Vogabyggð - Loftmynd

Vogabyggð - Loftmynd

Kaupa Í körfu

Uppbygging er hafin í hinni nýju Vogabyggð, innst við Elliðaárvog. Gömul og úr sér gengin atvinnuhús við Súðarvog hafa verið rifin og í þeirra stað munu rísa fjölbýlishús. Vogabyggð er hverfi sunnan Kleppsmýrarvegar og austan Sæbrautar. Samkvæmt aðalskipulagi er gert ráð fyrir að þarna geti risið allt að 1.300 íbúðir, samtals um 155.000 fermetrar og atvinnuhúsnæði verði um 56.000 fermetrar. Skipulagssvæðið er um 18,6 hektarar. Lóðarhafar á öllu svæðinu eru um 150 og rúmlega 50 leigulóðir á svæðinu. Vogabyggðinni er skipt í 5 skipulagsreiti. Búið er að samþykkja nýtt deiliskipulag fyrir svæði 1 (Gelgjutangi) og 2 (Súðarvogur), auk þess sem deiliskipulagstillaga fyrir svæði 5 (Naustavogur) er í auglýsingu. Á svæði 3 (Dugguvogur) hefur ekki náðst samstaða við núverandi lóðarhafa um uppbyggingu þess og því ekki verið unnin deiliskipulagstillaga fyrir það svæði, samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá Reykjavíkurborg. Á þessu svæði eru flestir lóðarhafar. Svæði 4 (Knarrarvogur) er í biðstöðu meðal annars vegna þess að fyrirhuguð borgarlína mun mögulega liggja þar um. Lóðarhafar og Reykjavíkurborg unnu sameiginlega að undirbúningi uppbyggingar íbúðabyggðar og atvinnuhúsnæðis. Vinna hafin á

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar