Hvaðan koma páskaeggin?
Meðal nýjunga frá Nóa Síríus í ár er páskakanína úr hvítu súkkulaði sem trónir stolt á eggjunum. Nói Síríus

Hvaðan koma páskaeggin?

Íslendingum er það alla jafna ómissandi hefð að gæða sér á súkkulaðieggjum á Páskadag, þó fæstir átti sig kannski á því hvaðan eggjahefðin er upprunin. Hver vegna steypum við súkkulaði í eggjamót til að fagna páskunum? Margur gæti talið einhvers konar trúartengingu þar að baki – páskarnir eru jú upprisuhátíð og eggið er tákn fæðingar og nýs upphafs – en að líkindum er tengingin þó jarðbundndari en svo. Seinni tíma sagnfræði hallast að því að árstíðabundið eggjavarp hjá hænum sé frekar skýringin. Hér áður fyrr verptu hænur vart svo neinu næmi yfir vetrartímann en með hækkandi sól glæddist varpið og þá var lag að gera vel við sig með eggjum enda oftar en ekki knappur kostur í kotinu eftir veturinn. Egg voru þar af leiðandi orðin táknmynd þess að gera sér glaðan dag á vorin. Um leið fór að tíðkast að skreyta egg og gera úr þeim skrautmuni. Hvenær eggjagleðin að vori rennur svo saman við páskana sjálfa er óvíst en páskaeggin voru komin til að vera.

Meðal nýjunga frá Nóa Síríus í ár er páskakanína úr …
Meðal nýjunga frá Nóa Síríus í ár er páskakanína úr hvítu súkkulaði sem trónir stolt á eggjunum. Nói Síríus

Íslendingum er það alla jafna ómissandi hefð að gæða sér á súkkulaðieggjum á Páskadag, þó fæstir átti sig kannski á því hvaðan eggjahefðin er upprunin. Hver vegna steypum við súkkulaði í eggjamót til að fagna páskunum? Margur gæti talið einhvers konar trúartengingu þar að baki – páskarnir eru jú upprisuhátíð og eggið er tákn fæðingar og nýs upphafs – en að líkindum er tengingin þó jarðbundndari en svo. Seinni tíma sagnfræði hallast að því að árstíðabundið eggjavarp hjá hænum sé frekar skýringin. Hér áður fyrr verptu hænur vart svo neinu næmi yfir vetrartímann en með hækkandi sól glæddist varpið og þá var lag að gera vel við sig með eggjum enda oftar en ekki knappur kostur í kotinu eftir veturinn. Egg voru þar af leiðandi orðin táknmynd þess að gera sér glaðan dag á vorin. Um leið fór að tíðkast að skreyta egg og gera úr þeim skrautmuni. Hvenær eggjagleðin að vori rennur svo saman við páskana sjálfa er óvíst en páskaeggin voru komin til að vera.

Aðallinn toppar alltaf almenning

Þegar rómantíska tímabilið gengur í garð á 19.öld má segja að siðurinn springi út með látum þegar vellríkir einstaklingar taka upp á því að panta páskaegg úr skíragulli, skreytt perlum og eðalsteinum. Frægustu dæmi þessa eru vitaskuld eggin sem gullsmiðurinn Peter Carl Fabergé gerði fyrir keisarahirð rússnesku Romanov-ættarinnar. Eins og gefur að skilja hafði enginn efni á slíku nema helst glysgjarnir þjóðhöfðingar og það er þá sem súkkulaðigerðarmenn í Genf, Vínarborg og víðar sjá sér leik á borði með því að búa til og bjóða egg úr súkkulaði eða marsipani, listilega skreytt og tilkomumikil, en á verði sem almenningur réði við. Pöpullinn sló ekki hendinni á móti því að gera eins og aðallinn og súkkulaðieggin slógu rækilega í gegn. Súkkulaðieggin breiðast leifturskjótt úr í kjölfarið og seinni hluta 19. aldar er siðurinn orðinn að almenningshefð.

Silja Mist Sigurkarlsdóttir, markaðsstjóri Nóa Síríus.
Silja Mist Sigurkarlsdóttir, markaðsstjóri Nóa Síríus. Kristinn Magnússon

„Uppáhaldstími okkar í Nóa“

Það er svo í kringum 1914 sem fyrst sjást auglýsingar frá bakaríum og matvöruverslunum þar sem páskaegg úr súkkulaði eru kynnt fyrir landanum. Hefðin nær þó ekki almennilegri fótfestu fyrr en um 1920, og er sennilegt að það hafi skrifast á Heimsstyrjöldina fyrri og meðfylgjandi hráefnisskort. En að styrjöldinni aflokinni vænkaðist hagurinn og þá var hefðin fljót að ná hér fótfestu.

Segja má að Íslendingar hafi þar með tekið ástfóstri við páskaeggin og ekki litið um öxl síðan. Silja Mist Sigurkarlsdóttir, markaðsstjóri Nóa Siríus, fer ekki varhluta af vinsældum páskaeggja á borðum Íslendinga en að hennar sögn eru páskarnir eitt stærsta tímabil Nóa á ári hverju. „Við byrjum í janúar hvert ár að framleiða og þetta er uppáhalds tími okkar í Nóa,“ segir hún. „Það er ótrúlega skemmtilegt og í raun forréttindi að vinna með svona skemmtilegt vörumerki sem viðskiptavinir okkar hafa áhuga á. Við fáum þar af leiðandi reglulega ábendingar og tillögur að nýjum eggjum og þess vegna er svona fjölbreytt úrval páskaeggja í ár.“

Auglýsingar fyrir Nóa páskaegg hafa tekið stakkaskiptum gegnum tíðina. Úr …
Auglýsingar fyrir Nóa páskaegg hafa tekið stakkaskiptum gegnum tíðina. Úr Morgunblaðinu, 2. apríl 1936. timarit.is

Stóra piparmintumálið

„Fyrir páskana 2017 langaði okkur hjá Nóa að leggja okkar af mörkum í þeirri viðleitni að minnka plast. Í þeim tilgangi ákvað ég að sleppa því að láta sérpakka inn pralín-molunum með piparmintukremi, sem eru á meðal sælgætis sem er að finna inni í eggjunum.“

Það er því óhætt að segja að starfsfólki Nóa Siríuss gekk gott til, en það sem enginn sá fyrir að myndi gerast í framhaldinu var að hin bragðsterka piparmintuolía, sem er að finna í kremi molanna, náði að gufa upp þegar plastumbúðunum naut ekki lengur við. Þar af leiðandi fór bragðkeimurinn yfir í súkkulaðið á sjálfum páskaeggjunum, mörgum kaupendum til takmarkaðrar gleði.

„Piparmintan er með afgerandi bragði og þegar hún smitaðist í eggin sjálf brugðust margir ókvæða við. Þetta var gert í mjög svo góðri trú en hafði í för með sér óheppilega aukaverkun, ef svo má segja,“ bætir Silja Mist við. „Maður verður aftur á móti að læra af mistökunum og gæta þess að betur takist til næst þegar maður fær svona hugmyndir,“ bætir hún við og hlær. „Svo voru aðrir sem voru svo ánægðir með þetta bragð að þeir óskuðu eftir að fá piparmyntuegg í páskaeggjavöruvalið!“

Páskaeggjagleði árið 1974. Kátína barna yfir fallegum og bragðgóðum súkkulaðieggjum …
Páskaeggjagleði árið 1974. Kátína barna yfir fallegum og bragðgóðum súkkulaðieggjum breytist seint. Ólafur K. Magnússon

Aldrei fleiri gerðir páskaeggja í boði

Þó páskaegg séu í sjálfu sér hefðbundin vara er fyrirtækið að sögn Silju Mistar í stanslausri vöruþróun í eggjunum. „Við hjá Nóa vinnum hörðum höndum við að fullkomna bragðið og upplifunina. Fyrir bragðið hefur Nói Siríus aldrei verið með eins mikið úrval páskaeggja á boðstólum og í ár, en samtals er fyrirtækið með 13 mismunandi tegundir af eggjum í boði,“ útskýrir Silja Mist.

Slagorðið í ár er „eitthvað fyrir alla“ og við reyndum með framboðinu í ár að koma til móts við alla þá markhópa sem mögulegt var,“ bætir hún við. „Í ár er meðal annars fyrsta skiptið sem við vinnum með páskakanínu á toppnum og það út hvítu súkkulaði. Kanínan er í nokkrum útfærslum, ein kanínan er í lopapeysu, önnur með axlabönd og sú þriðja í kjól.“ Einnig er annan góðkunningja að finna á einni gerð eggjanna í ár. „Við erum líka með Gretti á toppnum á eggjum fyrir krakkana en hann er ótrúlega skemmtileg fígúra sem krakkarnir eru spenntir fyrir. Þetta er annað árið í röð sem við vinnum með hann. Einnig er Grettis-húðflúr inní eggjunum sem hefur vakið mikla lukku.“

Silja Mist bætir því við að lokum að reyndar hafi margir verið mjög ánægðir með að fá piparmintuegg í fyrra. „Það er kannski stærsta vandamálið hjá okkur í ár – það eru svo margir sem hafa verið að biðja um piparmintuegg!“

mbl.is