B. Ingrid Olson, vegna viðtals um einkasýningu hennar í Gallerí i8

B. Ingrid Olson, vegna viðtals um einkasýningu hennar í Gallerí i8

Kaupa Í körfu

Bandaríska myndlistakonan B. Ingrid Olson opnar einkasýninguna Fingered Eyed í i8 galleríi í dag kl. 17. Á síðasta ári sýndi hún verk sín á sýningunni Að sjá er að trúa er að halda á og handleika ásamt fjórum öðrum bandarískum listamönnum og í framhaldi af því bauð galleríið henni að halda einkasýningu. Á sýningunni, sem mun standa til 10. ágúst, er að finna bæði ljósmyndir og skúlptúra. „Titill sýningarinnar Fingered Eyed tengist sambandinu milli ljósmyndanna og skúlptúranna. Það hefur mikið að gera með muninn á því að snerta og að horfa og muninn á fjarlægð og nánd. Maður getur séð eitthvað langt í burtu en til þess að snerta þarf maður að vera nálægt,“ segir myndlistarkonan. „Í verkunum felst viss leikur með áþreifanleika ljósmyndanna og myndanna sem myndast í skúlptúrunum, með þetta samspil sjónar og snertingar sem myndast.“

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar