Stuð á leikskólahátíð Hjalla í Hafnarfirði

Kristján H. Johannessen

Stuð á leikskólahátíð Hjalla í Hafnarfirði

Kaupa Í körfu

Krakkarnir á leikskólanum Hjalla í Hafnarfirði héldu í gær upp á vorhátíð skólans og buðu af því tilefni foreldrum og systkinum í heimsókn. Í þann mund sem hátíðin var að hefjast viku ský- in fyrir heiðum himni og glampandi sól. Það má því segja að vorhátíð krakkanna hafi skyndilega breyst í sannkallaða sumargleði. Á hátíðina mættu listamenn frá Sirkus Íslands, m.a. hinn stórskemmtilegi Wally sem hélt uppi stuðinu með miklum tilþrifum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar