Heimspekingarnir Stefán Snævarr og Hannes Hólmsteinn skiptast á skoðunum um ALRÆÐISHUGTAKIÐ

Heimspekingarnir Stefán Snævarr og Hannes Hólmsteinn skiptast á skoðunum um ALRÆÐISHUGTAKIÐ

Kaupa Í körfu

Hugmyndafræðilegur skyldleiki nasismans og kommúnismans var brotinn til mergjar á málþingi sem efnt var til í Háskóla Íslands í tilefni af útkomu bókarinnar Til varnar vestrænni menningu: Ræður sex rithöfunda 1950-1958. Frummælandi var Stefán Snævarr, prófessor í heimspeki í Lillehammer í Noregi, en meginniðurstaða hans var að margt greini að þessar tvær alræðisstefnur. Honum til andsvara var Hannes H. Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, sem telur stefnurnar tvær greinar af sama meiði. Hannes notaði alræðishugtakið í formála áðurnefndrar bókar. Þar eru birtar ræður eftir Tómas Guðmundsson, Gunnar Gunnarsson, Kristmann Guðmundsson, Guðmund G. Hagalín, Sigurður Einarsson í Holti og Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. Verður hér stiklað á stóru í umræðunum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar