Heimasíđa

Leiđangursmenn

Dagbók

Greinar

Kort af leiđinni

Útbúnađur

Fjalliđ

Gestabók

Styrktarađilar

  Gestabók

Björn, Einar og Hallgrímur
Morgunblaðið óskar ykkur til hamingju með afrekið. Farnist ykkur vel á heimleiðinni!
Morgunblaðið

Elsku Bjössi, Jon Þór og hinir sem ég ekki þekki, Hallgrímur, Einar og Hörður. ég óska ykkur innilega til hamingju með árangurinn. Þetta er alveg stórkostlegt. Mikið var ég fegin þegar fréttist af ykkur heilum og höldnum, komnir niður af tindinum. Enn og aftur til hamingju.
Kveðja, María

„Er-við-efst" á toppnum stöndum,
„er-við-efst" með sigurböndum,
„er-við-efst" á Everest,
nú skal niður fyrir rest
og ykkur tekið heilum höndum.
Til hamingju allir saman.
Kveðja, Siggi frá Patró

Hæ, hó og jíbbía je þeir eru komnir á toppinn.
Við erum að springa úr stolti yfir að vera Íslendingar. Við í félaginu Skjöldungum höfum fylgst með hverju skrefi ykkar á leið á tindinn . Enn og aftur til hamingju með þetta stórkostlega afrek. Það er nú hverju orði sannara að þið hafið verið teknir í guða tölu hér af vissum hópi ungra eldhuga. Og er ég stoltur að segja að ég er einn þeirra.
Fyrir hönd skátafélagsins Skjöldunga,
Björn Jóhann Gunnarsson.

Strákar!
Til hamingju!!!
Ég óska ykkur all-rosalega mikið til hamingju með þennan ólýsanlega glæsilega árangur og megi Guð vera með ykkur á leiðinni niður … niðurferðin getur líka verið erfið. Vonandi fær íslenska þjóðin svo að sjá í Ríkissjónvarpinu þátt um ferð ykkar allra á Everest.
Þið eruð svo sannalega hetjur.
Húrra!, húrra!, húrra!!!
Sigurjón Svanbergsson, Akureyri

Hjartanlegar hamingjuóskir með sigurinn. Öll þjóðin hefur fylgst með ykkur með öndina í hálsinum. Þetta var frábært. Gangi ykkur vel á leiðinni heim.
Kveðja,
Sigurður Snæberg Jónsson

Til hamingju strákar!
Það var virkilega gaman að fylgjast með í beinni útsendingu á Rás 2 þegar þið náðuð þessum frækilega árangri.
Góða ferð niður og heim.
Kjartan Dísel, diesel@itn.is

Sælir piltar og til hamingju með þennan merka áfanga. Gangi ykkur allt í haginn í náinni framtíð. Við erum stolt af ykkur.
Kveðja,
Siggi og Jóhanna, Höfn í Hornafirði.

Kæru Everestfarar
Við viljum óska ykkur innilega til hamingju með árangurinn í dag. Við höfum fylgst með ykkur á Internetinu og í Mogganum, Góða heimferð. Kærar kveðjur frá Sauðárkróki.
Guðný og Gunnar

Til hamingju með þennan æðislega árangur. Það er æði að eiga núna íslenskar hetjur á toppi hæðsta fjalli heims , óska ykkur góðs gengis á niðurleið.
Kveðja Sigríður Reynisdóttir Sandgerði.

Til hamingju strákar, grípið daginn, góða ferð heim aftur.
Guðni Gunnarsson

Til hamingju!
Hjartanlega til hamingju með árangurinn. Allt er þegar þrennt er og það þrír í einu á sama tíma, er það sem engin trúði að myndi ganga upp hjá ykkur, en það tókst í annarri tilraun (fall er farar heill) eða í dag 21.maí 1997, en eins og flestir vita er 21 happatala. Eins vantaði aðeins 8 daga uppá að það væru nákvæmlega 44 ár síðan Mt.Everest var fyrst sigrað af Tenzing Norgay og Edmund Hillary sem unnu afrekið þann 29. maí 1953.
Ykkur var greinilega ætlað að fara upp á þessum tíma og degi.
Það eru víst ekki margir sem geta státað af því að hafa staðið og verið á toppi heimsins. Já og það þrír í einu frá ekki fjölmennara samfélagi heldur en Íslandi. Hvað skyldu t.d. margir Bandaríkjamenn hafa sigrað Mt. Everest? Ef við notum viðmiðunarstuðulinn góða þá samsvarar það því að ca. 3 þúsund Bandaríkjamenn hafi náð toppnum. Og geri aðrir betur.
Eftir fréttum að dæma eruð þið líkamlega vel á ykkur komnir. Þá kom upp sú hugmynd að það væri ekki vitlaust fyrir ykkur að skella sér á Lhotse (8511m.) í leiðinni og slá þar með tvær flugur í einu höggi. Það hefur víst annað eins skeð eins og fram hefur komið. (Það er ekki langt frá 5. búðum sem eru í ca. 7.955m hæð og yfir á Lhotse eða 556 metra hækkun, en dálítið erfið ferð vægast sagt.)
Góða ferð niður til handa Birni, Einari og Hallgrími.
Baráttu kveðjur.
Guðjón Helgason

Hello,
Congratulations on the teams summitting of Everest!!
I climbed with Jon Tinker last year and I'm sure the guys had a lot of fun with him.
Is it possible to buy a T-shirt in dollars?
dd bartley

Frábæru Everestfarar!
Til hamingju með að ná á toppinn.
Kær kveðja
Kári Sigurðsson

Þann 13. desember 1954 lenti Gullfaxi Flugfélags Íslands á Reykjavíkurflugvelli. Innanborðs var m.a. sir Edmond Hillary og var eftir því tekið að þar fór afreksmaður á ferð. Þar kom að því að við mörlandar eignuðumst okkar menn í þessum klassa, ja fálkaorðan hefur örugglega verið næld á menn af minna tilefni.
Uppá síðkastið hefur mér oft verið hugsað til ykkar þegar ég hef klifrað í gegnum 29.000 fetin á skyrtunni með bindi, sötrandi kaffi, og gjóandi augum á lækkandi hitastig og hækkandi vindstyrk. Í gegnum glerið horfi ég og hugsa, „aumingja drengirnir, ojæja, þetta er víst það sem þeir vilja" svo hringi ég eftir meira kaffi. Hef þetta ekki lengra, ég þarf að þjóta í heimsókn til vinafólks sem býr á fimmtu hæð í blokk. Vona að lyftan sé ekki biluð!
Innilega til hamingju með afrekið, komið heilir heim,
Hjörleifur Jóhannesson, flugmaður.
Árdís Kjartansdóttir eiginkona
Stefán Haukur og Þorsteinn Ingi, fjögurra og tveggja.

Ég óska ykkur öllum með hamingju með því að ná á Toppinn. Var aldrei í vafa að minn gamli kappi og Árbæingur Bjössi Ólafs gæti farið víðar en um Árbæinn.
Siggi Haukur biður að heilsa.Vakti með ykkur.
Gísli Baldvinsson

Ágætu Everestfarar.
Við hérna í Stuðlabergi 8 í Hafnarfirði sendum ykkur innilegar hamingjuóskir vegna ferðarinnar á toppinn. Megi niðurferðin ganga sem best og takk kærlega fyrir að leyfa okkur að fylgjast með öllum ferlinum á netinu.
Emil, Jónina, Valdís og Karen.

Akureyri 21. maí 1997
Kæru Everestfarar!
Hefi fylgst með ykkur nokkuð náið eftir að hafa sjálfur fengið fjallgönguáhuga við það að klífa „Súlur" eða þannig. Auðvitað er þetta bara frábært og vonandi gengur vel á heimleiðinni sem og niður fjallið.
För ykkar er öllum frjálsum mönnum lyftistöng.
Hamingjuóskir
Valur Þór Marteinsson, Akureyri

Til hamingju! Nú er það erfiðasta eftir. Vandið hvert skref því þið eruð ekki enn komnir niður.
Kveðja, Marinó Már

Þið eruð naglar !!
Innilega til hamingju með árangurinn, þetta voru tímamótaskref fyrir íslenskt fjallafólk. Gangi ykkur allt í haginn á niðurleiðinni og ég sendi ykkur mínar bestu baráttukveðjur. „What goes up, must come down", ekki satt !?
Hallgrímur I. FBSR

Til hamingju !!
Þið eruð þjóð og stolti hennar til sóma.
Með kveðju, Smart Net Hveragerði

Til hamingju með árangurinn. Og góða ferð niður aftur.
Kveðja, Heiðar í Hafnarfirði.

Fyrir hönd Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík óska ég Everestförum innilega til hamingju með toppferðina og söguleg tímamót fjallaferða á Íslandi.
Sigurjón Hjartarson
varaformaður FBSR

Til hamingju með toppinn!
Um það bil 7.15 þegar ég vaknaði í morgun var fyrsta hugsunin - Komust þeir á toppinn... eða? Ekki grunaði mig á þeirri stundu að þið voruð rétt komnir á toppinn.
Þið eruð greinilega toppmenn þjóðarinnar númer eitt, tvö og þrjú!
Nýtt spakmæli dagsins er: „Enginn verður toppmaður nema hafa komist á toppinn."
Bestu kveðjur, eigið ánægjulega ferð heim!
Rúnar Sig. Birgisson

Til hamingju með þetta frábæra afrek. Við félagar í björgunarsveit Fiskakletts sendum ykkur okkar bestu kveðjur og vonum að heimferðin gangi sem allra best, þið eruð vel að sigrinum komnir.
F.h. Björgunarsveitar Fiskakletts, Júlíus Gunnarsson.

Everestfarar!
Við óskum ykkur öllum til hamingju með þennan glæsilega árangur og vonumst til að sjá ykkur sem fyrst á Íslandi.
Kærar kveðjur;
Byggingarfélagið Viðar hf.
Gullsmára, Kópavogi
Es.: Hallgrímur nú ert þú kominn á toppinn og ég er í búðum fimm.
Viðar.

Ég óska leiðangursmönnum til hamingju með stórkostlegan árangur. Vona allir komi heilir heim. Áfram Ísland.
Óli Þorst.

Kæru Everestarar.
Björn, Einar og Hallgrímur!
Afrek ykkar er einstakt. Til hamingju með toppsigur á Everest. Það hafa sjálfsagt margir verið eins og ég s.l. nótt, lítið um svefn. Stöðug áheyrn á útvarpið og markvisst uppflett á síðunni … Sæluhrollur með gæsahúð og tilheyrandi fögnuði þegar takmarkinu var náð.
Frábært!
Kveðja, Örn Pálsson

Ég vil óska ykkur til hamingju með að ná tindinum á Everest fjalli og vona að niðurleiðin gangi vel. Enn og aftur til hamingju með árangurinn.
Stefán B Heiðarsson

Ágætu Everestfarar,
Það er ánægjulegt til þess að vita að til eru Íslendingar sem eru tilbúnir til að leggja á sig umtalsvert erfiði til að ná efstu hæðum.
Við starfsmenn Sæplasts hf. á Dalvík erum meðvitaðir um það að til þess að ná árangri þurfa menn að vera tilbúnir til að leggja sitt af mörkum. Við viljum óska ykkur til hamingju með frábæran árangur.
Það er gott til þess að vita að enn eru til Íslendingar sem eru tilbúnir til að leggja á sig þær þrekraunir sem þið hafið nú á ykkur lagt.
Bestu kveðjur héðan frá Dalvík.
Fyrir hönd starfsmanna Sæplasts hf.
Kristján Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri

Til allra leiðangursmanna á Everest.
Til hamingju með árangurinn. Vona að niðurferðin og heimferðin verði jafn farsæl.
Kærar kveðjur,
Jón Egill Bragason

Kátt var í koti hér snemma í morgun er við fréttum að þið vóru kommnir upp í topp! Síðasta dagana hef ég verið að þýða dagbókinna ykkar á ensku og dreifa henni út á „lista hér". Hjartans kveðjur frá okkur hér í Kanada. Við fögnum þetta mikla afrek ykkar og erum þakklát að þið séu nú kommnir aftur niður!
David Gislason, „Svaðastöðum"

Til hamingju með frábæran áfanga og bestu óskir um farsæla heimkomu.
V.C DE I.R.A TF3VET
Sveinbjorn Jonsson.

Íslendingar erlendis fylgast med fjallarápinu ykkar, gott hjá ykkur og til hamingju með að komast á hátind veraldar.
Sigga & Charlie MacEachern
Calgary, Alberta, Canada

Ég óska ykkur þremenningum til hamingju með afrekið.
En nú er komið nóg, ekki nema þið látið skjóta ykkur til tunglsins og finnið einhvern hólinn þar.

Ásgeir Ásgeirsson

Til hamingju með þennann frábæra sigur þið eigið þetta skilið. Þetta er frábært afrek sem ei mun gleymast. Maður labbar víst ofar en þetta.
Anna Hulda Júlíusdóttir og Sveinn Þór Þorsteinsson, Fiskakletti.

21. maí 1997 * Íslenski Everest-dagurinn

Þreyttir - en uppI! á Everest
eftir torfæru-sniðglímur -
inntu af höndum afrek mest:
Einar og Björn og Hallgrímur.

Fýsti að kanna þol og þor
þreyja frostið og fjallavindinn
klifu æ hærri klettaskor -
klifu að lokum upp á tindinn.

Þeir hafa klifið Gríðar-Geir
- gætilega með færni slynga -
Án þess að ætla - eiga þeir
aðdáun allra Íslendinga.

GÓP

„I´m on the top of the world looking down on creation … " raular maður oft með sjálfum sér þegar maður er staddur á tindi sem jafnvel er ekki merkari en Skjaldbreið. Hvað þið raulið í 8848 metra hæð þætti okkur gaman að vita. En að öllu gamni slepptu, þökk fyrir að hafa fréttatímana þess virði að horfa á og til hamingju með þennan stórglæsilega árangur sem mun marka tímamót í íslensku þjóðarstolti. Gangi ykkur vel á niðurleiðinni og góða skemmtun í Lundúnaborg.
Fyrir hönd Vinafélags íslenskrar náttúru,
Stefán Þórarinsson og Vignir Jónsson

Sælir strákar.
Takið nú upp vasaklútinn því nú ætlum við að vera væmin enda góð ástæða til. Til hamingju og góða ferð niður. Hér í Árseli er búið að skála í djúsi fyrir ykkur og allir voða stoltir af okkar manni og auðvitað hinum líka. Bjössi minn farðu nú að koma þér í vinnuna því tölvumálin eru í rúst hér og við erum því að velta fyrir okkur hvort þú getir ekki bara skokkað niður snöggvast og drifið þig í Ársel og kippt þessu í lag.
Þið eruð hetjur háloftanna.
Kveðjur frá öllum í Árseli

Til hamingju með toppinn!
Til hamingju allir þrír ásamt aðstoðarmönnum. Gangi ykkur vel að komast niður. Þetta var frábært og ólýsanlegt.
Var nóg pláss fyrir ykkur alla að sitja á tindinum?
Kær kveðja frá nemendum og kennara í 4.-S í Álftanesskóla.
Anna Margrét, Ari, Bjarney, Guðbjörg, Hanna Bryndís, Hrólfur, Ingibjörg Ósk, Karl, Kristinn, Lára, Marteinn, Orri, Ólafur, Pétur, Sólrún, Sylvía Rakel, Unnur Bára og Kristinn kennari.

Hamingjuóskir.
Starfsfólk sendiráðs Íslands í Moskvu

Skátablaðið færir ykkur hamingjuóskir í tilefni þessa mikla afreks. Það væri okkur heiður að fá að hafa ykkur á forsíðu næsta Skátablaðs sem fer í prentun í byrjun júní.
Bestu kveðjur,
Guðni Gíslason, ritstjóri

Við kennarar og nemendur Grandaskóla Reykjavík óskum ykkur til hamingju.
Valgeir Gestsson

Til hamingju.
Hrollurinn er ennþá í okkur eftir viðtalið á toppnum í gær.
Nemendur og starfsfólk Bröttuhlíðarskóla, Akureyri.

Til hamingju með árangurinn og gangi ykkur vel til baka. Komið heilir hressir og kátir aftur heim til Íslands og fjölskyldna ykkar.
Guðríður Sveinbjörnsdóttir

Everest farar, hjartanlega til hamingju med frábæran árangur, það hefur verið spennandi og skemmtilegt að fylgjast med ykkur.
Johanna Katrín Helgadíttir, Englandi

Til hamingju med árangurinn! Við erum stolt af ykkur!
Bestu kveðjur frá FISN, Félagi íslenskra námsmanna í Ósló og nágrenni.

Ég var að lesa um afrek ykkar Björns Ólafssonar, Hallgríms Magnússonar, og Einars K. Stefánssonar. Til hamingju með árangurinn. Það er alltaf gaman að frétta af afburða Íslendingum.
Jón Björn Jónsson

Þvilik spenna! Þvílík gleði! Til hamingju með frábært afrek.
Komið heilir heim.
Fyrir hönd utivistarfélagsins Geislans
Ketill Magnússon

Til hamingju með að ná tindinum (var plass fyrir ykkur alla þar?) með von um góðan niðurgang. Okkur finnst ekkert spursmál að Ó.R.G. eigi að hengja á ykkur fálkann ekki seinna en í Leifsstöð. Með baráttukveðjum frá Íslandi (nánar tiltekið Ármúla 21, 108 R.).
Jón Skúli, Gísli og Stefán.

Til hamingju með þennan frábæra árangur!
Heiða, FBSR

Til hamingju strákar, aldrei hefur hróður Íslands verið borinn svo langt (hátt) og í gær. Nú er gaman að vera Íslendingur, stoltur og fullur af eldmóði. Hverjum hefði dottið það í hug fyrir fáum árum að þrír íslenskir ofurhugar, hetjur, myndu leggja hæsta fjall jarðar að fótum sér innan tíðar. Þetta er mesta afrek Íslendinga fyrr og síðar, nema þá helst væri að Ísland myndi vinna HM í handknattleik (sem allt lítur út fyrir eftir 9 marka sigur á Júgóslövum). Menn eins og þið eigið skilið fálkaorðuna, ekki aðeins hafið þið klifið hæsta fjall jarðar heldur hafið þið borið hróður okkar um allan heim. Í dag er gaman að vera Íslendingur.
Hugsum okkur aðeins hversu mikill þessi afangi er miðað við höfðatölu. Ef Bandaríkjamenn ættu að ná sama árangri þyrftu þeir að senda 3.000 manns á tindinn, gangi þeim vel!
Í dag geng ég beinn í baki, því ég er Íslendingur, stoltur og glaður í fasi.
Jón Arnar Jónsson

Sælir Hallgrímur, Hörður og félagar!
Glæsilegur árangur - höfum fylgst með ykkur úr öruggri fjarlægð. Til hamingju.
Fyrrum nágrannar á Bollagötunni, Bjarni, Sirrý og strákar.

Kæru fjallagarpar.
Cintamani fólkið hjá Foldu óskar ykkur til hamingju með frábæran árangur.
Við vonum að allt gangi ykkur í haginn hér eftir sem hingað til.
Bestu kveðjur til ykkar allra og fjölskyldna ykkar.
Cintamani
Folda hf, folda-tm@est.is

Strákar!
Til hamingju með að hafa komist á hæsta tind heims! Gangi ykkur vel á leiðinni niður.
Steinar Hugi

„Hetjur Íslands" Til hamingju með frábært afrek.
Guðmundur Gunnlaugsson,
Austfirsku Alparnir, Egilsstöðum

Ágætu Everestfarar!
Innilega til hamingju með þetta frábæra afrek. Ég hef fylgst með ykkur í gegnum netið svo og í útvarpi og sjónvarpi. óska ykkur alls hins besta og eigið góða heimferð.
Es.: Kaldhæðinn vegfarandi svaraði Rás 2 eftirfarandi, þegar hann vari nntur eftir afreki ykkar, skömmu eftir að þið fóruð niður af tindinum: „Ég hef ekki áhuga á mönnum sem eru á niðurleið" … Já þeir hafa húmor þessir íslendingar
Kveðja, Ben.Guðmunds

Hamingjuóskir með áfangann.
Kennarafundur Menntaskólans við Hamrahlíð.

Til hamingju með þetta mesta íþróttarafrek Íslandssögunnar. Allur árangur sem náðst hefur í boltaíþróttunum er bara skítur á priki miðað við að standa á tindi hæsta fjall jarðar.
Kveðjur, Eyþór Jónsson og Eyþór Kristleifsson.

Til hamingju. Frááááábbbæææærrrrrrt!!!!!!!! Bestu kveðjur.
Salbjörg Ó.

Fjallgöngugarpar!!
Til hamingju með Everest sigurinn. Glæsilegt klifur hjá ykkur.
Kvedja, Sigurður S. Waage

Sælir félagar
Við Sigga óskum ykkur til hamingju með Toppdaginn í gær. Við vonum að þið hafið það gott þann tíma sem eftir er í Nepal og við eins og allir aðrir bíðum spennt eftir heimkomu ykkar :)
Kveðjur, Árni Jónsson HSSK

Hi Guys,
Eccellent achievement. I enjoyed following the news on the Internet from Morgunblaðið while you where reaching the peak. Good luck going down.
Kaliforníukveðjur,
Aldís í Kaliforníu.

Til hamingju með þetta frábæra afrek, á síðu Mountain Zone voruð þið nefndir The Iceboys, ekki slæm nafngift á ofurhuga eins og ykkur.
Bestu kveðjur til ykkar allra
Flugbjörgunarsveitin Akureyri
http://eh.est.is/fbsa/

Kæri Bjössi og félagar. Þegar við fréttum af þessum stórglæsilega árangri ykkar fundum við þetta orðatiltæki sem á vel við þarna uppi. Orðatiltækið er svona: „Vits er þörf þeim er víða rata." Við viljum óska ykkur til hamingju með þennan glæsilega sigur og vonum að allt gangi vel á leiðinni niður.
Kveðja, Soffía Jóhannsdóttir og Gunnar Örn Jóhannsson.

Frá félögum í Skíðaleiðangrinum yfir Grænlandsjökul 1993.
Innilegar hamingjuóskir með einstakt afrek. Þetta er mikilvægt skref fyrir íslenska fjallamennsku. Við vitum að til að ná slíku marki þarf allt að vera til staðar, gott skipulag, einbeitt hugarfar, takmarkalaust þolgæði, líkamlegt atgervi, samheldni og góð vinátta. Að þessu öllu búið þið og uppskerið ríkulega. - Góða ferð heim.
Haraldur Örn Ólafsson
Ingþór Bjarnason
Ólafur Örn Haraldsson

Innilegar hamingjuóskir til ykkar með þetta frækilega afrek og óskir um góða heimferð.
Kveðja, Haraldur og Helga Björk Kópavogi.

Himinháar kveðjur úr Árbænum og bjarta fjallasýn í framtíðinni.
Vallý og Baldur í Árbæ

Sælir leiðangursmenn,

Til hamingju með árangurinn. Við erum stoltir af ykkur, eins og öll þjóðin. Gangi ykkur sem allra best á niðurleiðinni.
Kær kveðja úr Kópavoginum,
Sveinn Ingvi,
Stefán Freyr,
Rúnar H. Bridde
Es.: Guðni Bridde biður sérst. að heilsa ykkur.

Til hamingju með topp Everest.
Atli T. Ægisson

Innilegar hamingjuóskir með árangurinn. félagar, við erum ákaflega stoltir af ykkur.
Félagar Hjálparsveitar skáta í Reykjavík.

Til hamingju með þetta frábæra afrek Everestfarar Vonandi eru þið með mikið myndefni með ykkur til baka. Búinn að sitja sveittur við tölvuna og fylgjast með ykkur. Það verður gaman að fá ykkur heim aftur … og hvað er næst á dagskrá ? K2?
Kveðja,
Geir Jón Karlsson

Innilega til hamingju drengir.
Það var ótrúlega gaman og spennandi að fylgjast med ykkur þennan tíma héðan frá Tromso. Gleðidagurinn i gær, þegar þið voruð komnir í tiltölulega örugga höfn, íslenska handboltalandsliðið að rúlla yfir Júgóslava, afmæli Axel Oxl, útskrift og fæðing, auk þess sól hérna. Þið getið rétt imyndað ykkur að landar hafi gengið spertir i útlöndum.
Slakið nú aðeins á og góða heimferð.
Gísli og María
Rødhettestien 7 A304
9010 Tromsø, Norge

Guði sé lof að allt fór vel
Ein lítil hamingju- og velfarnaðarósk úr Borgarfirðinum. Úr því að ég hafði mig í að senda ykkur línu hérna á dögunum finnst mér alveg útilokað að láta ekki heyra aftur í mér að afreki ykkar loknu. Ég geri mér grein fyrir því, að þetta er allt að því ofurmannlegt. Guð hefur verið með ykkur piltar mínir, en allan tímann fann ég þó að ykkar eigin styrkur innri sem ytri, var það sem kom ykkur alla leið. Engin orð fá lýst aðdáun minni á framtaki ykkar og kærar þakkir fyrir að fá að fylgjast svona vel með ferðinni. Það fer jú töluverð orka í að þylja í aðra það sem virðist e.t.v. óþarfa upptalning fyrir ykkur. Þakka ykkur fyrir og farið áfram varlega svo að allir fái að fagna heimkomu ykkar. Vonandi gefið þið svo út ferðasögu seinna.
Kveðja frá Jónínu Eiríksdóttur, Kleppjárnsreykjum, Reykholtsdal.

Það er ekki margir sem komast með tærnar þar sem þið hafið hælanna þegar kemur að fjallabrölti. Bestu hamingjuóskir. Þið hafið sannarlega ýtt við þjóðarstolti/rembingi okkar íslendinga.
Sigurður Haukur & Björn Ax.

Við Suður-Ameríkufararnir óskum ykkur félögunum til hamingju með sigurinn á hæsta fjalli jarðar.
Félagar úr Tækniskólanum, (Mikki og Þór). Leó biður að heilsa!

Ekki detta á leiðinni niður.
Halli 5 ára

Góðir félagar, innilegar hamingjuóskir með afrekið. Það má segja að þið hafið unnið þrekvirki sem aðeins örfáum jarðarbúum hefur dottið í hug að framkvæma. Maður þykist góður að skríða upp á Esjuna á góðum degi! Gangi ykkur sem best á niðurleiðinni og fyrir alla muni farið nú varlega!
Fyrir hönd félaga í björgunarsveitinni Albert, Seltjarnarnesi,
Guðjón Sig. Guðjónsson.

Ágætu Everestfarar.
Hjartanlegar hamingjuóskir með afrek ykkar. Þið eruð hreint ótrúlegir.
Megi heimför ykkar verða skjót og greið og allar góðar vættir vaka yfir ykkur.
Kærar kveðjur,
Ásta B. Þorsteinsdóttir

Frábært við erum öll stolt af ykkur, komið heilir heim.
Stebbi J. Arngrímsson

Heillaóskir úr Svíaríki. Þið hafið sigrast á hæsta tindi jarðar og aukið hróður Íslendinga svo um munar.
Hákon Heimir Sigurðsson, Svíþjóð

Til hamingju með árangurinn!
Hið íslenska bókmenntafélag
Gunnar H. Ingimundarson

Björn, Einar og Hallgrímur.
Stjórn Bandalags íslenskra skáta óskar ykkur til hamingju með þetta mikla afrek ykkar að sigrast á tindinum.

Settu þér markið glæst og stórt og hátt
í sólarátt.
Sæk að því djarft og öruggt meðan mátt
af mætti, sem þú átt.
Þótt sýnist ganga seint og smátt
þú sigri fagnar brátt.
Settu þér markið glæst og stórt og hátt
í sólarátt.

Þetta orti Tryggvi Þorsteinsson og þið hafið sannað að þetta er hverju orði sannara.
Íslenskir skátar eru stoltir yfir frammistöðu ykkar og vita jafnframt að þetta afrek ykkar er skátastarfinu og sér í lagi björgunarstarfi skáta til mikils álitsauka.
Verið velkomnir heim.
Stjórn Bandalags íslenskra skáta,
Ólafur Ásgeirsson, skátahöfðingi
Margrét Tómasdóttir, aðst. skátahöfðingi
Tryggvi Felixson, aðst. skátahöfðingi
Ásta Ágústsdóttir, ritari
Guðjón Ríkharðsson, gjaldkeri
Guðni Gíslason, meðstjórnandi
Þorbjörg Ingvadóttir, meðstjórnandi

Sælir.
Til hamingju með árangurinn þetta er frábært og verður geymt en ekki gleymt. Gangi ykkur vel niður.
Davíð

Innilegar hamingjuóskir strákar með þennan frábæra árangur. Við erum svo stolt af því að vera Íslendingar í dag að það hálfa væri nóg.
Velkomnir heilir heim.
Delia Howser og Hörður Magnússon
Hafnarfirði

Hjartanlegar hamingjuóskir með stórkostlegt afrek sem lengi verður í minnum haft. Komið heilir heim.
Menntaskólanum á Akureyri.
Sverrir Páll

Laglegt! Þið tókuð þennan tind í nefið. Til lukku med afrekið.
Bragi Baldursson

Til hamingju.
Henrý Bæringsson Ísafirði

Kæru fjallamenn.
Sendi ykkur bestu kveðjur og hamingjuoskir með að sigra tindinn.
Tindfjallakveðja
Örn Logason

Jæja strákar, þá er komið að því! Úr því að ykkur gekk svona rosalega vel kemst ég ekki hjá því að kaupa af ykkur bol!!! Ég óska ykkur innilega til hamingju með sigurinn og vona að þið komið heilir heim.
Kveðja, Ingibjörg
E.s.: Vona að fleiri taki upp budduna og styðji leiðangurinn

Frrrááábæææærrrrrrrrrt. Til hamingju. Skilið kveðju til Kathmandu.
Kveðja. Salbjörg

Ekki úr vegi að minnast ljóðs Tómasar Guðmundssonar:

Hreykja sér á hæsta steininn.
Hvíla beinin.
Ná í sína nestistösku.
Nafn sitt leggja í tóma flösku.
Standa aftur upp og rápa.
Glápa.
Rifja upp
og reyna að muna
fjallanöfnin:
náttúruna.

Kveðja.
Ársæll Valfells

Heillaóskir! Ekkert getur stöðvað ykkur!
Siggi Kon. og Hörður Sig., HSSK.

Og allir komu þeir aftur
Elín Sigurðardóttir

Góðir!
Til hamingju með frábæran árangur.
Snorri H.

Til hamingju.
This is fantastic we are thrilled for all Icelanders where ever they are. I knew they would do it.
Bless.
Berta Asgrimsdottir Stanick.

Íslendingar fylgjast stoltir með afreksför ykkar. Hún mun lengi í minnum höfð. Ég sendi ykkur bestu hamingjuóskir. Þjóðin mun fagna heimkomu ykkar.
Ólafur Ragnar Grímsson
forseti Íslands

Ágætu Everestfarar.
Sendi ykkur innilegar heillaóskir í tilefni af því að þið komust á toppinn. Þetta er mikið afrek.
Kveðja
Björn Bjarnason

Køben, 21.5. 1997 kl. 11.55
Það er óhætt að segja að þjóðarstoltið hafi vaxið upp úr öllu valdi þegar ég las hér á heimasíðunni að þeim Birni, Hallgrími og Einari hafi tekist að sigra hæsta tind heims, sjálfan Everest. Gott ef ekki runnu tár. Ég held að þessi dagur verði í minnum manna rétt eins og þegar um aðra stórviðburði er að ræða. Þannig verður spurt: Hvar varst þú þegar þeir Björn, Einar og Hallgrímur stigu á tind Everest? Eftir að vera búinn að fylgjast með þeim félögum síðan þeir hófu ferðina finnst mér ég vera staddur með þeim á tindinum. Þeir félagar hafa vafalaust stungið íslenska fánanum á tindinn, og þar fær hann að skarta sínu fegursta. Ég er svo stoltur. Ef ég væri auðkýfingur myndi ég gefa þeim milljónir, en það er ég ekki svo ég gef þeim bara mínar bestu hamingjuóskir. Nú óskum við þeim alls hins besta á niðurleiðinni.
Til hamingju góðir Ìslendingar, nær og fjær.
Haukur Jónsson
Kaupmannahöfn

Jibbí, húrra, vei, bravó.
Með tána á toppnum,
skítkalt á kroppnum,
með höndum loppnum,
er íslenski fáninn reistur á toppnum.
Til hamingju, Halldór Jökull.

Óska ykkur til hamingju með þennan frábæra árangur. Fátt hægt að segja meira af hrifningu annað en: Toppmenn.
Kær kveðja HSSÍ

Sælir drengir og til hamingju með áfangann. Við félagarnir Haraldur og Jonki í Kaupmannahöfn. Óskum ykkur hjartanlega til hamingju og erum vitanlega mjog stoltir af ykkur. Vid biðjum kærlega að heilsa ykkur öllum en þó sérstaklega Birni Ólafs.

Kveðja, Halli, Pala og Jonki

Til félaga okkar á Everest
Innilega til hamingju með sigurinn og gangi ykkur vel á niðurleiðinni. Hugur okkar allra hefur verið með ykkur þessar vikur og verður það á niðurleiðinni einnig.
Félagar ykkar í HSSK

Mig langar til að óska Everest förum til hamingju með það að vera komnir á topp veraldar og gangi þeim vel niður.
Kveðja Ingi Már

Til hamingju strákar með að ná toppi heimsins. Með von um farsæla heimkomu.
Ásgeir Jóhannsson, Akureyri

Til hamingju strákar … skipti … líka dalbúarnir Hörður og Jón … skipti … þetta virðist hafa gengið allt upp … skipti … þó að áætlanir þurfi að endurskoða reglulega … skipti … vonandi bíður ykkar viskítár niðrí dal … skipti … þið eigið það skilið … skipti … skipti … Sveinki í Felli

Til hamingju strákar, þið eruð hetjur dagsins. Góða ferð heim.
Kveðja, Íris Halla á Akureyri.

Til hamingju með „Toppinn" strákar og gangi ykkur einnig vel niður. Það er allveg hreint „geggjað" að þetta skyldi takast. En strákar … hvernig er það, hver náði hæst upp? Náði Björn Ó. að teygja sig hæst?
Enn og aftur til hamingju með árangurinn.
Með baráttu- og fagnaðarkveðjum frá Almennu verkfræðistofunni hf.

Everestfarar.
Frábær árangur! Hamingjuóskir. Sendum ykkur bestu óskir um góða heimkomu frá Rangárvallahreppi.
Kveðja, Óli Már Aronsson, Hellu.

Glæsilegt drengir
Nú slá Íslendingshjörtun okkar af stolti, nú er bara að klára „Júggana" í fyrramálið úti í Kumamoto svo við springum úr gleði.
Góða ferð heim
Kveðjur frá okkur í Greiðsluþjónustu Íslandsbanka,
Ragna, Harpa, Erla og Raggý

Til hamingju með að hafa sigrast á Tindinum.
Bjarni H. Magnússon

Til allra leiðangursmanna!
Til hamingju með það að vera fyrstu Íslendingarnir sem komast á tind Everest. Vonandi á þetta eftir að halda áfram og fleiri Íslendingar eftir að komast á tindinn.
Aftur til hamingju!
Kveðja, Kjartan Ólafsson
Björgunarfélagi Vestmannaeyja.

Til hamingju strákar.
MM

Spennan er í hámarki, maginn í hnút og ég get ekki sofnað. Baráttukveðjur til ykkar allra. Þið eruð hetjur dagsins.
Íris Halla á Akureyri

Fræknir Everest-farar:
Frábær árangur, til hamingju!! Það var einstakt að heyra frá ykkur í beinni útsendingu á RÚV í morgun.
Sesselja Árnadóttir

Velkomnir á toppinn. Við óskum ykkur ánægjulegrar og umfram allt öruggrar heimkomu. Bestu kveðjur að vestan.
Starfsfólk Bakka hf. Bolungarvík.

Til allra leiðangursmanna og fjölskyldna þeirra!!
Til hamingu með frábæran árangur og til hamingju með það að vera fyrstu Íslendingarnir sem komast á tind Everest. Þið hafið staðið ykkur frábærlega og eruð landi okkar til sóma. Óska ykkur góðrar heimferðar og gangi ykkur vel í framtíðinni.
Kveðja, Kjartan Ólafsson, Emma Sigurgeirsdóttir Vídó og Óli Lár.
Björgunarfélagi Vestmannaeyja.

Kæru ferðalangar.
Við óskum ykkur innilega til hamingju með þennan stórkostlega árangur með að hafa náð toppinum. Ég hef nú reyndar ekki mikið fylgst með ykkur en pabbi minn hefur það og er hann mjög stoltur af ykkur sem ég er nú lika. Gangi ykkur vel á heimleiðinni.
Kveðja, Gísli Reynisson og Reynir Sveinsson
Sandgerði

Til hamingju með árangurinn! Gangi ykkur vel á leiðinni niður. Baráttukveðjur
Guðmundur Freyr Jónsson
gfj@vortex.is

Til hamingju með Toppinn og góða ferð heim.
Árni Friðriksson Bj.sv. Ingólfs.
Es.: Einar Bjössi og Arna skila kveðju frá Kagså

Óska ykkur öllum til hamingju með árangurinn, maður hlýtur að spyrja hvernig er að ná svo hátt að ekki verður um bætt!
Aftur til hamingju
Gunnar Jónatansson

Hæ strákar.
Loksins! Íslendingar á toppi Everest, touch the sky boys:) Kveðjur frá mér og krökkunum mínum.
Gubbi

Sælir og til hamingju með sigurinn.
Sérstaklega vill dóttir mín, Hlín senda ykkur kveðju. Hún er bara 4 ára en hefur fylgst með allan tímann. Hún sagði er hún heyrði fréttirnar: „Í dag ætla ég að horfa á fréttirnar í sjónvarpinu pabbi, pabbi."
Þórhallur og Hlín.

Til hamingju með árangurinn. Frábært. Gangi ykkur vel niður af fjallinu.
Björgvin Óskar
Vegagerðin, Borgarnesi

Drengir góðir. Til lukku með áfangann, megi niðurleiðin ganga að óskum og öll mattarvöld með ykkur nú sem aldrei fyrr.
Björn
Es.: Næst er það svo Himmelbjerget.
Bið að heilsa.
Gunnar Páll Jónsson

Til hamingju með árangurinn!!!!
Nú hljótið þið hér eftir að vera kallaðir „strákarnir okkar" eins og þegar landsliðinu gengur vel ... eða þannig. Ég vissi að Hörður myndi leiða ykkur áfram á gamla bekkjarmóralnum ... ekki satt Hörður??
Frábær árangur - Til lukku.
Bjössi Hilmarss., Garðabæ.

Frábær árangur hjá ykkur. Gangi ykkur vel á niðurleiðinni.
Eldsmiðurinn, Hornafirði

Til hamingju strákar! Komið heilir heim. Einar, stelpurnar hafa verið mjög spenntar að fylgjast með og það var gaman að vekja þær í morgun með gleðifréttum af ykkur.
Gunna og Bjarni, Sporðagrunni 16

Við hjónin sendum ykkur einlægar hamingjuóskir með stórkostlegan árangur. Gangi ykkur ætíð allt í haginn.
Arnþór Helgason og Elín Árnadóttir hjólreiðafíklar

Everestfarar.
Þad er stór stund fyrir íslensku þjóðina að eiga okkar fulltrúa á hæsta fjalli heims Everest. Við erum stoltir af ykkur að hafa geta látið drauminn rætast að komast á hæsta tind veraldar. Við óskum ykkur góðrar ferðar niður.
Kveðja, áhöfnin Skutli IS 180

Við öll hér í LUX höfum fylgst grannt með, enda litið til norðursins og sent hugskeyti, er flogið var yfir Indland. Til hamingju með árangurinn, og gangi ykkur vel niður.
Brynjar Þórðarson, Cargolux.

Stórkostlegur árangur strákar. Þið eruð gjörsamlega óstöðvandi. Góða ferð heim.
Siggi Sig. HSSK

Hamingjuóskir og baráttukveðjur frá Hvolsvelli.
Guðmundur Svavarsson

Frábært, stórkostlegt, æðislegt … Innilega til hamingju strákar.
Komið heilir niður.
Arnór, Þýskalandi

Fórnuðum nætursvefninum til að fylgjast með ykkur. Klukkan er núna 3.30 og enn ekki neinar fréttir síðan á miðnætti. Bíðum með öndina í hálsinum!
Siggi og Erla HSSK.

Mínir menn - gangi ykkur vel á niðurleið. Munið að þið hafið sigrað fjallið en það hefur enn tækifæri á að jafna.
Haraldur Diego

Til hamingju strákar.
Ég hafði alltaf trú á því að eftir hæðaraðlögun væri náð, væri ekkert sem stöðvaði ykkur nema veðrið á leið á toppinn og hafið þið nú sýnt fram á það. Að þið skulið standa þarna á toppnum allir saman er stórkostlegt og að hlusta á ykkur tala frá toppinum í útvarpinu var skondið (sérstaklega þegar þulurinn þóttist skilja Björn er hann talaði í gegnum grímuna). Gangi ykkur niðurferðin vel og farið varlega.
Kveðja, Rikki

Til hamingju með þetta glæsilega afrek. Þið hafið skráð nöfn ykkar á spjöld sögunnar, 21. maí verður héðan í frá ykkar dagur og afreksins minnst um ókomna tíð.
Hver vegur að heiman er vegurinn heim, óska ykkur góðrar heimkomu.
Magnús Einarsson

Baráttukveðjur, nú er um að gera að flýta sér hægt bæði upp og niður. Taka bara eitt skref í einu.
Vorkveðjur frá Egilsstöðum.
Marinó Már

Sit hér og fylgist með fréttum af för ykkar, svo sem allir Íslendingar. Gangi ykkur vel og ég vona að markinu verði náð í nótt.
Baráttukveðjur,
Ólafur J. Straumland

Ho Ho.
Baráttukveðjur, fræknu goð og skátar, Við játum hér með að það er satt að við höfum tekið ykkur í guða tölu, Einn okkar hefur staðið fyrir stofnun aðdáunarklúbbs ykkur til dýrðar eins og allir hinir. Gangi ykkur vel.
Bjössi, Raggi og Árni Skjöldungar.
E.s.:, Og á meðan ég man, hinir í félaginu biðja að heilsa.

Strákar! Snertið himinninn fyrir mig. Kær kveðja.
Hörður, Ak.

Well wishes and good scaling up to the top of the world. Prayers are with you.
Bryan Baker, Connecticut,USA

Sælir garpar. Ég heiti Friðjón 12 ára og er áhugamaður um útivist og fjallamennsku ég hef fylgst með ykkur frá byrjun vonandi gengur ykkur vel á endasprettinum og að íslenski fáninn muni blakta á toppnum fyrr en síðar, verið velkomnir heim.
Kær kveðja frá Dalvík.
Friðjón Árni Sigurvinsson.

Hey strákar!
Við heyrðum í ykkur í fréttunum og heyrðum að þið urðu frá að hverfa en látið ekki deigan sígan því eins og máltækið segir þá er fall fararheill.
Baráttukveðjur frá Akureyri,
Erla, Helga og Þorberg

Komið sælir drengir. Þetta er í þriðja sinn sem ég sendi ykkur línu. Ég var að lesa það að þið væruð komnir upp í búðir 4 að mig minnir. Ég vona að þið fáið gott veður til að komast á tindinn. Ég vil einnig þakka ykkur fyrir skemmtilega pistla sem þið sendið. Svo vona ég að ykkur gangi vel bæði upp og niður og komið heilir heim til Íslands.
Stefán B. Heiðarsson

Kveðja úr Kópavogi
Nú þegar þið eruð að leggja af stað í síðasta og erfiðasta áfangann viljum við senda ykkur bestu kveðjur úr Kópavogi. Að sjálfsögðu væri gaman að Kópavogsbúi kæmist á Everesttindinn.
Gangi ykkur vel.
Birna Bjarnadóttir
Haukur Ingibergsson

Við hér á heimilinu fylgjumst vel með ferðalagi ykkar á tindinn. Gangi ykkur vel og farið varlega. Útsýnið hlýtur að verða stórfenglegt.
Landar ykkar í Garðabæ,
Einar Björgvin og Kristborg.

Ég heiti Sunna og er 9 ára og ætla að senda ykkur kveðju. Ég sendi ykkur mjööööög miklar og feitar kveðjur og ég ætla að óska ykkur góðrar ferðar upp á tindinn.
Kveðja, Sunna.

Halló strákar nú er að taka á því með promp og prakt upp á tindinn.Gangi ykkur vel.
Stebbi 12 ára.

Hæ.
Gaman að fylgjast með hvernig ykkur gengur. Þad er langur vegur á milli þar sem ég er á botni heimsins í Ástralíu og þar sem þið eruð á toppi heimsins.
Kveðja, Bjarki

Við sitjum hérna 2 saman og sendum þessar línur. Frábær árangur og á eftir að verða betri. Það verður frábært að sjá myndir af ykkur á toppinum og að íslenski fáninn fá að blakta á hæðsta tindi veraldar. Komið heilir heim.
Baráttukveðjur, Óli og Sigfús

Sælir félagar.
Hér hjá Skjöldungum er fylgst með ykkur daglega á netinu þrátt fyrir að allt birtist þetta í Mogganum. Frestun á ferð ykkar upp á toppin varð þess valdandi að sumir dróttskátar (sem hafa tekið ykkur í goðatölu og hengt úrklippur um ferð ykkar á veggina hjá sér) gátu farið með Lamba á Heklu nú um helgina. Starfsmaðurinn okkar neitar að segja annað en fallegar sögur úr skátastarfi ykkar. Við sendum okkar bestu kveðjur og vonum að þið náið heilir heim af toppnum.
Skátafélagið Skjöldungar, skjoldur@islandia.is

Hæ, við hér í Tölvukjörum fylgjumst náið með ykkur.
Við sendum ykkur alla okkar orku nú fyrir lokaáfangan. Gangi ykkur vel og munið að það er „kalt á toppnum"
Kveðjur, tolvukjor@itn.is

Sælir félagar
Ég sendi ykkur hér með hinar mestu baráttukveðjur og óska ykkur alls hins besta í baráttunni við Everest. Og Bjössi, ef þú lofar að koma heill heim og þá skal ég fyrirgefa þér fyrir að hafa platað mig og hina ylfingana út á hálan og ótraustan ís Elliðavatns hér um árið. Og ég skal meira að segja líka fyrirgefa þérr fyrir að hafa platað okkur stórhættulegt ísklifur með engar ísaxir. Og ef þetta er ekki næg ástæða fyrir þig þá skal ég líka hætta að minnast á stærðfræðibókina sem ég lánaði þér hérna um árið.
Gangi ykkur allt í haginn.
Jörundur

Hæ strákar!
Við hjónin höfum fylgst grannt með ferð ykkar upp fjallið og haft mjög gaman af greinum ykkar í Morgunblaðinu.
Við hugsum til ykkar nú þegar endaspretturinn nálgast, gangi ykkur vel.
Guð veri með ykkur.
Delia Howser og Hörður Magnússon,
Hafnarfirði.

Hæ, strákar.
Ég er 6 ára strákur sem hefur verið að fylgjast með ykkur. Ég hef mikinn áhuga á allskonar fjallamensku eins og ísklifri o.fl. Ég vona að þið komist á topinn og passið ykkur á snjóskrímslinu.
Ég vona að ég eigi einhverntímann eftir að hitta ykkur af því að þið eruð fyrirmyndin mín.
Heimilisfangið á vefnum hjá mömmu er helga@eyjar.is
Gangi ykkur vel.
Villi.

Hæ, þið þarna uppi.
Ætlaði bara svona að senda ykkur smá baráttukveðjur. Vonandi tekst ykkur að komast alla leið upp og niður aftur. Ég hef fylgst með ykkur frá upphafi og tel ykkur vera að gera vinna afrek fyrir litlu sætu þjóðina okkar.
Kveðja:
Steina, Hveragerði.

Sælir félagar,
Við hjá Foldu óskum ykkur góðs gengis.
Foldufólk

Guð og lukkan verði með ykkur og góða heimkomu.
Árni og fjölskylda
Akureyri.

Sælir.

Hvað eigið þið við þegar sagt er að nú standi flest tjöld á annarri hæð sem tjaldað var á þeirri fyrstu? Bara forvitinn!
Kveðja, Bolli
Es. Íris biður að heilsa.

Svar:
Sæll.
Snjórinn í kringum tjöldin er farinn að bráðna en ekki undan tjöldunum þannig að það myndast hólar þar sem tjöldin standa.
Everest kveðjur.

Halló ævintýragarpar :)
Við erum búnir að skoða síðuna og fylgjast með í fjölmiðlum um ferðir ykkar á topp jarðar. Og alltaf nálgist þið tunglið meir og meir.
Gangi ykkur sem allra best á Everest (VÁ rímar).
Ps. Oft fellur fjallgöngumaður í góðan jarðveg ... smá grín.
Kveðja, Ólarnir

Ég hef verið að fylgja með í dagbókinni ykkar og, samkvæmt veðrinu, eigið þið kannske tíma til að lesa stutt skilaboð fra Kanada. Ég skrifaði í gestabókina ykkar um daginn en ekki klárt að þið náið að lesa þær greinar á næstunni.
Ég er bóndi á nýja íslands svæði í Manitoba fylki, fann netfangið ykkar í Lögberg-Heimskringlu. Ótrúlegt að hugsa sér að hægt sé að eiga samband við ykkur hátt uppi á Everest. Mér langar aðeins að óska fyrir ykkur betri veður þannig að þið náið upp í topp áður en langt um líður. Sigri ykkar verður mikið fagnað hér sem annars staðar.
Með hlýjum kveðjum,
David Gislason,
„Svaðastöðum"
Arbrog

Kæru félagar,
Við óskum ykkur góðs gengis á síðustu metrunum. Stoltið streymir um æðarnar. Vonandi mun fáninn blakta þar sem hann á heima.
Megi Guð vera með ykkur og styrkja.
Fyrir hönd kófsveittra sálfræðinema í próflestri.
Fjölvar Darri Rafnsson
Matthías Þorvaldsson
Sveinbjörn Kristjánsson

Við á Tygelgatan 26 í Linköping Svíþjóð óskum ykkur góðrar ferðar upp á toppinn og ekki síður niður aftur.
Fylgjumst með ykkur og hugsum til ykkar.
Góðar kveðjur frá Unu og Einari Búa.

Baráttukveðjur.
Heiða FBSR

Við erum hér 2 úr Sandgerði, sem höfum fylgst með ykkur og erum ánægðar með þann árangur sem þið hafið náð. Eina almennilega fjallið sem við sjáum úr Sandgerði er Keilir sem er 328 m, við höfum ekki farið þar upp (en langar það mjög mikið).
Kær kveðja og gangi ykkur vel.
Ása og Sigríður

Dear Hallgrimur & Hordur
Love from everybody in Jerusalem, we wish you a safe and good climb We wil keep updating through the Internet.
Good luck
Asa & Cris Gudnason
Edda & Yarom Vardimon
Dror Vardimon

Gangi ykkur vel á endasprettinum drengir. Nú er bara að taka vel á því. Með kveðju,
Ungmennafélagið Wartan B.C.

Baráttu- og bjartsýniskveðjur frá okkur hér í Gautaborg.
Við hjá Íslenska útvarpinu í Gautaborg höfum fylgst með leiðangri ykkar á hið mikla fjall og vonum að veðurguðirnir verði ykkur hliðhollir, ekki veitir að, að allir hjálpist að.
Við hér í Gautaborg erum viss um að allt eigi eftir að ganga ykkur í haginn hér eftir.
Á toppinn skulum við ná.
Guð blessi ykkur alla.
Kveðja, Þorsteinn Sigurðsson og allir hinir á útvarpinu í Gautaborg.

Við Suðurameríkufararnir höfum fylgst með ferðum ykkar frá upphafi og finnum til lofthræðslu. Við vonum að þið náið settu marki og verðið fyrstir Íslendinga á toppinn. Einn félaginn er farinn að þreifa fyrir sér á öðrum toppum og renna sér í aðra dali, (no name).
Félagar úr Tækniskólanum, (Mikki og Þór)
Leó biður að heilsa!
Ps. May the force be with you!

Sælir félagar, mér var bent á að senda ykkur baráttuskeyti (sjá neðar) og datt mér þá í hug notfæra mér skeytaþjónusta skátanna (eins og var alltaf við fermingarnar í gömlu góðu daga), en það er kannski að bera í bakkafullann lækinn að senda fleiri skáta þarna uppeftir?
Hvenær á svo að kýla á toppinn?
Ylfingarkveður (komst aldrei hærra í metorðastiganum),
Agnar.

Sælt veri fólkið,
Það má með sanni segja að það hausti snemma þetta sumarið! Þess vegna er nauðsynlegt að klæða sig vel og þá er tilvalið að renna við í Skátabúðinni og smella sér á vandaðan T-bol með merki Everestleiðangursins. Bolurinn kostar aðeins kr. 1.500 og rennur öll upphæðin til leiðangursins og veitir þeim félögum víst ekki af. Ég veit að við erum með þeim í anda en nú er tækifæri til að sýna þann stuðning í verki með því að fá sér boli á alla fjölskylduna.
Þessir strákar eru til fyrirmyndar fyrir okkur Íslendinga.
Sýnum þeim í verki að þeir séu okkar menn!
Skátakveðjur,
Örn.
P.s. Svo ættuð þið endilega að senda þeim baráttuskeyti. Netfangið er hssr@isholf.is

Ég sit hér á bóndabæ í nýa Íslandi að lesa dagbók ykkar, en ég fann netfángið í Lögberg-Heimskringlu í dag. Þetta er mikið ævintýri sem þið hafið lagt út í, ekki laust við erfiðleika. Ég óska ykkur til hamingju með þetta og trúi að þið sigrið!
David Gislason
„Svaðastöðum"
Arborg Manitoba

Hæ, ég heiti Víddi og er frá Grenivík. þið eruð búnir að standa ykkur vel.
Sælir fjallakappar og til hamingju með árangurinn sem þið hafið þegar náð. Ég er hreykinn af því að fá að fylgjast með ykkur hér á netinu sem samlandi ykkar. Reyndar trúi ég því að öll þjóðin standi með ykkur og sendi ykkur styrk sinn. Maður hittir orðið hvergi aðra manneskju án þess að um ykkur sé rætt. Ég bið Guð að halda sinni verndarhendi yfir ykkur og sherpunum ykkar sérstaklega nú næstu daga þegar þið stefnið á og síðan standið á toppnum.
Guð blessi ykkur fjallakappa,
Finnbjörn.

Við erum hérna tveir, tengdapabbi og ég. Ég var að enda við að sýna honum síðuna ykkar á netinu. Hann er voða hrifinn og sendir ykkur baráttukveðjur á tindinn. Ég líka!
Kristófer og Óskar
E.s. Takið nú á því strákar, þið getiða', ekki láta neitt snjóföl aftra för. Ekki gerum við það.

Hæ! Vinsamlega komið bestu baráttukveðjum til strákanna frá okkur Dalbúum. Við ætlum að koma saman nokkrir um helgina hér heima og skoða greinarnar o.fl. sem eru á netinu og það má slá því föstu að við munum fá skola niður amk. einni 'sixpack' fyrir hvern ykkar í íslenska hópnum! Við verðum því örugglega á 'toppnum' um miðnættið!!
G. Palsson

Ég er 10 ára strákur og hef verið mikið fyrir hjálparsveitina. Mér finnst gaman að fylgjast með ykkur og gangi ykkur vel á tindinn.
Kær kveðja frá Magnúsi.

„Oft fellur fjallgöngumaður í grýttan jarðveg." Við skulum nú vona að það verði annað uppi á teningnum hjá ykkur. Gangi ykkur vel.
Pálmi Másson
Bjsv. Fiskakletti.

Til hamingju strákar,
Það að vera búnir að sigrast á hæðar aðlögun og að vera lausir við öll veikindi er nú afrek út af fyrir sig.
Mér þykir gaman að heyra (lesa) á vefnum hvernig fjarskiptabúnaður ykkar hefur lukkast vel og er ekki að spyrja að því að þegar íslendingar eru annarsvegar þá vekur tækjabúnaður þeirra athygli. Alltaf skulum við hafa það besta og nýjasta af öllum græjum.
Jæja, gangi ykkur vel á fimmtudag til sunnudags og verður gaman að sjá (heyra) hvort ykkur tekst að tala heim frá toppinum.
Kveðja,
Rikki
P.s. Hallgrímur, hvenar kemur ÍSALP blaðið út, varst þú ekki að vinna í því?

Gangi ykkur vel með tindinn.
Anton Heiðar

Kæru Mount Everestfarar,
Ég undirritaður, sem nýlega er genginn í Íslenska Alpaklúbbinn, hef af miklum áhuga fylgst með öllum upplýsingum um ferð ykkar á heimasíðu Morgunblaðsins á Internetinu.
Daglega er beðið fyrir ykkur og ferð ykkar, að hún megi heppnast, að þið komist heilu og höldnu á tind Mount Everest og síðan heilu og höldnu til baka heim til Íslands.
Úr bók bókanna, Biblíunni, langar mig til að minna á eftirfarandi fyrirheit sem er að finna í bók Jesaja spámanns 40. kafla og 28. til og með 31. versi: " ... Drottinn er eilífur Guð, er skapað hefir endimörk jarðarinnar. Hann þreytist ekki, hann lýist ekki, speki hans er órannsakanleg. Hann veitir kraft hinum þreytta og gnógan styrk hinum þróttlausa. Ungir menn þreytast og lýjast, og æskumenn hníga en þeir, sem vona á Drottin, fá nýjan kraft, þeir fljúga upp á vængjum sem ernir. Þeir hlaupa og lýjast ekki, þeir ganga og þreytast ekki."
Bið Drottin að blessa ykkur ríkulega.
Guðmundur E. Erlendsson.

Sælir strákar,
Það er gaman að heyra að allt gengur vel og ég óska ykkur góðs gengis á leiðinni upp - vonandi verður útsýnið gott af toppnum.
Sjáumst!
Keli á AUK

Sælir. Ég heiti Hafsteinn og er félagi í HSSÍ Ísafirði. Ég hef fylgst með frá byrjun, keypti bol til styrktar leiðangrinum og er á fullu að reyna selja sem flesta.
Ég er á netinu á hverjum deigi að fá nyjar fréttir. Vonandi gengur ykkur sem best
Hafsteinn.
Ps. Klifurhópurinn biður að heilsa.

Þetta virðist ekki ætla að vera neinn „hægðar"leikur en ykkur tekst þetta samt. Við hugsum til ykkar, fjallhress að vanda.
HRÓ.

Hæ, klifurgarpar, gleðilegt sumar!
Hvernig líður ykkur? Á hverjum þriðjudegi fylgjumst við með ykkur í tíma hjá Gunnsteini. Við komum oft með fréttir af ykkur í tíma, lesum þær fyrir bekkinn og hengjum þær upp á vegg. Við samhryggjumst ykkur vegna láts breska leiðsögumannsins. Við óskum ykkur til hamingju með þann áfanga sem þið hafið náð. Vonandi gengur ykkur sem best að ná settu marki upp á tind Everest. Vonandi getið þið komið í heimsókn til okkar þegar þið komið aftur til Íslands.
Kær kveðja frá nemendum í 6-J.
Arnór, Erna, Eva María, Grétar Örn, Guðrún Edda, Helen Ósk, Jóel Manuel, Jóhann Torfi, Jónas, Lea, Margrét, Óskar Páll, Sígríður, Sigrún Arna, Sigurlaug, Svanhildur, Tinna, Jóhanna Pálsdóttir kennari.

Sælir strákar. Hef nánast ekkert að segja nema mjög góða rest. Maður getur enganveginn gert sér grein fyrir aðstæðum þarna uppi. ( Þó maður hafi verið í jeppaferðum á miðhálendinu stundum í svarta byl.)
Gunnar Árnason.

Sendi mínar bestu baráttukveðjur til þremenninganna með von um að markmiðið langþráða náist.
Hafsteinn Már Einarsson
Reykjavík

Sælir, nú.

Gangi ykkur sem allra best kæru landar, hér heima fylgjast allir með ykkur, segja má að þið séuð „sómi Íslands sverð og skjöldur" um þessar mundir svo maður sé svolítið þjóðlegur.
Kveðja,
Guðni Gunnarsson

Ef einhver getur þetta þá er það „Einar brjálaði" eins og hann var kallaður í Laugalækjarskóla hér í gamla daga. Bestu óskir um gæfuríka för.
Laugarnesbúi (Arnar Tryggvason)

Hi there
Just a short note to wish you guys the best of luck! It's great following your expedition on the net. Keep up the good work. All the best from the Swiss alps.
Kristján B. Tómasson

Óska ykkur góðs gengis.Vonandi er heilsan komin í lag og Khumbu ísfossinn ekki verri en hann er sagður. Farið gætilega og gangi ykkur vel.
Guðmundur Pétursson

Sælir piltar,

Það er gaman að heyra hvað ykkur gengur vel. Toppafiðringurinn er eflaust farinn að gera vart við sig en munið að fjallið lifir okkur. Ég vona að fiskurinn endist ykkur, annars verður að senda ykkur meiri! En vitið hvernig hann bragðast best? „Turt spik, heit eplir og kalt smör ella garnatálg verður havt afturvið." Og vitið hvernig hann er búinn til? „Góður smáfiskur, ið er kruvdur og greipaður, verður hongur upp í hjallin. Fær hann bráðan terra og hongur nóg leingi, er hann góður at buka og eta sum turrur fiskur."
Eitt tár fyrir fjallaguðinn. Bestu kveðjur.
Salbjörg Óskarsdóttir

Gangi ykkkur vel
Takk fyrir að leyfa allri þjóðinni að fylgjast með ykkur!
Jón Ólafsson og fjölsk. Kleifarsel 33

Bestu baráttukveðjur til Einars og ykkar allra.
Sjóflokkur HSSK.

Sælir göngugarpar!!!
Ég heiti Kjartan og er i ljósmyndurnarnámi í Finnlandi. Ég er búinn með 3ár af 3 1/2 og á bara eftir lokaverkefnið en síðasta 1/2 árið fer í það. Þannig er í pottinn búið að ég er á leiðinni til Nepal í lok maí og verð þar í mánuð. Ég ætla mér ekki nein stór verk í fjallaklifri hvað þá að brölta upp Everest. Ég ætla mer að ferðast milli smáþorpa og taka portrettmyndir af íbúum Nepals (að minnsta kosti sumum).
Það væri gaman að fá upplýsingar um hvert er best að snúa ser til að ráða sér góðan leiðsögumann sem gæti túlkað mál innfæddra yfir á ensku. Ég hef lesið í Lonely planet bókinni um Nepal að það sé erfitt að finna leiðsögumenn sem eru tilbúnir að hjálpa við burð á farangri en þó ekki ómögulegt. Ef þið hafið einhverjar upplýsingar og tækifæri til að svara mér þá væri ég afar þákklatur.
Vonandi gengur ykkur vel og þið komið auðvitað heilir heim!
E.S.: Ég vonast til að komast til Khatmandu síðustu vikuna í maí, það væri gaman að vita hversu lengi þið verðið þarna og hvenær þið komið til Khatmandu.
Kjartan Einarsson
oskar@eldhorn.is

Gangi ykkur vel. Þið getið þetta.
Ásbjörn Jónasson.

Sælir, Ég hef verið að fylgjast með ykkur og mér finnst frábært hvernig þetta hefur gengið nema veikindin sem vonandi fara að lagast. Ég vona að þið getið klárað það sem þið ætlið ykkur og flýtið ykkur hægt því það er betra að vera lengi og komast en að flýta sér og komast ekki. Gangi ykkur vel. Kveðja,
Davíð Hafstein

Gangið ykkur vel strákar. það er frábært að geta fylgst með þessu á netinu.Frábær hugmynd. Þið standið ykkur eins og hetjur. Vonandi komist þið alla leið.
Með kveðju,
Bobby Lee

Sælir fjallgöngugarpar.
Við í átta ára bekk ÞÞ í Vogaskóla erum alltaf að tala um ykkur og fylgjast með ykkur. Gangi ykkur vel.
Tómas Auðunn Þórðarson

Sælir drengir !
Við Urriðamenn erum að kíkja á síðuna ykkar í fyrsta sinn og höfum gaman af, við óskum ykkur alls hins besta í þessu verkefni og hlökkum mikið til að sjá myndir af ykkur á toppnum.
Kveðja,
Veiðifélagið Urriðinn.

Sælir drengir.
Það er búið að vera gaman að fylgjast með ykkur á slóðinni ykkar. Ég kíki þangað á hverju kvöldi með þá von í brjósti að ykkur gangi allt í haginn. Pistlarnir ykkar eru skemmtilegir og vel skrifaðir, haldið því áfram. Svo vona ég að ykkur gangi allt vel á leiðinni upp og niður aftur. Komið heilir heim aftur til Íslands.
Kær kveðja frá Íslandi,
Stefán B Heiðarsson.

Gangi ykkur alt í haginn
Árni Jónsson, tólf ára.

Kæru leiðangursmenn:
Mig langar til að óska ykkur góðs gengis upp tindinn. Vonandi batnar ykkur sem fljótast og sigrið tindinn af mikilli guðs náð og komið heilir til baka. Þótt að þið komist upp á topp þá er ekki þar með sagt að ferðin sé búin, onei. Þá hefst síðari hálfleikur því það á eftir að komist niður og að lokum: Take it away garpar.
Siggi Bo

Sælir strákar. Það er fylgst með ykkur í fréttum. Ég er nýr á internetinu og kann ósköp lítið. Það var aðeins fyrir tilviljun að ég sá nafnið Everest, og prófaði það. Ég óska ykkur góðs gengis - þið sigrið gyðjuna.
Kveðja,
Einar Björnsson

Ég get ekki annað en dáðst að afreki ykkar. Vona bara að ykkur gangi vel.
Henrý, Ísafirði

Kveðja frá Selfossi
Halló, ég er 12 ára strákur á Selfossi og hef verið að fylgjast með ykkur í fréttunum og dagblöðum. Mér finnst það vera flott hjá ykkur að vera komnir svona nálægt tindnum og allt það.

Mig langaði bara að senda kveðju og óska ykkur velgengni á toppinn.
Sindri Þór Hilmarsson.

Kæru Mount Everest farar,
Vonandi fer heilsa ykkar að batna svo ykkur takist að ljúka ætlunarverki ykkar. Þegar þessi kveðja er skrifuð höldum við hér heima upp á komu sumars í heldur kuldalegu veðri. Hér snjóaði í vikunni og væri það ekki fyrir krókusa og brum á trjám í görðum og einstaka hlýja daga, tryði maður því vart að hér væri að koma sumar.
Nýustu fréttir héðam eru þær að Páll Skúlason prófessor var kosin háskólarektor í gær og á Alþingi hefur verið fjallað um feiknafín kjör bankastjóra ríkisbankanna. Blessaðir farið varlega á áframhaldandi för ykkar. Ykkur fylgja góðar óskir um gott gengi.
Bestu kveðjur til ykkar allra og sérstakar kveðjur til Jóns Þórs frænda.
Ásta B. Þorsteinsdóttir

Við erum hérna nokkrir krakkar í Vín, sem stundum þýskunám. Okkur langar ad senda ykkur baráttukveðjur, Guð geymi ykkur.
Fyrir hönd Vinarbúa,
Arnar og Oddný

Hæ strákar!
Við frændsystkinin höfum verið að fylgjast með ykkur frá byrjun og teljum ykkur vera að vinna stórt afrek. Vonandi batnar ykkur af kvefinu.
Litli bróðir Steinu biður að heilsa „snjómanninum ógurlega".
Kær kveðja
Steina og Róbert.

Sendi ykkur öllum bestu óskir um gleðilegt sumar en í dag er sumardagurinn fyrsti hér á Fróni.
Baráttukveðjur frá stjórn og starfsfólki Landsbjargar. Við fylgjumst með ykkur af miklum áhuga.
Kveðja,
Björn Hermannsson
sms@est.is

Sælir!
Hvernig er annars veðrið þarna uppi . Það er heitt hér niðri. Ég væri til í að vera þarna uppi að kæla mig í þessu góða veðri. Bless, verð að fara, gangi ykkur vel.

Guðmundur í Kóp.

Hæ, hó, hí og hamagangur á hóli. Það er aldeilis að ykkur miðar áfram strákar. Ég las grein um leiðangurinn í Mogganum þar sem sagt var frá Japönunum. Ætlaði svo að vera sniðugur og skoða það sem er um ykkur á internetinu, en það er alltaf skrifað jafnóðum í Moggann. Ég vona að Einari og Hallgrími vegnist vel. Hlýtur að vera bömmer að veikjast, en auðvitað er við því að búast í þessari hæð og því auðvelt að smitast.
Ég var hjá Birni (ásamt Palla) í fjallamennsku 3 en er ekki enn búinn að fá niðurstöður úr prófinu. Reyndar hafa engir þátttakendur fengið neinar upplýsingar. Hvernig er það Bjössi, er þetta ekki á leiðinni?
Ég býð ykkur góðan daginn og vona að ykkur gangi allt í haginn því engum þarf að leiðast á Everest.
Örvar Arnarson, HSSK

Gangi ykkur vel á fjallinu og megi lukkan vera með ykkur!
Hjorleifur Hjalmarsson
hjorl@ismennt.is
http://akureyri.ismennt.is/~hjorl

Hæ, hæ og halló félagi. Allir hér í Árseli eru vinir og mjög svo hressir og óska þér góðs gengis og góða leið upp á fjall og niður aftur.
Óli frændi biður að heilsa ásamt öllum unglingunum í Árseli.

Það æsist sífellt leikurinn! Sitjum hér heima í hlýrri stofu við arindeld meðan þið „skríðið" upp klakabrynjað stálið! Vonandi batnar heilsan hjá þeim sem þjást af kvefi svo að þeir geti haldið áfram. Áfram Ísland! (Hér kemur vorið nú eins og klifrið hjá ykkur: eitt skref áfram og tvö afturábak, Tvö skref áfram og eitt afturábak o.s.frv., en fyrir rest kemur það!
Kær kveðja,
Villa, Ólafur, Sirrý og Friðrik Schram.

Við erum nokkrir nemendur í Tækniskóla Íslands sem höfum fylgst með ykkur og veikindum ykkar. Við vonum að sá ykkar sem er enn í slagnum komist upp á toppinn með Bretunum og hendið Japönunum niður.
Hressir nemendur úr Tækniskólanum
Ps. Vonum að þið náið ykkur upp úr veikindum.

Kæru landar á Everest. „Because it's there!"
Ég hef fylgst með ykkur af miklum áhuga. Everest hefur verið í miklu uppáhaldi hjá mér frá því í barnaskóla að maður lærði að það væri hæsta fjall heims. Kær kveðja og gangi ykkur vel.
Íris Halla á Akureyri.

Kveðja frá Gautaborg, Sviþjóð.og gömlum Garðbúa
Gangi ykkur vel. Eg veit ad tid komist upp
Inga Jóns.

Komið þið sælir og blessaðir strákar. Þið vitið ekkert hver ég er en ég er nýliði í hjalparsveit skáta í Kópavogi en er núna sem skiptinemi í Bandaríkjunum. Það er mjög gaman að fylgjast með ykkur og bíð ég mjög spenntur a hverjum degi eftir því að kíkja á ykkur á netinu. Ég óska ykkur góðs gengis og farið varlega. Vona að ykkur takist ætlunarverkið og komist a toppinn. Veri Guð með ykkur.
Hjalti Kristjánsson frá Wisconsin í U.S.A.

Ég var að heyra í ellefufréttum Sjónvarps rétt áðan að Birni hafi þá skömmu áður tekist að komast upp í fjórðu búðir. Frábært. Vonandi getið þið allir náð þeim áfanga og að lokum sigrað tindinn. Hér fylgir eitt erindi úr einum söngva séra Friðriks Friðrikssonar, en hann var hugrakkur og gafst ekki upp þótt hann mætti andstreymi:
Ei skal æðrast þótt liggi leið til fjalla,
og oss langt finnist upp á sigurtind
því vér leiðumst og látum engan falla
skært oss ljómar hin dýrsta fyrirmynd.
Yfir holt yfir hraun,
gegnum harðneskju og raun,
djarft vér göngum uns ljóma oss sigurlaun.
Mætti þetta einnig verða ykkar reynsla. Ég bið áfram fyrir ykkur!
Kær kveðja!
Friðrik Schram.

21. apríl 1997
Bjössi, Einar, Hallgrímur, Jón Þór og Hörður.
Við fylgjumst vel með ykkur hér á klakanum og erum spenntir að sjá hvernig ykkur gengur.
Við vonum að þið farið að ná ykkur upp úr þessum veikindum svo þið getið allir haldið saman áfram.
Miklar baráttukveðjur úr Árbænum.
Arnar Ástvaldsson og Kjartan Þorbjörnsson (TURBO).

Sælir drengir
Við hjá Subway í Danmörku sendum ykkur baráttukveðjur. Þó það fari ekki mikið fyrir fjöllunum hér í landi bauna þá hugsum við til ykkar.
Helgi Rúnar og co.

Óskum ykkur góðs gengis á feð ykkar á tindinn.
Ingibjörg og Kristjón Kolbens

Góðir leiðangursmenn
Ég er 9ára stelpa á Akureyri og hef verið að filgjast með ykkur. Mér finnst ótrúlegt að þið skulið getað klifrað svona hátt upp í Everest en þið eruð harðir og duglegir.
Vonandi náið þið að komast á toppin og heilir heim aftur.
Baráttu kveðjur,
Sandra Mjöll Jónsdóttir
Akureyri
Heilir og sælir félagar!
Við erum þrír félagar sem vorum að koma af árshátíð FH og datt í hug að athuga hvernig gengi. Sendum ykkur baráttu kveðjur með von um gott „gengi" upp hæðina sem reynist væntanlega vera fjall.
Kveðjur,
Siggi, Maggi og Kristinn.

Höfum fylgst med ykkur, spenntir. Vonum að allt gangi vel bæði upp og niður aftur. Ekki skemmir fyrir að í leiðangrinum sé Akureyrskt blóð. Sennilega hafa Súlur orðið fyrsti tindurinn til að klífa, og þá bæði Kerlingin og Karlinn. Pabbi minn á sitt nafn i vörðunni þar uppi, en ég held að hann leggi ekki i Everest. Hann lagði ekki í Kilmarjaro, um daginn, er við vorum a ferðalagi í Kenya. Vona að þið getið lesið þetta þó ekki sé íslenskt lyklaborð. Aftur bestu kveðjur og óskir til ykkar allra.
Hlynur Fannar Baldvinsson, 13 ára,

Hull, Englandi.

Sælir fjallamenn.
Þar sem við dveljum á Hveravöllum er okkur sérstaklega hugsað til ykkar. Verið er að leysa veðurvitana af en þau þurftu að skreppa til byggða yfir helgina. Hér eru bullandi vorleysingar og allt blátt. Nýjar ár í hverjum slakka og virkilegt vöðlufæri. Þvert á leið biður að heilsa ykkur öllum með baráttukveðjum.
Grímur, Harpa, Berglind og Arnar
Oddgeir, Ella og Sindri Snær.

Kæru Everestfarar.
Þetta er frábært hjá ykkur. Vonandi gengur ykkur vel. Við fylgjum ykkur í huganum. Guð veri með ykkur.
Baráttukveðjur frá starfsmönnum Blikkrásar ehf., Akureyri

Ég óska ykkur velfarnaðar við heillandi verkefni. Farið varlega. Það er gaman að fylgjast með ykkur á netinu og það gera margir hér á Íslandi. Nokkuð mikið er talað um leiðangurinn á meðal fólks og ég veit að þið eigið stuðning meirihluta þjóðarinnar.
Bestu kveðjur,
Baldur Ólafsson, Sóleyjargötu 15 Akranesi.

Heilir og sælir!
Ég er búinn að fylgjast náið með ferðalagi ykkar og líst vel á framgang mála. Eitt skref í einu leiðir ykkur á toppinn.
Við förum nokkrir félagar í „miniature" leiðangur á Hvannadalshnúk næstu helgi, smækkaða útgáfu af leiðangri ykkar. Tilgangurinn ferðarinnar er að senda andlegan styrk með háloftavindum til ykkar. Aðalbúðir verða við suðurenda Virkisjökuls, 2. búðir við norðurendann, 3. búðir á Kaffikletti, 4. búðir við Dyrhamar og 5. búðir neðan Hvannadalshnúks. Frá hnúknum munu ykkur berast kveðjur okkar. Við höfum enga jakuxa en hundurinn Hugó mun verða persónugervingur uxanna.
Gangi ykkur allt í haginn.
Halldór Jökull Kvaran og félagar

Mig langar að vita hvernig ykkur líður? Það er gaman að fylgjast með ykkur. Ég vona að ykkur gangi ferðin vel. Kær kveðja.
Emil Örn Morávek, Hornafirði. 9 ára að verða 10.

Hæ strákar !
Þetta er ekki nema 6 1/2 ferð á Ými.
Bestu kveðjur frá fólkinu í „Miðdal".

Kæru félagar.
Upp, upp upp á fjall
upp á fjallsins brún.
Niður niður niður niður
og alveg nið´rá tún.
Gangi ykkur sem allra best. Við fylgjumst með ykkur.
Kær kveðja;
Sævar Magnússon

Hallgrímur Magnússon
Baráttukveðjur af Fimmvörðuhálsi
Leifur Jónsson og Jón Sigursson

Bestu kveðjur til ykkar allra.
Það er gaman að fylgjast með ykkur.
Skátakveðjur frá Skátafélaganu Garðbúum.Reykjavik

Gangi ykkur vel.
Baráttukveðjur,
Vikublaðið Austri, Egilsstöðum.

Gangi ykkur vel drengir, og fyrir alla muni „engan glæfraskap”!! Gleymið ekki að taka með ykkur ísl.fánann! ha, ha.
Th. Agustsson
Göteborg University

Sælir félagar.
Þið fáið okkar bestu baráttukveðjur og vonandi komist þið á toppinn og tilbaka aftur. Það er frábært að geta fylgst svona með þessu á netinu.

Á tindin þið haldið ótrauðir.
Tollurinn gerði ykkur grikk.
Umhverfi framandi, andinn annar.
En heima er ávallt best.

Fjalladýrð mikil, fögur sjón.
Er upp þið loks komið
sjá nýr heimur opnast
og sjáið það var þess virði.

Gefist ei upp, ótrauðir haldið áfram.
Baráttan er erfið, en vel þess virði.
Á þessum tímamótum við öll erum,
stolt af að vera Íslendingar.

Kærar kveðjur
Birna Ásgeirsdóttir, félagi í SVFÍ á Árskógsandi.
kristjab@rhi.hi.is

Sælir strákar, það eru margir sem vildu vera í ykkar sporum núna, eða nálægt þeim. Gefið fjallaguðinum nokkra sopa af raksí. Gunna og Dóri biðja að heilsa og eru fegin að harðfiskurinn hafi skilað sér á áfangastað. Baráttukveðjur,
Salbjörg Óskarsdóttir

Jæja ég vona að ykkur félögunum gangi allt í haginn og að þetta hafist á endanum. Ég hef gaman af því að geta fylgst með ykkur í gegnum netið
Þið getið þetta
Guðni

Bestu kveðjur frá Norðurlandi vestra til leiðangursmanna alla leið frá Hvammstanga.
Gangi ykkur vel á toppinn
Ragnar Sigurður Ragnarsson
Hvammstangabraut 14 Hvt.

Einar Stefánsson og félagar.
Við sem stöndum í vegstórræðum í Hvalfirði sendum ykkur baráttukveðjur.
Verkið rokgengur Einar, búið að loka hringveginum og komið að stöð 4200 á Akrafjallsvegi. Vonumst til að þú komi tvíefldur heim, það erfiðasta er eftir.
Kveðja,
Ingvi og Birgir.

Heilir og sælir drengir!
Við feðgar sendum ykkur baráttukveður. Biðjum fyrir kveður til fjallkonunar og Jóns Víðis og þeirra sjónvarpsmanna. Eitt er víst þið eruð nær almættinu en viö í augnablikinu.(amk við Spaugstofumenn!!!)
Pálmi Gestsson og Gestur Pálmason, hjálparsveitarmaður og
snjóflóðagúru!

Sælir drengir ég fylgist alltaf með ferðum ykkar á Netinu og mér finnst það alveg frábært að fá alltaf fréttir frá ykkur sjálfum ekki í útvarpi eða sjónvarpi. Ég vona að þið náið takmarki ykkar og komið heilir á húfi heim. Þurfið þið líka að labba niður eða hvað?
Baráttukveðjur
Haukur Grettisson
haukur@nett.is

Baráttukveðjur til ykkar drengja. Við í starfsmannafélagi TR erum ánægð með að okkar maður skuli vera kominn þetta hátt.
Baráttu kveðjur frá öllum 354 meðlimum S.Í.T.R.

Var að kíkja á síðuna um ykkur og fannst hún mjög athyglisverð. Ég vona að ykkur gangi allt í haginn piltar.
Stefán B Heiðarsson

Áfram drengir!
Þetta er ekkert mál.
Kveðjur
Júlíus Valsson

Halló leiðangursmenn:
Vonandi að ykkur gangi vel,skrýtið að geta fylgst með ykkur gegnum tölvuna.
Takið fjallið!
Guðbrandur Sverrir Jónsson, Gubbi.

Er, við, efst (stöndum á fjallinu Íslendingar ) þá eru hér mínar bestu kveðjur og er hugur landans hjá ykkur stoð og stytta.
Baráttukveðja
Siggi frá Patró
eldborg@treknet.is

Heilir félagar
Baráttukveđjur héðan frá Tromsø. Það er gaman að fylgjast með framgöngu ykkar hér á netinu. Eru Norðmenn hér nokkuð vantrúaðir á að Íslendingar séu á leið á toppinn.
Gangi ykkur vel
Gísli Héðinsson

Urð og grjót,
uppí mót,
ekkert nema urð og grjót.
Klífa skriður, skríða kletta,
velta niður, verað detta.
Æi, ég man svo ekki restina, en ég vona að þessi gamla vísa eigi ekki við um ykkar leiðangur. Bið sérstaklega að heilsa Jóni Þóri frænda. „Gangi" ykkur vel.
Stefán Hallgrímsson

Komiði sælir félagar, það er gaman að geta fylgst með ykkur á netinu, hver hefði trúað því fyrir nokkrum árum að slíkt yrði hægt. Vonum að þið fáið búnaðinn ykkar sem fyrst.
Sendum ykkur bestu kveðjur frá SVFÍ með von um góðan árangur.
Þór Magnússon
Slysavarnafélag Íslands
thor@svfi.is

Baráttukveðjur til ykkar, Everestfara! Við í Hinu Húsinu fylgjumst spennt með ykkur!
Gangi ykkur vel!
Kveðjur úr Hinu Húsinu
Jóhannes Kr. Kristjánsson

Við rákumst á þessa síðu eftir lestur heilsíðuauglýsingar í Morgunblaðinu. Það er ótrúlegt að geta fylgst svona með ykkur í gegnum tölvu heima í stofu. Við sendum ykkur baráttukveðjur og höldum áfram að fylgjast með.
Kveðja,
Gunnhildur og Haukur Már á Patreksfirði.

Heilir og sælir.
Alveg er þetta frábært. Hér sitjum við í norður Ísrael og getum fylgst með ykkur daglega á Internetinu. Það er alveg öruggt að þessi þjónusta verður notuð í botn. Bestu kveðjur til ykkar allra með ósk um gott gengi.
Baráttukveðjur.
Guðmundur Harðarson og co.
gummi@netvision.net.il

Ég óska leiðangursmönnum alls hins besta í sinni fjallgöngu og vona aðallt muni heppnast hjá þeim.
Kveðja
Guðmundur Karl

Ég vona að þið komið allir heilir heim og að gæfan fylgi ykkur.
Viðar Þórðarson

Gangi ykkur vel að komast á toppinn og heim aftur.
Ásbjörn Jónasson

Ágætu leiðangursmenn. Var að skoða heimasíðuna ykkar og er einstakt að geta þannig fylgst beint með afrekum ykkar. Gangi ykkur allt í haginn,
Björn Bjarnason
bjorn@centrum.is

Björn, Jón Þór og félagar. Gangi ykkur vel á topinn. En í guðs bænum farið vel með ykkur. Þið hafiðsvo gott af því að heimsækja mig á Langanesið í sumar til þess að ganga ykkur niður eftir leiðangurinn.
Kær kveðja
Stefán Már Guðmundsson Goðum
Þórshöfn

Sælir Everestmenn!
Var að kanna slóð ykkar og verð að segja að það er afar spennandi að fylgjast með ykkur. Einar, ég mátti til með að senda þér og félögum þínum baráttukveðjur, svona frá gamalli skólasystur. Gangi ykkur allt í haginn.
Bryndís Hólm

Ég fylgist með hverju ykkar fótmáli á einum orkumesta stað veraldar. Nýtið ykkur þennan kraft til að ná á toppinn og komið síðan heilir heim. Bið að heilsa ,,sherpa Sangi og Dawa" ef þeir eru með í ferð.
Kær kveðja,
Anna Þ. Toher

Kæru félagar!
Munið íslenska baráttuandann sem hefur komið okkur Íslendingum eins langt og raun ber vitni! Ég bið góðan Guð um að vera ykkur styrkur förunautur eins og ávalt og hjálpi ykkur til að ná því takmaki sem þiðg hafið lagt svo mikið á ykkur til að ná.
Kærar kveðjur;
Þorsteinn Erlingsson
Leiðsögumaður, blaðamaður og ljósmyndari
torstein@vortex.is

Bjorn Olafsson og felagar.
Ég sendi ykkur baráttukveðjur fra Virginiu. Það er mjog spennandi að fylgjast með ykkur. Leggið ykkur alla fram en komið heilir heim.
Bragi Baldursson
bragi@aoe.vt.edu
http://www.aoe.vt.edu/~bragi

Ég var að skoða heimasíðuna og fannst mikið til koma. Skemmtilegt að sjá bæði kort og mynd af leiðinni. Gangi ykkur sem allra best.
Friðrik Hansen Guðmundsson

Blessaðir strákar.
Það er flott að geta fylgst með ykkur á þennan hátt. Vonandi mun allt ganga upp og þið munuð ná ykkar setta marki.
Við sendum ykkur mestu og hæstu kveðjurnar.
Ívan og co

Góðan daginn eða gott kvöld ég veit ekki hvenær þið fáið þetta bréf. Efþið fáið bréfið þá megið þið alveg senda mér aftur,ef netfangið séstekki þá er það svavarsv@mmedia.is. Hvernig er hitastigið þarna uppi, hversu margar gráður? Hér er fimm stiga hiti. Bless Bless og gangi ykkur vel!
Svavar Svavarsson.

Björn Ólafsson og félagar í Everest leiðangrinum. Ég sit hér við tölvuna mína í borginni Saskatoon á sléttum Kanada og fylgist með ykkur. Reynið nú að sýna hvað í ykkur býr, en umfram allt, komið heilir heim.
Ketill Magnússon

Kæru leiðangursmenn
Gangi ykkur vel á Everest. Við munum styðja við bakið á ykkur (ef þið fáið í bakið á leiðinni).
Áfram strákar!
Starfsfólk Gigtarstöðvar Gigtarfélags Íslands
Ármúla 5, Reykjavík

Sæll Grímur og félagar.
Ég leit á heimasíðu flokksins og líst harla vel á. Hér getur maður fylgst með gangi mála og er það vel.
Annars allt fínt héðan.
Gangi ykkur vel og komið heilir heim.
Kveðja,
Björn barnakarl.

Baráttukveðjur til ykkar allra frá OK samskiptum.
Það verður geysilega gaman að fá að fylgjast svona með ykkur beint. Er þetta Internet ekki ótrúlegt og tölvurnar áttu einmitt að slíta á öll mannleg samskipti. Að þið skulið vera í beinu sambandi við alla sem áhuga hafa, sannar hið gagnstæða.
Að sjálfsögðu látum við okkar notendur fylgjast með og birtum á forsíðu OK heima, http://www.ok.is, tengil á heimasíðu ykkar.
Það væri ekki amalegt að fá smá kveðju frá ykkur af Everest. Góða ferð og látið sem oftast heyra í ykkur á Netinu.

Þór Sveinsson

Við erum hér í fjölskyldupáskaboði og viljum senda ykkur baráttufjallakveðjur. Það þarf þrek og þol til að takast á hendur jafn erfitt verkefni og þið eruð að takast á hendur og hugur okkar er hjá ykkur. Gangi ykkur sem allra best. Og hér koma nokkrar spurningar fyrir ykkur:
Hvað er langt frá efstu búðum á tindinn?
Hvaða skilyrðum þarf að fullnægja til að komast í leiðangurinn?
Ætlið þið að nota súrefni í ferðinni?
Baráttukveðjur

Björn Sveinsson,
Guðmundur Magnússon,
Benedikt Sveinsson,
Sveinn Birgisson,
Sveinn Björnsson yngri,
Hildigunnur og Sunna Magnúsdætur,
Tinna Birgisdóttir,
Ragnar og Helgi Björnssynir,
Sveinn Björnsson eldri.

Allra hæst!
Himni næst!
Allra best!
Everest!
Afram strákar!
Barattukveðjur fra København (1 m.y.s.)
Siggi frændi H&H

Gangi ykkur vel.
Munið; hvert skref er sigur.
vildi gjarnan vera í ykkar sporum.
Kveðja,
Snorri Hafsteins

Óska ykkur klifurköppum góðrar ferðar að toppi Everest.
Þórhallur E. Þorsteinsson

Sælir strákar! Baráttu kveðjur og gangi ykkur vel! Hörður, Hallgrímur og Einar!! Ekki óraði mig fyrir því að ég myndi tala við ykkur "skjáleiðis" eftir öll þessi ár!!
Vona að þið hafið það sem best.
Kær kveðja
Arna Þorsteinsdóttir,
gamall Dalbúi og úr árgangi 1981 úr Laugarlækjarskóla!!

Góðir félagar.
Var að sjá fréttir frá ykkur á Internetinu. Það gleður mig að sjá að þetta gengur samkvæmt áætlun og að ykkur líður vel.
Hallgrímur, við erum líka á áætlun í Gullsmáranum og stefnum eins og þið - upp á við!
Kærar kveðjur frá okkur öllum hjá Viðari hf.
Viðar Daníelsson.

Sælir félagar,
Ég verða að segja að það er alveg frábært að geta fylgst með ykkur á þennan hátt í gegnum netið.
Annars ætlaði ég bara að láta ykkur vita af því (ef þið vissuð það ekki fyrir) að þið eruð ekki þeir einu sem eru á netinu af þeim sem eru að klifra Everest núna.
Á síðunni http://www.everest.mountainzone.com er að finna síðu frá : "Todd Burleson and his 1997 Alpine Ascents International team". Mér sýnist af síðunni þeirra að þeir séu eitthvað á eftir ykkur, en ekki mjög langt undan. Á þeirri síðu eru líka taldir upp þeir leiðangrar sem eru á leiðinni upp suður- hlíðarnar, átta alls og þeir telja að það séu 11 að reyna norðan megin, þannig að það er greinnilega þokkaleg traffík þarna Þeirra síða er styrkt af Microsoft sjálfum og hypið á henni í samræmi við það, en hún er flott.
Ég vona að framhald verði á dagbókarbrotunum ykkar hér á netinu og gangi ykkur ...
Arnór Árnason
(fyrrv. M.S.-ingur(Bjössi) og fyrrv. Suzukieigandi(keypt af Einari))
Uni Karlsruhe
Þýskalandi

Bestu kveðjur frá Verkmenntaskólanum á Akureyri.

Gangi ykkur vel upp á við
Guðmundur Jakobsson
Össur hf.

Gangi ykkur vel að klifra upp á toppinn við fylgjumst með ykkur.
Kær kveðja
3. HG í Selásskóla í Reykjavík

Kæru fjallgöngumenn!
Gangi ykkur vel að fara upp á toppinn og til baka.
Við erum 3.EVÓ í Selásskóla. Við heitum:

Arnór, Axel, Brynjar, Erla Bára, Guðrún Erla, Denis, Hjörtur, Ingvar, Jón, Viggó, Margrét Salóme, Margrét Björg, Jóhannes, María, Ingibjörg, Snædís, Sandra, Solveig, Þorleifur. Kennarinn er Elín Vigdís.

Ég óska ykkur góðs gengis í ferðinni og góðrar heimkomu.
Kveðja frá Íslandi.
Pálmi Guðmundsson.

Gangi ykkur allt í haginn!
Ragnar Þór Pétursson. Kveðjur upp upp upp og aðeins ofar : ) : )
Vonandi fer allt að óskum og þið endið heilir og sælir uppi á tindinum og auðvitað komist heilir og sælir líka niður :)
Kveðja,
Theodór

Hérna koma enn frekari kveðjur til ykkar. Gangi ykkur allt í haginn og ekki síst á leiðinni niður eftir og við óskum ykkur góðrar heimferðar.
Bless, bless.
Erla og Harpa í Íslandsbanka.

Ekki gleyma Mallory og Irvine! Það skiptir mestu máli að komast niður aftur.
Ţórunn Pálsdóttir

Ágætu leiðangursmenn,
Við höfum fylgst með ykkur af miklum áhuga. Við dáumst að því að þið getið þetta og nennið. Við vitum að þetta er erfitt en samt gaman. Farið varlega.
Bestu kveðjur og gangi ykkur vel
3. bekkur Á, Barnaskóli Akureyrar

Halló strákar
Baráttukveðjur á toppinn og til baka
Kári Guðbjörnsson

Heilir og sælir samlandar kærir!
Ég sendi ykkur baráttukveðjur og vona svo sannarlega að ykkur takist fyrstum Íslendinga ad stíga fæti á hæsta tind jarðarinnar. Megi gæfan vera ykkur hliðholl á leið ykkar upp og nidur hinn illfæra tind sem tekið hefur sinn toll í gegnum tíðina. Þó svo ég sé staddur í landinu flata skal ég heita því í virðingarskyni vid leiðangursmenn ad „klífa" hæsta tind Danmerkur, hið ógurlega Himmelbjerg.
Med bestu kveðjum.
Haukur Jónsson nemi
Kaupmannahöfn.

Kæru leiðangursmenn!
Loksins gátum við farið inn á heimasíðuna, höfum haft svo mikið að gera. Sendum ykkur okkar bestu kveðjur héðan úr Bankastrætinu með von um góða ferð á toppinn.
Etv. erum við að borga reikningana fyrir ykkur meðan þið eruð í fjallaloftinu???
Bestu kveðjur frá okkur skvísunum í greiðsluþjónustu Íslandsbanka.

Trúið á ykkur sjálfa, þá er ekkert ómögulegt.
Reynir

Kæru félagar!
Við hugsum til ykkar og sendum ykkur baráttukveðjur með von um gott gengi og góða heilsu. Óskum ykkur alls hins besta ásamt góðri heimkomu.
Kveðjur frá Bingó

Kæru leiðangursmenn!
Farið varlega og í guðanna bænum berið virðingu fyrir tindinum.Okkur hér í Seattle sem fylgjumst med fréttum af tindinum er enn í fersku minni annar hópur sem ekki gekk svo vel.Munið að það er engin skömm að snúa við.
Gæfa og gengi.
Mummi, Geri & Skyler Óðinn

Upp, upp
Upp mín sál,
Og allt mitt geð.
Takið á 'onum stór' ykkar og grípið í spil á toppnum, farið í sjómann eða standið á haus og syngið „Yfir kaldan..."; bara gerið eitthvað sniðugt til minningar um sigurinn sem enginn annar hefur unnið á Ebbanum.
Texas-size baráttukveðjur frá Austin,
Stefán Þór Stefánsson

Gaman að fá að fylgjast með þessum leiðangri. Baráttukveðjur frá Álaborg, Danmörku.
Med venlig hilsen,
Ásmundur Bjarnason

Góða ferð á tindinn!
Þór Eldon

Bestu kveðjur ... fylgist med spenntur.
Stefán Gudjohnsen í Washington D.C.

Kæru Everest-farar!
Ég sendi ykkur nokkrar línur í fyrradag ef ég man rétt, um Búdda, Móse og fleira gott. Ég bað fyrir ykkur í morgun að þið gætuð hvílst vel fyrir næsta áfanga. Og þegar ég var að biðja fyrir ykkur kom allt í einu í huga minn 121. Davíðssálmur úr Biblíunni, Mig langar að senda ykkur hann til hugleiðingar, ef þið hafið tíma. Hann er svona: „Ég hef augu mín til fjallanna, hvaðan kemur mér hjálp? Hjálp mín kemur frá Drottni, skapara himins og jarðar. Hann mun eigi láta fót þinn skriðna, vörður þinn blundar ekki. Nei, hann blundar ekki og sefur ekki, hann vörður Ísraels. Drottinn er vörður þinn, Drottinn skýlir þér, hann er þér til hægri handar. Um daga mun sólarhitinn ekki vinna þér mein, né heldur tunglið um nætur. Drottinn mun vernda þig fyrir öllu illu, hann mun vernda sál þína. Drottinn mun varðveita útgöngu þína og inngöngu, héðan í frá og að eilífu." Kær kveðja,
Friðrik Schram
fschram@mmedia.is

Gangi ykkur vel strákar við styðjum ykkur alla leið upp á tindinn.
Strákar í 4-R Grandaskóla

Sæll Björn frændi (það segir mamma mín a.m.k.) og félagar. Farið varlega og berið respekt fyrir Tindinum. Það gerðu Tensig og Hillary. Passið ykkur á Jeti. Hvannadalshnjúkur biður að heilsa stóra bróður og hlakkar til að sjá ykkur seinna. Gangi ykkur vel.
Bestu kveðjur
E. Jóhannes Einarsson Höfn í Hornafirði

Hæ hæ!!
Ég er hérna 16 ára stelpa á Akureyri, og var að glugga í Moggann (eins og alla aðra daga, ) og var að lesa greinina um ykkur (Everest-ferðina sko) já og svo í framhaldi af því ákvað ég að kíkja á heimasíðuna ykkar og e.t.v. skrifa ykkur smá bréf!
Já en annars er héðan bara allt gott að frétta, það var rosalega gott veður hérna í gær, allir úti á stuttbuxum og bol, og með ís í annari hendinni, (ég er, eins og ég sagði áðan, á Akureyri..) og bara komið æðislegt sumarveður!! Svo það verður nú ekki bara stolt fólk sem tekur á móti ykkur þegar þið komið til baka, til Íslands, heldur líka góða veðrið.
En jæja já ég vildi nú bara óska ykkur kærlega til hamingju með þennan árangur ykkar, og óska ykkur góðs gengis.
Bless bless, og ég bara bið að heilsa ykkur.
Kær kveðja,
Ilmur Dögg á Ak.

Sendum bestu kveðjur til strákanna. Talið endilega við okkur þegar þið komið heim. Við getum komið ykkur upp í þunna loftið með miklu minni fyrirhöfn. Baráttukveðjur,
Nemendur og kennarar flugskólans Flugtaks

Bestu kveðjur frá Flugbjörgunarsveitinni Akureyri.
http://eh.est.is/fbsa/

Hallgrímur, Hörður og félagar, við viljum senda ykkur baráttukveðjur og vonum að allt gangi vel, toppnum náð og heimurinn muni liggja að fótum ykkar. Hugur okkar er hjá ykkur og við fylgjumst grannt með ykkur á Internetinu.
Kveðjur frá Ástu,Bjössa, Birnu og Magnúsi Vilhelm á Akureyri. Eygló, Laufey, Gunnar og Hraunari. Sóley, Per, Eir og Hrafni í Noregi.

Baráttukveðjur frá Íslandi. Gangi ykkur vel og vonandi komið þið heilir heim.
Ármann Markússon.

Ágætu Everest-farar!
Árni Páll Árnason og frú í Gullengi 9, báðu fyrir góðar kveðjur til ykkar, sér í lagi til Hallgríms og Harðar. Undirrituðum finnst nú líka dálítið til um að Fróðhreppingar séu þarna á ferðinni fyrstir Íslendinga. Gangi ykkur allt í haginn.
Guðbr. Þorkell Guðbrandsson
keli@ks.is

Erum hérna tveir á Sauðárkróki og fylgjumst með ykkur. Baráttukveðjur.
Jón Oddur og Steini björgunarsv. Skagfirðingasveit.

Kæru íslensku hetjur í baráttunni við hæsta fjall heims! Við hér á Fróni erum stolt af ykkur og ég fylgist spenntur með árangri ykkar. Á yngri árum gekk ég mikið á fjöll og skil því tilfinnigar ykkar að vera staddir í fjallaparadísinni Himalaya. En vegna þess að ég er kristinn, þótti mér leitt að þið skylduð þurfa að taka þátt í því að biðja bænir til Búdda. Hann var bara mistækur maður eins og við öll og talaði sjálfur ekki um Guð -hann hafði enga kenningu um Guð. Hann var miklu frekar heimspekingur sem tókst á við spurninguna um þjáninguna og lífsgirndina. Fylgjendur hans hafa í aldanna rás gert hann að guði og tilbiðja hann. Ég hef komið í búddahofin í Bangkok og séð það með eigin augum. Það hefði örugglega verið honum sjálfum á móti skapi að menn færu að tilbiðja hann. En ég veit að það hefði verið erfitt fyrir ykkur að skorast úr leik við bænahaldið hjá Serpunum. En hvað um það. Nú langar mig að hvetja ykkur til að biðja Skaparann sem skapaði Everest -Guð föður- bæði um að fyrirgefa ykkur þetta hliðarspor (!) og biðja Hann að vera ykkur styrkur og vernd í átökunum við FJALLIÐ. Og munið að þið eruð í góðum félagsskap -Móse gamli kleif Sínaífjall löngu áður en fjallgöngur urðu að íþrótt. Er hann kannski heiðursfélagi kúbbnum ykkar?
En kæru vinir, ég mun biðja fyrir ykkur daglega og fylgjast með árangrinum.
Með kærri kveðju,
Friðrik Schram
fschram@mmedia.is

Gangi ykkur sem allra best.
Arnar Óskarsson
http://www.treknet.is/sexymf/

Hæ Bjössi og hinir.
Hér er mikil áhugi og við fylgjumst með ykkur á hverjum degi. Hér er komin upp Everest tafla þar sem við hengjum upp daglegar upplýsingar. Vid vitum alveg að þú saknar okkur og hlakkar til að koma aftur í gamla góða Ársel.
Barattukvedjur;
allir í Árseli

Það er gaman að fylgjast með ykkur félögunum fara upp á þetta gríðarlega fjall. Þó stundum vakni hjá manni spurningar hver sé eiginlegur tilgangurinn sem rekur ykkur og hvetur.
Einar! sérstök kveðja til þín frá gömlum vinnufélaga í gatnagerð á Sauðárkróki.
Guð varðveiti ykkur á leiðinni.
Erling Magnússon

Heilir og sælir félagar.
Við erum hérna nokkrir félagar í véla- og iðnaðarverkfræði í HÍ sem ættum að vera að vinna verkefni í tölulegri greiningu. Við stingum upp á að þið Bessel-brúið sprungunar til að finna hagkvæmustu leið upp. Öllu gríni slepptu sendum við ykkur baráttukveðjur með von um að sjá íslenska fánann á toppnum innan skamms.
Helgi, Einar og Högni.

Gaman að fylgjast svona með þessu á netinu.
Baráttu kveðjur!
Kristján Guðjónsson

Kæru Everestfarar.
Við sendum okkar bestu kveðjur.
Gangi ykkur vel.
Systa, Kristján, Hildur og Kristján Árni.

Vona að ferðin gangi vel og endi með sigri. Gaman að geta fylgst með.
Kveðja frá Karlsruhe.
Kári Steinar Karlsson

Áfram Everestfarar!
Félagar í Völsungi á Húsavík.

Kærar kveðjur til ykkar allra frá Sigga Jóns og Ara Hauks í Reykjavík.Gangi ykkur vel á fjallinu mikla.

Sælir piltar. Tæknin er yndisleg. hér sit ég heima hjá mér á Dalvík og fylgist með ykkur. Vona að þið náið toppnum og snúið heilir á landið kalda.
Gunnþór Eyfjörð

Sælir! Ég verð að lýsa aðdáun minni á framtaki ykkar, hvern myndi ekki langa að vera í ykkar sporum. Skreppið nú á toppin og troðið þar niður íslenska fánanum fyrir okkur hin. Með kveðju alla leið
Gummi "Hveró" Zebitz

Vildum bara senda kveðjur til allra leiðangursmanna, sérstaklega Harðar og Hallgríms. Við höfum óbilandi trú á ykkur.
Lára Halla Maack og Burkni Helgason

Gangi ykkur vel gerið ykkar besta.
Krafta kveðjur,
Kristján Jakobsson

Við erum búnir að fylgjast með ykkur hér á internetinu og haft gaman af. Látið ekki deigan síga. Vonandi komist þið á toppinn og heilir heim aftur.
Bestu kveðjur,
Knorr á Íslandi
Sverrir og Ögmundur

Halló ég heiti Skúli Agnarr Einarsson og bý í Reykjavík hjá foreldrum mínum (ég er ekki nema 11 ára). Ég hef mikinn áhuga á ferðinni á tindinn og vonandi komist þið upp og niður á heilu og höldnu.Ég horfi á ykkur á nánast til hverju kvöldi í fréttunum.Vonandi getið þið sent skilaboð í skólan minn Selásskóla, ég er í fimmta bekk Þ.Þ.
Kær kveðja,
Skúli Agnarr Einarsson.

Kleppjárnsreykjum, 11. apr. 1997
Það var ómögulegt annað en að senda baráttukveðjur til hópsins enda þótt alls óskyldir menn mér séu þar á ferð. Ég var rétt að lesa dagbókina ykkar og fréttir af því að jökullinn hefði lokast. Vonandi rætist úr. Í ykkur hlýtur að bærast mikil spenna og tilhlökkun, sem ég deili að einhverju leyti með ykkur. Ég hef lesið nokkrar ferðabækur um ýmis konar leiðangra og ég er farin að trúa því að ég hafi verið einhvers konar heimskautafari eða fjallaklifrari í fyrra lífi. Ég hef yndi af að fylgjast með. Þakka ykkur fyrir skemmtilega pistla á netinu. Bestu kveðjur og munið að fara varlega.
Jónína Eiríksdóttir, kennari á Kleppjárnsreykjum.

© 1997 Morgunblađiđ
Allur réttur áskilinn