Lífshlaup Halldórs Laxness

  • Fæddur á Laugavegi 32 í Reykjavík 23. apríl 1902, sonur hjónanna Sigríðar Halldórsdóttur húsmóður og Guðjóns Helga Helgasonar, vegaverkstjóra og bónda í Laxnesi í Mosfellssveit.

  • Gagnfræðapróf frá MR 1918. Hætti námi í 4. bekk, 1919. Nám hjá Benediktsmunkum í Lúxemborg 1922 til 1923 og í Kristmunkaskóla í London 1923 til 1924.

  • Halldór Laxness lét skírast til kaþólsku 1923.

  • Meðal viðurkenninga: Bókmenntapeningur Heimsfriðarráðsins í Vín 1952. Bókmenntaverðlaun Nóbels 1955. Nexö-verðlaunin 1955. Sonning-verðlaunin 1969. Hlaut Silfurhestinn, bókmenntaverðlaun gagnrýnenda dagblaðanna, fyrir Kristnihald undir Jökli, 1969.

  • Fyrsta bókin, skáldsagan Barn náttúrunnar, 1919. Nokkrar aðrar skáldsögur og smásagnasöfn: Nokkrar sögur, 1923. Vefarinn mikli frá Kasmír, 1927. Salka Valka, 1931-1932. Sjálfstætt fólk 1934-1935. Heimsljós 1937-1940. Sjö töframenn 1942. Íslandsklukkan, 1943-1946. Atómstöðin, 1948. Gerpla, 1952. Brekkukotsannáll, 1957. Paradísarheimt, 1960. Kristnihald undir Jökli, 1968. Innansveitarkronika, 1970. Innansveitarkronika, 1970. Guðsgjafaþula, 1972.

  • Nokkur ritgerða- og greinasöfn og minningabækur: Kaþólsk viðhorf, 1925. Alþýðubókin, 1929. Skáldatími, 1963. Í túninu heima, 1975. Úngur ég var, 1976. Sjömeistarasagan, 1978. Grikklandsárið, 1980. Dagar hjá múnkum, 1987.

  • Ljóðabækur og leikrit: Kvæðakver, 1930, auknar útgáfur 1949 og 1992. Straumrof, 1934. Snæfríður Íslandssól, 1950. Silfurtúnglið, 1954. Strompleikurinn, 1961. Prjónastofan Sólin, 1962. Dúfnaveislan, 1966.

  • Meðal helstu rita um Halldór Laxness á íslensku: Bækur eftir Peter Hallberg, 1955, 1957, 1960, 1970, 1971, 1975. Halldór Kiljan Laxness, formáli eftir Kristján Karlsson, 1962. Skeggræður gegnum tíðina eftir Matthías Johannessen, 1972. Bækur eftir Árna Sigurjónsson, 1986 og 1987. Loksins loksins eftir Halldór Guðmundsson, 1987.

  • Halldór Laxness var kvæntur Ingibjörgu Einarsdóttur leikkonu og á með henni soninn Einar. Þau skildu. Seinni kona Halldórs er Auður Sveinsdóttir húsmóðir. Með henni á hann dæturnar Sigríði og Guðnýju. Halldór eignaðist dótturina Maríu með Málfríði Jónsdóttur.

  • Halldór dvaldist oft langdvölum erlendis, en átti fast heimili að Gljúfrasteini í Mosfellssveit frá 1945.

  • Látinn á Reykjalundi í Mosfellsbæ 8. febrúar 1998.





© Morgunblaðið 1998.