Eggert Pétursson setur saman Kjarvalssýningu

Einar Falur

Eggert Pétursson setur saman Kjarvalssýningu

Kaupa Í körfu

Hvers vegna gat Jóhannes Kjarval ekki teiknað bláklukku? „Hann gat það alveg,“ svarar Eggert Pétursson myndlistarmaður broandi og gengur yfir að sýningarkassa í miðjum austursal Kjarvalsstaða og sýnir mér teikninguna sem er ástæðan fyrir spurningunni. Þar má sjá hvar Kjarval hefur dregið up myndir af nokkrum tegundum blóma og á nokkrum stöðum á milli þeirra er kunnuglegt flúrað pár hans; á einum stað við hlið nokkurra bláklukkna stendur: „Get ekki teiknað bláklukku.“ Eggert er einn dáðasti myndlistarmaður þjóðarinnar, kunnur fyrir nákvæm málverk sem byggjast á íslenskri flóru. En hér er hann í hlutverki sýningarstjórans og hefur sett saman nýja sýningu með verkum Kjarvals, málverkum og teikningum, sem verður opnuð á laugardaginn kemur klukkan 16. Og hann nefnir hana eftir þessari setningu meistarans: Get ekki teiknað bláklukku.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar