Er bíllinn mikilvægari en heilsan?

Er bíllinn mikilvægari en heilsan?

Alltof fáir eru meðvitaðir um hver fjár­hags­leg staða þeirra væri ef þeir myndu veikj­ast al­var­lega, seg­ir Þór­dís Lind Lei­va, ráðgjafi hjá Sjóvá. Sumir sjái því jafnvel frekar ástæðu til að kaskótryggja bílinn sinn en að líf- og sjúkdómatryggja sig sjálfan. Það geta hins vegar allir orðið fyrir verulegri tekjuskerðingu ef þeir veikjast og eru frá vinnu í lengri tíma og sumir eiga mjög takmarkaðan rétt á bótagreiðslum. Því getur skipt sköpum að vera vel tryggður fyrir alvarlegum veikindum, að sögn Þórdísar.

Alltof fáir eru meðvitaðir um hver fjár­hags­leg staða þeirra væri ef þeir myndu veikj­ast al­var­lega, seg­ir Þór­dís Lind Lei­va, ráðgjafi hjá Sjóvá. Sumir sjái því jafnvel frekar ástæðu til að kaskótryggja bílinn sinn en að líf- og sjúkdómatryggja sig sjálfan. Það geta hins vegar allir orðið fyrir verulegri tekjuskerðingu ef þeir veikjast og eru frá vinnu í lengri tíma og sumir eiga mjög takmarkaðan rétt á bótagreiðslum. Því getur skipt sköpum að vera vel tryggður fyrir alvarlegum veikindum, að sögn Þórdísar.

Það er mikið áfall að greinast með krabbamein eða annan alvarlegan sjúkdóm. Þrátt fyrir stöðugar framfarir í meðferðum og bættar batahorfur þurfa sjúklingar að aðlagast nýjum veruleika á meðan á meðferð stendur og jafnvel lengur. Það tekur á, bæði líkamlega og andlega að glíma við erfiðan sjúkdóm og í flestum tilfellum bætist einnig við talsvert fjárhagslegt högg. Þátttaka almennings í lyfja- og lækniskostnaði hefur vaxið á síðustu árum og langvarandi fjarvera frá vinnu skerðir tekjurnar oft verulega. Tekjutap og kostnaður fást sjaldnast bætt að fullu og því lendir talsverður hluti kostnaðar á sjúklingnum - nema hann sé tryggður.

Þórdís Lind Leiva, ráðgjafi hjá Sjóvá.
Þórdís Lind Leiva, ráðgjafi hjá Sjóvá. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þarf heilsuhraust fólk sjúkdómatryggingu?

Flestir Íslendingar eru sem betur fer tiltölulega heilsuhraustir og fyrir vikið getur verið freistandi að hugsa hvort maður þurfi raunverlega á sjúkdómatryggingu að halda. Þórdís Lind Leiva, ráðgjafi á einstaklingssviði Sjóvár, kannast mjög vel við þessa hugsun hjá fólki. „Það veltur í fyrsta lagi á því hvaða réttindi þú hefur ef þú lendir í alvarlegum veikindum, en það er mjög misjafnt eftir fólki,“ útskýrir Þórdís. Hún segir langflesta þurfa að vera með sjúkdómatryggingu þar sem allir verði fyrir einhverri tekjuskerðingu séu þeir frá vinnu, þótt skerðingin sé mismikil eftir aðstæðum.

Greiðslur frá stétt­ar­fé­lög­um og líf­eyr­is­sjóðum bæta tekjutap aðeins að hluta, jafn­vel þó að full rétt­indi séu fyr­ir hendi. Félagsmaður í VR sem hefur haft 600.000 krónur á mánuði í laun, svo dæmi sé tekið, fengi um 480.000 úr sjúkrasjóði stéttarfélagsins, að hámarki í 9 mánuði. Sé hann enn óvinnufær vegna veikinda að þessum tíma liðnum getur hann átt rétt á örorkulífeyri frá lífeyrissjóði sínum, en slíkar greiðslur eru oftast um 40-60% af tekjum miðað við algjöra skerðingu á starfsorku. Hér er einnig nauðsynlegt að hafa í huga að réttindin sem fólk hefur unnið sér inn eru ólík milli stéttarfélaga og lífeyrissjóða og því nauðsynlegt að kynna sér vel sinn rétt. 

Það er mis­jafnt í hversu lang­an tíma fólk á rétt …
Það er mis­jafnt í hversu lang­an tíma fólk á rétt á greiðslum úr sjúkra­sjóðum stétt­ar­fé­laga. Hér má sjá dæmi um hve mikið tekjutapið get­ur orðið hlut­falls­lega við að vera lengi frá vinnu vegna veik­inda eða slysa.


Námsmenn hafa takmörkuð réttindi

Þórdís bendir á að það séu hópar í samfélaginu sem standi mun verr en launþegar ef þeir veikjast alvarlega. „Námsmenn eiga til dæmis mjög takmarkaðan rétt á greiðslum ef þeir veikjast þar sem þeir hafa ekki náð að vinna sér inn réttindi hjá stéttarfélagi eða lífeyrissjóði,“ útskýrir hún. „Ef námsmaður lendir í erfiðum veikindum þarf hann því oft að draga sig út úr námi, flytja aftur inn til foreldra sinna og fara í raun aftur á byrjunarreit. Þetta er svo fyrir utan allan kostnað af læknismeðferð. Við höfum séð dæmi um hversu illa alvarleg veikindi hafa komið við fólk sem er án réttinda og það er það sem keyrir okkur áfram í að fræða fólk og upplýsa það betur um þessar tryggingar. Þessir hlutir gerast og þeir eru að gerast daglega. Unga fólkið hefur oft mjög takmörkuð réttindi, því miður.“

Sjálfstæðir atvinnurekendur eiga einnig yfirleitt takmarkaðri réttindi, svo sem úr sjúkrasjóðum stéttarfélaganna. Þeir þurfa því, líkt og námsmennirnir, að huga sérstaklega vel að þessum málum.

Fólk almennt ekki meðvitað um stöðu sína

Aðspurð segir Þórdís fólk almennt lítið meðvitað um stöðu sína ef það skyldi veikjast alvarlega. Þá sé algengt að unga fólkið hugsi „þetta kemur ekki fyrir mig,“ í þessu samhengi.

„Maður er einhvern veginn alveg ósnertanlegur á þessum árum, og mamma og pabbi sjá bara um þetta,“ bætir hún við. „Þetta heyrum við ansi oft en þá spyr ég viðkomandi á móti hvað gerist ef þau lenda í veikindum? Hefðir þú efni á að vera áfram í námi, reka bílinn og sinna þessum daglegu hlutum sem maður tekur sem algerlega sjálfsögðum hlut? Það dettur allt saman út og það eru ekki allir sem hafa baklandið sem þarf til að geta haldið áfram. Alla jafna er unga fólkið ekki með plan B.“ Þórdís bendir á að þannig geti sjúkdómatryggingin auðveldað það erfiða verkefni að takast á við alvarlegan sjúkdóm - hún sé einskonar fallhlíf sem dragi úr högginu. „Þegar allt kemur til alls þá viltu ekki þurfa að fá greitt út úr þessari tryggingu. En ef á þarf að halda þá er þetta fallhlífin þín.

mbl.is/Kristinn Magnússon


Best að tryggja sig snemma

Þórdís segir miður að unga fólkið sé ekki betur meðvitað um þessi mál því það sé best að taka líf- og sjúkdómatryggingar snemma, þegar maður er einmitt heilsuhraustastur. „Best er að taka trygginguna þegar maður er ungur, áður en heilsufarsvandamál sem auka líkur á sjúkdómum gera vart við sig. Þá eru minni líkur á að maður þurfi að greiða hærra iðgjald eða eitthvað verði undanskilið í tryggingunni. Að taka líf- og sjúkdómatryggingu þegar þú ert 18 ára er því eitt það skynsamlegasta sem þú getur gert.“

Skiptir bíllinn meira máli en heilsan?

Þórdís hefur í starfi sínu kynnst ýmsu og séð margt, og þar á meðal eru ýmis eftirminnileg dæmi þess að tryggingar hafa hreinlega skipt sköpum þegar á reynir. Hún viðurkennir þó að enn þann dag í dag komi henni alltaf jafnmikið á óvart þegar hún býður fólki líftryggingu en það afþakkar hana og kaskótryggir svo bílinn á sama tíma. „Stundum forgangsraðar fólk einfaldlega svona og þetta sjáum við alla daga. Mörgum finnast þessar tryggingar jafnvel alger óþarfi því þeir telja líkurnar á því að eitthvað hendi þá vera svo litlar. Þess vegna afþakkar fólk líftrygginguna þó að hún kosti innan við 20% af því sem kaskótryggingin fyrir bílinn kostar.

Mikilvægast meðan ábyrgðin er mest

Það skiptir einna mestu máli að vera með sjúkdóma- og líftryggingu á þeim hluta ævinnar þegar hvað mest ábyrgð hvílir á einstaklingnum, eins og Þórdís bendir á. Það er á fyrri hluta æv­inn­ar þegar ein­stak­ling­ar eru að eign­ast börn, að kaupa sér hús­eign, og þess hátt­ar. Þá þarf hver og einn að spyrja sig: hef ég fjárhagslegt bakland, sem ungur einstaklingur, til að geta lent í langvarandi veikindum? „Öðru máli gegnir þegar maður er í kringum fimmtugt, til dæmis. Þá á maður meiri eignir, að líkindum sparifé sömuleiðis, og þá er þörfin fyrir tryggingarnar ekki eins knýjandi. Ég hef því sagt fólki að segja ekki öllum sínum tryggingum upp, ef það er í þeim hugleiðingum, heldur lækka frekar vátryggingafjárhæðina. Á þessum árum eru börnin oftar en ekki farin að heiman, viðkomandi ef til vill búinn að minnka við sig og fjárhagslegar skuldbindingar og ábyrgð ekki eins mikil lengur. Fjárhagslega áfallið við veikindi yrði því ekki eins mikið og ef þú værir ungur að borga af stóru húsi og með þrjú börn á framfæri.“


Ánægjulegt þegar tryggingin hjálpar

Enginn vill þurfa að fá greitt út úr sjúkdómatryggingunni sinni en Þórdís segir það engu að síður ákaflega ánægjulegt þegar hún og samstarfsfólk hennar hjá Sjóvá sér trygginguna koma sér vel fyrir einstakling sem virkilega þarf á því að halda vegna alvarlegra veikinda. „Það þýðir að fólk getur einbeitt sér að batanum og þarf ekki að hafa áhyggjur af peningum. Það er talsvert betri valkostur en að steypa sér í skuldir og þurfa að greiða þær upp þegar bata er náð, eða jafnvel skilja þær eftir ef maður fellur frá. Í öllu falli gleður það okkur mikið þegar við heyrum af því að bætur úr tryggingunni hafi komið viðkomandi til góðs. Það eru bestu dagarnir í vinnunni.“

mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is