Sigga Birna

Sigga Birna

Kaupa Í körfu

Kyntjáning segir ekkert til um kynið okkar og það er mikilvægt að við fáum að tjá kyn okkar eins og við viljum,“ segir Sigríður Birna Valsdóttir sem hefur undanfarinn áratug starfað sem ráðgjafi hjá Samtökunum 78, en hún var í rýnihóp fyrir bókina Trans barnið, handbók fyrir fjölskyldur og fagfólk, sem nýlega kom út á íslensku. „Mér finnst frábært að fólk hafi nú aðgang að bók á íslensku þar sem fjölskyldur og fagfólk er leitt í gegnum ferðalagið sem fylgir því að eiga og ala upp trans barn eða barn með ódæmigerða kyntjáningu. Þessi bók nýttist mér í ráðgjöfinni í mörg ár á ensku áður en Trausti Steinsson hafði frumkvæði að því að þýða hana,“ segir Sigríður Birna sem er fjölskyldu- og leiklistarmeðferðarfræðingur

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar