Svona er Ísland í dag

Svona er Ísland í dag

Kaupa Í körfu

Forsetanum gefin bókin Svona er Ísland í dag MARGARET E. Kentta og Gabriele Stautener afhentu fyrir nokkru forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, eintak af bókinni Svona er Ísland í dag. Bókin á að sýna Ísland nútímans og fjallar um hið daglega líf eins og það birtist í greinum úr Morgunblaðinu. Sigurður A. Magnússon þýddi bókina á ensku. Safnari og höfundur er Margaret en Gabriele hannaði bókina. Þær fluttust hingað fyrir fimm árum og reka hér fyrirtækið artifox.com. Móðir Margaretar er íslensk en faðirinn finnskur og bjó fjölskyldan í Bandaríkjunum. Gabriele er Þjóðverji og stundaði nám í íslensku við Háskóla Íslands. Bókin fékk styrk frá menntamálaráðuneytinu en Landafundanefnd kynnir bókina í Bandaríkjunum og í Kanada. Bókin er einnig ætluð til kennslu og verður m.a. notuð í Háskóla Íslands. MYNDATEXTI. Margaret E. Kentta og Gabriele Stautener afhenda Ólafi Ragnari Grímssyni eintak af bókinni Svona er Ísland í dag. Með þeim á myndinni er þýðandinn Sigurður A. Magnússo

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar