Katla

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Katla

Kaupa Í körfu

Katla nýtur þess vafasama heiðurs að vera eitt hættulegasta eldfjall landsins. Ástæður þess eru meðal annars jökulhlaupin sem gjarnan fylgja Kötlugosum og nálægð hennar við byggð. Við eldgos undir jöklinum bráðnar mikill ís á skömmum tíma og fylgja gosunum jökulhlaup sem sum hver hafa verið gríðarmikil. Jökulhlaupin ryðjast til sjávar með tilheyrandi sand- og jakaburði. Í aldanna rás hafa jökulhlaupin lagt byggðir í auðn, auk þess að mynda mikil sandflæmi umhverfis Kötlu og færa út strandlengju landsins. Gjóska úr Kötlu hefur lagst yfir stóra hluta landsins og jafnvel borist til annarra landa. Þá hafa Kötlugosum fylgt mikill ljósagangur og skruggur. Horft til vesturs yfir Mýrdalsjökul

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar