Himnastiginn á hóteli

Himnastiginn á hóteli

Kaupa Í körfu

Himnastiginn á hóteli Hilton Reykjavík Nordica. Það er ekki að ósekju að hringstiginn á Suðurlandsbraut 2 er kallaður Himnastiginn. Þannig er mál með vexti að Kristján Kristjánsson bílakóngur frá Akureyri byggði húsið fyrir Fordumboðið og hafði áform um að búa þar sjálfur í þakíbúð. Heilbrigður metingur var milli Kristjáns og Sambands íslenskra samvinnufélaga, sem þá var til húsa í Ármúla, og hét Kristján því að byggja alltaf einni hæð hærra en Sambandið svo húsbændur þar á bæ sæju ekki Esjuna, jafnvel þótt hann þyrfti að byggja alla leið til himnaríkis, segir sagan. Kristján náði aldrei að búa í húsinu en hann lést árið 1969. Þar var lengi Hótel Esja og nú Hilton Reykjavík Nordica. Svo skemmtilega vill til að Kristján var afi ljósmyndarans sem tók myndina, Árna Sæberg.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar