Flugferð á Gjögur

Flugferð á Gjögur

Kaupa Í körfu

*Gjögur er ekki heitasti ferðamannastaðurinn yfir vetrarmánuðina *Íbúar biðu eftir kærkomnum vistunum ÞAÐ var handagangur í öskjunni á flugvellinum á Gjögri þegar tekið var á móti áætlunarflugvélinni frá Flugfélaginu Erni í gær. Vélin kemur tvisvar í viku en það eru einu samgöngurnar sem íbúar geta treyst á yfir vetrarmánuðina. Nær allar nauðsynjar koma því með vélinni auk pósts og dagblaða. Gunnsteinn Gíslason sem var að skipa vörum fyrir verslunina á staðnum í skottið á stórum jeppa sagði að vélin hefði í þetta sinn komið með aukaskammt af rjóma. MYNDATEXTI: Fraktin um borð Þegar búið var að afferma vélina var hún búin undir brottför til Reykjavíkur. Einn farþegi flaug með suður.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar