Heimasķša

Leišangursmenn

Dagbók

Greinar

Kort af leišinni

Śtbśnašur

Fjalliš

Gestabók

Styrktarašilar

 
Dagbók leišangursmanna
Grunnbúðum 13. apríl
Nú eru hlutirnir farnir að ganga. Hallgrímur, Einar og Björn dvöldu allir í 2. búðum (6.100m) í nótt og áttu þægilega nótt. Þeir gengu síðan upp í búðir 3 í morgunsárið. Það var heitt þegar sólin kom upp í Vesturdal því hann er snævi þakinn og umlukinn Everest, Lhotse, og Nuptse og hægði hitinn verulega á ferðinni. Samt náðu þeir búðunum fyrir kl 11. Þeir báru með sér eldunartæki fyrir búðirnar og önnur áhöld og byrjuðu á því að bræða snjó í drykkjarvatn því þorstinn er fljótur að þjaka menn í þurru, þunnu loftinu.
Sambandið við þá þarna í miðjum Vesturdal í 6.400m hæð er gott í gegnum talstöðvarnar sem við höfðum með að heiman sem er meira en segja má um aðrar talstöðvar hér í leiðangrinum en í þeim heyrist ekki múkk þrátt fyrir stærri loftnet og fleiri takka. Samskipti eru því öll á okkar herðum nú í augnablikinu. Þar sem heilsa þeirra félaga er svo góð ætla þeir að eyða annarri nótt í búðum 2, fara svo og sofa í búðum 3 og koma svo hingað í grunnbúðir að hvíla á þriðjudag.

Efst

Grunnbúðum 12. apríl
Loksins var hægt að fara í gegnum falljökulinn aftur. Björn, Einar og Hallgrímur lögðu af stað fyrir kl. 6 í morgun og voru um 5 tíma að komast upp jökulinn upp í búðir 2. Fallið hafði tekið miklum stakkaskiptum frá því síðast og ljóst að það er ekki skynsamlegt að vera með neitt droll þegar farið er í gegn. Heilsan er góð hjá þeim öllum og einnig hjá okkur í aðalbúðum. Hörður fór upp hálft ísfallið í morgunsárið til að sjá þetta stórbrotna landslag með eigin augum. Það er stefnan núna að þríeykið verði amk 2 nætur í búðum 2 og heimsæki líka búðir 3 í miðjum Vesturdal.

Efst

Grunnbśšir 11. aprķl
Žaš var lagt snemma af staš ķ morgun. Eftir af hafa hįmaš ķ sig morgunmat um hįlf fimm var stormaš af staš óžreyjufullir eftir full langa biš. Žaš var heldur rysjótt vešur en hentaši vel til göngu. Žaš tekur um 30 mķn. aš ganga aš jöklinum žar sem viš spenntum į okkur brodda og lögšum į jökulinn.
Viš vorum ekki bśnir aš ganga lengi žegar viš heyršum hróp ofan śr jökli. Eftir stutta stund męttum viš sherpum śr okkar leišangri sem lögšu į jökulinn um 3 leytiš. Į ófullkominni ensku sögšu žeir okkur aš leišin vęri lokuš og allir vęru aš koma nišur. Viš įkvįšum aš rölta ašeins įfram og fį frekari stašfestingu į žessum tķšindum og męttum žį Babu okkar trygga sherpa. Hann sagši okkur aš žaš hefši oršiš talsvert hrun ofarlega ķ jöklinum og žaš tęki aš minnsta kosti daginn eša jafnvel lengur aš laga leišina. Žaš voru frekar žungstķgir menn sem gengu aftur nišur ķ grunnbśšir um 7 leytiš ķ morgun. En viš žessu er lķtiš aš gera, fjalliš er ekki į förum og viš höfum tķmann fyrir okkur.

Efst

10. apríl
Í dag fórum við ekkert upp í fjall því sherparnir voru með bænastund, Puja. Þeir eru trúaðir og taka ekki annað í mál en að tala við guðina áður en tekist er á við hættulegt verkefni. Þeir fara fram á það við okkur að við tökum þátt í helgistundinni með þeim. Það þykir okkur sjálfsagt, meira af okkar eigin hjátrú en af umburðarlyndi við trú annarra. Okkur þykir vænlega að Búdda og aðrir guðir sem sherparnir trúa á séu á okkar bandi. Sherparnir reistu lítið altari efst í hól hér í tjaldbúðunum, upp úr því stendur stöng með nepalska fánanum. Út frá stönginni og út í nærliggjandi hóla eða stórgrýti voru strengdar línur með áföstum bænaflöggum. Bænirnar berast svo til heimkynna guðanna með vindinum. Það var lama eða búddamunkur sem stýrði athöfninni sem hófst með því að bænir voru kyrjaðar í um klukkustund. Hjá honum sátu Jon Tinker leiðangurstjóri og Babu Sherpa sem er sirdar, eða yfirsherpi leiðangursins, og aðrir röðuðu sér í kring um altarið. Te, hrísgjón, mjöl, rauðvín, vískí og kex var borið á milli, og ýmist áttu menn að borða og drekka veigarnar eða kasta þeim á altarið. Einnig fengu allir um hálsinn rautt bænaband sem á að bera þar til heim er komið. Þessi athöfn er mikilvægur hluti af leiðangrum í þessum heimshluta og nú þegar henni er lokið líta sherparnir svo á að leiðangurinn sé hafinn. Aðrir hafa haldið Puja undanfarna daga og grunnbúðir orðnar skrautlegar á að líta með marglit bænaflöggin strengd út um allt.

Efst

9. apríl - Hvíldardagur
Loksins, loksins fengum við allan búnaðinn okkar. Það er allt annað að sjá okkur í dúnúlpum í frostinu og það líka ósköp þægilegt að fá vetrarsvefnpokana og þykkar loftdýnur. Við gátum tjaldað okkar eigin tjöldum og hætt að treysta á lánstjöld. Okkur er því ekkert að vanbúnaði að fara að leggja á fjallið.

Efst

8. apríl - Hvíldardagur Við höfum nú loksins fengið hluta af búnaði okkar, þó enn sé nokkur hluti eftir. Mesta ánægju vakti hjá okkur harðfiskurinn sem kom upp úr einni tunnunni. Voru honum gerð góð skil og vakti upp minningar að heiman. Ánægjan var heldur minni yfir töskunni þar sem orkuduftið okkar var. Einn brúsinn hafði sprungið og innihaldið bráðnað yfir annað innihald, svo sem bækur, sólaráburð og fleira. Nokkur tími fór því í þrif á þessu í dag.
Heilsan er svona upp og ofan, hitavella, höfuðverkur og ógleði létu á sér kræla í nótt hjá sumum okkar, auk þess sem borið hefur á kvefpest. Þetta er samt ekkert sem orð er á gerandi, það eru allir á fótum og bera sig vel.
Það er komið í ljós að Pujas, sem er trúarathöfn sherpanna, verður á fimmtudagsmorgun og í virðingarskyni við þá verðum við viðstaddir hana. Við förum því ekki upp í búðir 2 til að gista á morgun eins og við höfðum stefnt að, heldur verður þeirri ferð frestað fram á föstudagsmorgun. Í dag er veður með besta móti og hefur ekki sólar notið eins lengi frá þvi við komum í grunnbúðir.

Efst

 

© 1997 Morgunblašiš
Allur réttur įskilinn