Skákmót. minningarmót

Golli/ Kjartan Þorbjörnsson

Skákmót. minningarmót

Kaupa Í körfu

Sigríður Vilhjálmsdóttir, ekkja Jóhanns Þóris Jónssonar, lék fyrsta leiknum í skák þeirra Friðriks Ólafssonar og Tómasar Björnssonar á minningarmótinu sem hófst í gær í Ráðhúsinu í Reykjavík. MAGNÚS Örn Úlfarsson gerði jafntefli við stórmeistarann Jaan Ehlvest og Arnar Gunnarsson gerði jafntefli við Jan Timman í fyrstu umferð minningarmóts um Jóhann Þóri Jónsson sem hófst í Ráðhúsinu í Reykjavík í gær, en þátttakendur eru fjörutíu talsins, þar af tólf stórmeistarar. Meðal annarra úrslita má nefna að Ivan Sokolov vann Guðmund Gíslason, Peter Heine Nielsen vann Sævar Bjarnason, Hannes Stefánsson vann Gylfa Þórhallsson, Lars Schandorff vann Áskel Örn Kárason, Henrik Danielsen vann Kristján Eðvarðsson, Friðrik Ólafsson og Tómas Björnsson gerðu jafntefli, Jonni Hector vann Lenka Ptacnikova, Helgi Ólafsson vann Davíð Kjartansson, Þröstur Þórhallsson vann Olav Simonsen, Tomi Nyback vann Sigurð P. Steindórsson, Murray Chandler vann Björn Þorfinnsson o. fl.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar