lárus Ásgeirsson stjórnarformaður Stáltaks, stærsta málmiðnaðarfyrirtækis landsins kynnti hið nýja félag sem varð til með sameiningu Slippstöðvarinnar á Akureyri og Stálsmiðjunnar í Reykjavík á blaðamannafundi á Akureyri í gær. Honum á hægri hönd er Valgeir Hallvarðsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, og til vinstri er Ingi Björnsson aðstoðarframkvæmdastjóri. (myndvinnsla akureyri. fyrirtækið stáltak kynnt. Valgeir Hallvarðsson, Lárus Ásgeirsson og Ingi Björnsson litur. mbl. kristjan.)

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar