Bruni á Siglurfirði

Sigurður Ægisson

Bruni á Siglurfirði

Kaupa Í körfu

Eldur kom upp í verksmiðju Primex á Siglufirði í gærkvöldi. Tilkynning um eldsvoðann barst viðbragðsaðilum um klukkan átta í gærkvöldi. Kalla þurfti til liðsauka frá bæði Dalvík og Ak ureyri en vindur gerði slökkviliði erfiðara um vik að ráða niðurlög um eldsins. Frá Akureyri var kallaður til körfubíll, en slökkvi starfið fór fram ofan frá sem torveldaði störfin. Engin slys urðu á fólki, en Jón Ingi Sveinbjörns son, varðstjóri hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra, segir að talið sé að verksmiðjan hafi verið mannlaus er eldurinn braust út. Ekki var búið að slökkva eldinn er Morgunblaðið fór í prentun.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar