Þjóðminjasafn Íslands - Endurbætur

Þorkell

Þjóðminjasafn Íslands - Endurbætur

Kaupa Í körfu

Umfangsmiklar breytingar á sýningaraðstöðu og geymsluhúsnæði Þjóðminjasafns Íslands standa nú yfir Nútímalegri sýningar og öruggari varsla muna Málefni Þjóðminjasafns Íslands hafa verið í brennidepli undanfarið vegna frásagna um rekstrarerfiðleika. Á meðan hafa fallið í skuggann umfangsmiklar framkvæmdir við uppbyggingu safnsins, sem miðast að því að bæta innra starf þess og ásýnd. Eiríkur P. Jörundsson kynnti sér þær framkvæmdir sem nú standa yfir. ENDURBÆTUR sem nú standa yfir á húsi Þjóðminjasafnsins við Suðurgötu munu, ásamt nýju geymsluhúsnæði við Vesturvör í Kópavogi, gerbreyta bæði ásýnd safnsins út á við og innra starfi þess. Nú þegar hefur verið lokið við geymsluhúsnæðið og flestir munir safnsins fluttir í nýjar hirslur, þar sem ýtrustu kröfum um öryggi og aðbúnað er mætt. MYNDATEXTI: Á neðstu hæð safnhússins við Suðurgötu standa yfir stórfelldar breytingar og endurbætur. Nýr inngangur verður í endanum fjær og þar fyrir innan verður safnbúð. Út úr hliðinni vinstra megin verður byggð kaffistofa, en myndin er tekin frá þeim stað þar sem ætlunin er að hafa fyrirlestrasal.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar