Skáldskapur Halldórs Laxness

Halldór Laxness ber höfuđ og herđar yfir ađra íslenska rithöfunda á 20. öld. Hann var afkastamikill á löngum ferli, skrifađ ţrettán stórar skáldsögur, fimm leikrit og leikgerđ ađ einni skáldsögunni, fyrir utan smásagnasöfn, greinasöfn og endurminningarbćkur. Síđasta minningasagan kom út meira en sextíu árum eftir ađ fyrsta skáldsaga hans kom út. En magniđ segir fráleitt allt. Halldór hlaut margvíslegar viđurkenningar erlendis og ber ţar ađ sjálfsögđu hćst Nóbelsverđlaunin í bókmenntum áriđ 1955 en margir kalla ţau ćđstu viđurkenningu sem rithöfundi getur hlotnast á alţjóđlegum vettvangi. Bćkur hans hafa veriđ ţýddar á 43 tungumál og komiđ út í meira en 500 útgáfum. Ţćr hafa selst í miklum upplögum um allan heim, t.d. í hundruđum ţúsunda eintaka í Bandaríkjunum. Ferill hans er einstakur, fjölbreytni verka hans á sér fáar hliđstćđur og má segja ađ međ hverri bók hafi hann komiđ ađ lesendum sínum úr óvćntri átt.

Loksins, loksins
Halldór Guđjónsson fćddist 23. apríl áriđ 1902 í Reykjavík. Hann kenndi sig síđar viđ ćskuheimili sitt í Mosfellssveit og nefndi sig Halldór Laxness og ţegar hann tók kaţólska trú bćttist dýrlingsnafniđ Kiljan viđ. Halldór gerđi uppreisn gegn hinu hefđbundna formi skáldsögunnar  raunsćisepíkinni  en sćttist síđan viđ ţađ, án ţess ađ verđa rígbundinn hefđinni. Segja má ađ hann gerist nýsköpunarmađur innan raunsćishefđar. Ţannig ţróar hann raunsćisskáldsöguna áfram án ţess ađ raska jafnvćgi hennar.

Fyrstu skáldsögur Halldórs, Barn náttúrunnar (1919) og Undir Helgahnúk (1924) eru sveitasögur í gömlum stíl og mćtti nefna ţćr ćskuverk. Ţá tekur viđ framúrstefnuskeiđ og Vefarinn mikli frá Kasmír verđur til (1927). Í Vefaranum tekst Halldór á viđ samtíma sinn, bókin sýnir sundrađa heimsmynd. Halldór reynir ekki ađ samrćma raddirnar sem birtast í sögunni, í henni er engin ritstýring í ţágu ákveđins bođskapar. Sagan birtir margar lífsskođanir og eru allar jafn réttháar. Ţannig er sagan fjölradda verk. Hún vakti misjöfn viđbrögđ á Íslandi en frćgust eru ummćli Kristjáns Albertssonar sem sagđi: „Loksins, loksins tilkomumikiđ skáldverk, sem rís einsog hamraborg upp úr flatneskju íslenskrar ljóđa og sagnagerđar síđustu ára! Ísland hefur eignast nýtt stórskáld – ţađ er blátt áfram skylda vor ađ viđurkenna ţađ međ fögnuđi.“

Ađ vera skáld í heiminum
Eftir Vefarann skrifar Halldór sögur úr samtímanum sem kalla má félagslegar sögur. 1931-32 kom Salka Valka út en ţar er rakin saga Sölku Völku sem kemur međ móđur sinni til Óseyrar viđ Axlarfjörđ og sagt frá kynnum hennar af Arnaldi, hugsjónamanninum unga sem ćtlar ađ bylta heiminum. Tveimur árum síđar kom Sjálfstćtt fólk í tveimur hlutum, hiđ mikla skáldverk um Bjart í Sumarhúsum, manninn sem sáđi í akur óvinar síns allt sitt líf, dag og nótt. Á árunum 1937-40 sendi Halldór Heimsljós frá sér, söguna um Ólaf Kárason Ljósvíking sem er einna smćstur međbrćđra sinna, fyrirlitinn skáldsnillingur, krossberi sem ţjáist fyrir ađra. Hann ţráir fegurđina og getur aldrei tekiđ fullan ţátt í mannlífinu en hann segir á einum stađ: „Ţađ er nú einu sinni svo, ađ ţađ er miklu erfiđara ađ vera skáld og yrkja um heiminn en vera mađur og lifa í heiminum.“ Áriđ 1948 kom Atómstöđin út en hún var innlegg í eldheitar deilur ţjóđarinnar um afstöđuna til veru erlends herliđs í landinu. Í ţessum félagslegu sögum úr samtímanum deilir Halldór m.a. mjög á ţjóđskipulagiđ, ranglega skiptingu auđs, sölu landsins, enda var hann ţá orđinn sannfćrđur sósíalisti.

Leit ađ paradís á jörđ
Um ţetta leyti sneri skáldiđ sér smám saman ađ ţví ađ semja sögulegar skáldsögur sem byggđar eru á rituđum heimildum. Íslandsklukkan kom út á árunum 1943-46 en hún gerist á einhverju mesta niđurlćgingarskeiđi ţjóđarinnar, 17. öld. Ţar segir frá leit Jóns Hreggviđssonar bónda á Rein ađ réttlćti eftir ađ hafa stoliđ snćri. Baráttusaga hans fléttast inn í örlagaţrungna ástarsögu Snćfríđar Íslandssólar og Arnasar Arnćusar. Ţau eru elskendur en um leiđ andstćđingar í baráttu um heiđur og völd. Áriđ 1952 sendi Halldór Gerplu frá sér. Ţar réđst hann í ţađ stórvirki ađ skrifa „Íslendingasögu“. Sagan er framan af háđsádeila sem stefnt er gegn hetju- og ofbeldisdýrkun Ţorgeirs Hávarssonar og Ţormóđs Kolbrúnarskálds en ţegar háđinu sleppir tekur harmleikurinn viđ. Átta árum síđar kom önnur söguleg skáldsaga frá Halldóri, Paradísarheimt, sem segir frá Steinari bóna í Steinahlíđum sem fer yfir hálfan hnöttinn í leit ađ paradís á jörđ. Hann snýr ađ lokum aftur til heimahaganna, margs fróđari um hugsjónir og tál heimsins. Í ţessum sögum má segja ađ skáldiđ rćđi viđ samtíđ sína međ sögum úr fortíđinni en jafnframt greindu menn nýjan tón í ţeim. Áđur hafđi hann bođađ sósíalisma af miklum ákafa, hyllt leiđtoga Sovétríkjanna en nú var eins og hann vćri búinn ađ fá sig fullsaddan af kenningum og mjög farinn ađ efast um sćluríkiđ. Sama tón má greina í Brekkukotsannál sem hann sendi frá sér 1956, ári eftir ađ hann fékk Nóbelsverđlaunin í bókmenntum. Álfgrímur Hansson segir ţar sögu sína, ömmu sinnar og afa og stórsöngvarans Garđars Hólm. Hann langar ađ lćra ađ syngja og finnna hinn hreina tón. Fyrirmynd hans er Garđar Hólm sem hefur höndlađ frćgđina, ađ sagt er, en ekki er eins víst ađ hann hafi fundiđ tóninn hreina. Í Brekkukotsannál má segja ađ Halldór fjalli um og upphefji heim einfaldleikans.

Bođflenna í skáldsögum
Eftir Paradísarheimt liđu átta ár ţar til Halldór Laxness sendi frá sér nýja skáldsögu. Hann sneri sér ađ leikritun, ađ eigin sögn vegna uppáţrengjandi bođflennu í sögum hans sem hann kallar Plús Ex. „Hver er ţessi Plús Ex?“, spyr hann í greinasafninu Upphaf mannúđarstefnu og svarar: „Ţađ er sú bođflenna međ aungu nafni og óglöggu vegabréfi sem ćvinlega er viđstödd líkt og gluggagćgir hvar sem gripiđ er ofaní skáldsögu. Ţessi herra er aldrei svo smáţćgur ađ setjast aftastur í persónuröđinni, heldur sćttir sig ekki viđ annađ en öndvegi nćr miđju frásagnarinnar, jafnvel í sögu ţar sem höfundur gerir sér ţó alt far um ađ samsama ekki sjálfan sig sögumanninum.“

Leikritin Silfurtúngliđ (1954), Strompleikurinn (1961), Prjónastofan Sólin (1962) og Dúfnaveislan (1966) eiga margt sameiginlegt. Áđur hafđi Halldór skrifađ leikritiđ Straumrof (1934) og samiđ leikgerđ ađ Íslandsklukkunni (1950) en ţau eru af öđrum toga. Í ţessum síđari leikritum sínum fjórum etur Halldór saman fulltrúum tveggja heima. Ţetta eru hinn ómengađi og upprunalegi heimur nćgjusemi, hversdagsleika og lítillćtis annars vegar og hins vegar heimur siđgćđisblindu, sölumennsku og efnalegra allsnćgta. Og fer ekki á milli mála ađ sá fyrri á samúđ og sál höfundar.

Kveđur viđ nýjan tón
Áriđ 1968 kvađ enn viđ nýjan tón hjá Halldór Laxness í Kristnihaldi undir Jökli. Ţar er hinni svokölluđu endurspeglun veruleikans ađ nokkru leyti varpađ fyrir róđa og ţví leyft ađ njóta sín sem ekki verđur skýrt međ röklegum hćtti. Á árunum á undan höfđu íslenskir rithöfundar tekiđ til viđ ađ sprengja hiđ hefđbunda skáldsagnaform. Nú lét Nóbelsskáldiđ ekki sitt eftir liggja og tók ađ nokkru leyti upp ţráđinn frá ţví ţar sem honum sleppti í Vefaranum mikla frá Kasmír áratugum fyrr. Í sögunni segir frá umbođsmanni biskups sem reynir ađ fá botn í störf séra Jóns prímusar og kristnihald undir Jökli. Gagnrýnendur tóku bókinni fagnandi og veittu skáldinu Silfurlampann, bókmenntaverđlaun dagblađanna, fyrir. Ári síđar, 1969, sendi Halldór frá sér skáldsöguna Innansveitarkroniku. Ţetta er frásögn af kirkjustríđi í Mosfellssveit og styđur ţá hugmynd ađ lífiđ sjálft geti veriđ frásagnarverđara, skáldlegra og skemmtilegra en nokkur tilbúningur. Hún er skrifuđ í stíl íslenskra fróđleiksmanna á fyrri höldum en ţó leynir handbragđ skáldsins sér ekki.

Fariđ um víđan völl
Áriđ 1972 kom ný skáldsaga frá Halldóri Laxness, Guđsgjafaţula ţar sem hann kemur aftur ađ gömlu yrkisefni, síldarspekúlanti, eins og hann hafđi fjallađ um í Sölku Völku á fjórđa áratugnum. Nú voru efnistökin önnur, hann horfir ekki á Íslands-Bersa í Guđsgjafaţulu sömu augum og Bogesen kaupmann í Sölku, hin pólitísku viđmiđ eru horfin.

Eftir ţetta tók skáldiđ ađ rita minningasögur sem komu út á árunum 1975-1980 en ţćr nefnast Í túninu heima (1975), Sjömeistarasagan (1978), Úngur eg var (1976), og Grikklandsáriđ (1980).

Ljóđagerđ Halldórs hefur ćvinlega stađiđ í skugga af skáldsögum hans. Engu ađ síđur er hún merkur ţáttur í höfundarverki hans, t.d. er „Únglíngurinn í skóginum“ frá ţriđja áratugnum byltingarkennt kvćđi ţar sem er ađ finna fyrstu merki um súrrealisma í íslenskum skáldskap.

Halldór Laxness fer um víđan völl í skáldskap sínum. Sagt hefur veriđ ađ hann sveiflist frá kaţólsku til sósíalískrar róttćkni, frá Lenín til Laotse, frá breiđum epískum skáldsögum til absúrd leikrita, frá súrrealískum ljóđum til viđkvćmra „essay-rómana“ um bernskuna. Hann var lengi mjög umdeildur höfundur, ekki síst vegna pólitískra skođana hans. Menn fylgdu honum eđa ekki, létu sig hann varđa, engum stóđ á sama um hann. Eftir ađ hann hlaut Nóbelsverđlaunin 1955 má ţó segja ađ hann hafi veriđ tekinn í sátt.





© Morgunblađiđ 1998.

Ritaskrá

Leiksýningar

Persónusköpun

Heimildir og sögusviđ

Fleyg orđ

Umsagnir vestra

Umsagnir í Ţýskalandi

Umsögn í NY Review of Books