Hjartađ í miđju alls

Eftir Ţröst Helgason

Halldór Laxness kvaddi sér fyrst hljóđs sem rithöfundur áriđ 1919 međ skáldsögunni Barni náttúrunnar. Halldór var ađeins sautján ára ţegar bókin kom út en ţađ mátti samt ekki tćpara standa ţví, eins og hann sagđi sjálfur frá, fékk hann vitrun fyrir dyrum úti ţegar hann var sjö ára um ađ hann myndi deyja á sautjánda ári.

Voriđ 1918 var ég semsé orđinn sextán vetra og lítill tími til stefnu. Ekki var ég fyrr kominn heim af gagnfrćđaprófi ţetta vor en ég tók til óspiltra mála ađ skrifa ţá bók sem á reiđ ađ eftir mig lćgi ţegar liđi upp af mér, vonandi í leiftri af himni, nćsta vor. Bókina ćtlađi ég ađ grundvalla á sýn merkilegrar stúlku sem einusinni hafđi horft á mig án ţess ađ mćla orđ, einsog á myndinni af Dante ţegar hann mćtti Beatrice á brúarsporđinum viđ Arnó-fljót og hvorugt mćlti orđ. Eftir ţađ hafđi ég gert ţví skóna ađ öll viska heimsins mundi búa í svona stúlku; amk birtast gegnum hana; ţó er ţađ von mín ađ slíkrar stúlku hafi beđiđ skemmtilegri ćvi en sú sem bođuđ er stúlkunni í Barni náttúrunnar. Kanski skiptir ţađ ekki máli; nema ţatta var skáldsagan sem ég hafđi heitstrengt ađ skrifa áđur en ég yrđi sautján ára; deya síđan glađur.

Bókin hlaut góđar viđtökur hjá gagnrýnendum. Jakob Jóhannesson Smári sagđi í grein í Skírni ađ engum ţyrfti ađ dyljast ađ höfundur Barns náttúrunnar vćri efni í skáld ţótt verkiđ hefđi nokkra galla; „... grunar mig, ađ hann eigi eftir ađ auđga íslenskar bókmenntir međ góđum skáldskap, ef honum endist aldur og heilsa.“ Í Alţýđublađinu birtist einnig ítarlegur ritdómur eftir Arnfinn Jónsson sem, eins og Jakob, gerir smávćgilegar athugasemdir viđ bókina, en segist telja ađ vćnta megi hins besta frá höfundinum „ţegar honum vex aldur og viska“. Arnfinnur bćtir svo ţessum orđum viđ: „Og hver veit nema ađ Halldór frá Laxnesi eigi eftir ađ verđa óskabarn íslensku ţjóđarinnar.“

Ćskuár ­ ţreifađ fyrir sér
Halldór Laxness fćddist í steinbć á Laugavegi 32 í Reykjavík 23. apríl 1902. Á ţessum árum var Reykjavík ađeins ţorp sem um 10% ţjóđarinnar bjuggu í, jafnmargir bjuggu í smábćjum víđa um landiđ en 80% í sveitum. En Reykjavík stćkkađi ört nćstu áratugina. Ţar bjó ţriđjungur ţjóđarinnar áriđ 1940, annar ţriđjungur bjó ţá í öđrum bćjum en ađeins um 40% í sveitum. Upp úr aldamótunum var Reykjavík í óđa önn ađ verđa miđstöđ íslensks ţjóđlífs, hún varđ miđpunktur viđskipta, stjórnmála og menningar. Halldór staldrađi hins vegar stutt viđ í verđandi höfuđstađ landsins. Ţegar hann var ţriggja ára flutti hann ásamt foreldrum sínum upp í Mosfellsdal ţar sem ţau hófu búskap í Laxnesi.

Halldór var sonur Guđjóns Helga Helgasonar, bónda og vegaverkstjóra, og Sigríđar Halldórsdóttur húsfreyju. Bćđi voru ţau listhneigđ. Guđjón lék á fiđlu og var söngmađur góđur eins og Sigríđur. Halldóri var ungum haldiđ ađ tónlistariđkun, lćrđi hann međal annars á píanó en einnig naut hann tilsagnar í dráttlist hjá ekki ómerkari listmálara en Ţórarni B. Ţorlákssyni. En skáldhneigđin varđ öllu öđru yfirsterkari og á ţrettánda ári hafđi Halldór skrifađ sexhundruđ blađsíđna reyfara, sem hann kallađi svo, „reyfara á móti Endurlausnarkenningunni og frú Torfhildi Hólm“. Sagan hét Afturelding og hefur ekkert varđveist af handriti hennar; sagđi Halldór ađ hann hefđi gefiđ hana upp á bátinn er hann fermdist enda hefđi sumt í henni ekki samrćmst ţankagangi kristinna manna.

Áhrif gamalla kvenna á skáld hafa orđiđ eins konar leiđarminni í íslenskum bókmenntum frá ţví ađ Halldór Laxness hélt ţví fram ađ móđuramma sín, Guđný Klćngsdóttir, hefđi haft mest áhrif á skáldskap sinn en ekki einhver bókmenntapáfinn, stórskáld eđa hugsuđur. Halldór gerđi íslenskar ömmur ađ bókmenntalegri stćrđ sem yngri höfundar hafa svo oft vísađ í. Hann sagđi ađ amma sín hefđi ekki ađeins kennt honum ađ segja sögu heldur hefđi hann einnig numiđ íslensku af hennar vörum, ţá kjarnmiklu íslensku sem ömmur í gegnum aldirnar hafa varđveitt og boriđ frá kynslóđ til kynslóđar. Ţađ var ţessi alţýđlega menntun úr ríkulegum sjóđi amma allra kynslóđa sem Halldór vildi halda fram ađ hefđi mótađ hans skáldskap. Og svo mikiđ er víst ađ ţađ var ekki hinn hefđbundni skólavegur sem skóp Halldór Laxness.

Halldór sótti nám viđ Menntaskólann í Reykjavík en undi sér illa; ţótti honum lítiđ gagn vera af ţeim fróđleik sem nemendur ţar áttu ađ innbyrđa en sagđist ţó hafa lćrt miklu meira ţar en hann gerđi sér grein fyrir í fyrstu, og ţađ „međ ţví einu ađ sitja ţarna geispandi af utanviđsigheitum, og sjá alt í ţoku kringum sig.“ Halldór hafđi ađeins setiđ í liđlega hálfan vetur í skólanum ţegar hann ţoldi ekki lengur viđ; hann tók ţá ákvörđun ađ leita sér frekar ţekkingar međ ţví ađ skođa heiminn međ eigin augum. Snemmsumars áriđ 1919 hélt hann ţví til Kaupmannahafnar eins og svo margir landar hans höfđu gert. Nćstu ár var Halldór lengst af á eirđarlausu flakki um Evrópu sem var í sárum eftir heimsstyrjöldina. En áriđ 1922 fann hann sér athvarf í ţessum sundrađa heimi hjá Benediktsmunkum í Clervaux-klaustri í Lúxemborg. Ţar skírđist hann til kaţólskrar trúar áriđ eftir og tók sér dýrlingsnafniđ Kiljan eftir írskum píslarvotti.

Ţótt guđsorđ og nám í tungumálum og bókmenntum tćki sinn tíma hélt Halldór áfram ađ skrifa. Hann hafđi skrifađ handrit ađ Rauđa kverinu veturinn 1921 til 1922 og ári síđar kom út smásagnasafniđ, Nokkrar sögur. Í klaustrinu skrifađi hann svo sína ađra skáldsögu, mikla ađ vöxtum sem nefnist Undir Helgahnúk. Ţetta er bernskusaga og lýsir ţroskaferli drengs frá fćđingu til fermingar. Trúarlegar vangaveltur eru áberandi í verkinu og á ţađ raunar einnig viđ um nćstu bćkur Halldórs. Áriđ 1925 sendir hann frá sér ritiđ Kaţólsk viđhorf ţar sem hann svarar árásum vinar síns og skáldbróđur, Ţórbergs Ţórđarsonar, á kaţólska trú í Bréfi til Láru sem komiđ hafđi út áriđ áđur. Á sama tíma og hann vann ađ varnarritinu um kaţólskuna skrifađi Halldór bók sem kom ekki út fyrr en um aldarfjórđungi síđar, Heiman eg fór, og var „sjálfsmynd ćskumanns“, eins og hann lýsti henni sjálfur. Áriđ 1927 kom svo út sú bók sem telst fyrsta stórvirki Halldórs, sú bók sem margir hafa taliđ marka upphaf nútímans í íslenskum bókmenntum, Vefarinn mikli frá Kasmír.

Vefarinn mikli kom eins og vindsveipur inn í lognmollu íslenskra bókmennta á ţriđja áratugnum. Ţađ varđ uppi fótur og fit og ein frćgustu orđ íslenskra bókmenntaskrifa féllu: „Loksins, loksins tilkomumikiđ skáldverk, sem rís eins og hamraborg upp úr flatneskju íslenskrar ljóđa- og sagnagerđar síđustu ára! Ísland hefur eignast nýtt stórskáld ­ og ţađ er blátt áfram skylda vor ađ viđurkenna ţađ međ fögnuđi.“ Ţađ var Kristján Albertsson sem taldi rétt ađ hringja ţannig inn nýja tíma í íslenskum bókmenntum viđ útkomu ţessarar „ógurlegu bókar“, eins og Jóhannes S. Kjarval kallađi Vefarann mikla í ritdómi.

Vefarinn mikli er ađ mörgu leyti ófullkomiđ verk, byggingin er sundurlaus og persónusköpun ómarkviss. Engu ađ síđur býr ţađ yfir gríđarlegum áhrifamćtti og ţađ jafnvel ţótt rúm sjötíu ár séu liđin frá ţví ţađ kom fyrst út áriđ 1927. Ástćđa ţessa er ekki ađeins sú ađ verkiđ vekur máls á mörgum helstu spurningum mannlegrar tilvistar á tuttugustu öld heldur einnig ­ og kannski umfram allt ­ vegna ţess međ hvađa hćtti ţađ er gert. Frásagnarhátturinn ber nýrri heimsmynd eftirstríđsáranna glöggt vitni; hann er sundurtćttur, margbrotinn og ófyrirséđur, stundum jafnvel reikandi eins og hann sé óviss um markmiđ sitt ­ en alltaf ertandi.

Óreiđa tímans er ofin inn í verkiđ. Í ţví fer Halldór á kostulegt flandur um hugmyndafrćđilegt sviđ samtímans; trúmál eru ofarlega á baugi, átök góđs og ills, sömuleiđis sósíalismi, umrćđa um stöđu konunnar og kvenhatur, nútímalist og ekki síst tilvistarvandi mannsins í nýjum, grimmari og óskiljanlegri heimi. Sagan segir frá átökum ungs, gáfađs og listhneigđs manns, Steins Elliđa, viđ ţennan heim og tilveru sína í honum. Í eirđarlausri leit sinni ađ fótfestu hafnar hann ađ endingu í fađmi kaţólskrar kirkju. Ţar finnur hann tilgang lífs síns og ţegar konan sem hann elskađi kemur ađ finna hann og endurheimta vísar hann henni á bug međ ţeim orđum ađ guđ einn sé sannur: „Veslings barn! sagđi hann, og svipur hans var forklárađur svo hún hafđi aldrei séđ neitt fegra á ćvi sinni. Mađurinn er blekking. Farđu og leitađu guđs skapara ţíns ţví alt er blekking nema hann.“

Sagnagaldur ­ tónninn fundinn
Um svipađ leyti og Steinn Elliđi fann sannleikann í trúnni fór Halldór ađ leita annarra leiđa viđ ađ fóta sig í tilverunni. Árin 1927 til 1929 dvaldist hann vestan hafs og ađ eigin sögn breytti sú dvöl honum í sósíalista: „Ţađ er athyglisvert ađ ég varđ ekki sósíalisti í Ameríku af lestri sósíalískra frćđirita, heldur af ţví ađ virđa fyrir mér soltna atvinnuleysíngja í skemtigörđum,“ segir Halldór í formála Alţýđubókarinnar sem hann skrifađi vestra. Viđhorfsbreytingin er augljós af ţeirri bók; guđ er honum ekki lengur sá brunnur lífssanninda sem áđur, heldur fólkiđ sjálft, mađurinn, líf hans og hugsanir: „Mađurinn er fagnađarbođskapur hinnar nýju menningar, mađurinn sem hin fullkomnasta líffrćđilega tegund, mađurinn sem félagsleg eining, mađurinn sem lífstákn og hugsjón, ­ hinn eini sanni mađur, ­ ţú.“ Ţessi klausa er í hrópandi andstöđu viđ tilvitnunina úr Vefaranum mikla hér ađ framan en ađeins liđu tvö ár á milli útkomu ţessara bóka.

Halldór fór til Ameríku til ađ hasla sér völl í kvikmyndaiđnađinum í Hollywood. Ţađ gekk ţó ekki eftir. Ţessi ár vann hann ađ tveimur kvikmyndahandritum undir heitunum Kari Karan og A Woman in Pants sem síđar varđ ađ skáldsögunni Sölku Völku. Einnig vann hann ađ handriti sem hann kallađi Heiđina og var eins konar undanfari ađ Sjálfstćđu fólki.

Ţegar heim kom áriđ 1930 lagđist Halldór í flakk um landiđ; tilgangurinn var í raun sá sami og međ Evrópuferđinni tíu árum fyrr, ţađ er ađ afla sér ţekkingar um lífiđ í landinu, um líf fólksins, međ ţví ađ skođa ţađ međ eigin augum, upplifa ţađ. Ţessi ferđ var hluti af undirbúningi fyrir ritun nćstu skáldsagna ţar sem raunsćiskrafan var mun ţyngri en í fyrri bókum; í ţessum miklu epísku raunsćisverkum um íslensku ţjóđina kemur Halldór fram sem fullskapađur höfundur, eirđarleysiđ er fariđ og tónninn fundinn, hinn hreini tónn.

Sú formbreyting sem varđ í skáldskap Halldórs međ Sölku Völku, sem kom út í tveimur hlutum á árunum 1931 og 1932 sem hétu Ţú vínviđur hreini og Fuglinn í fjörunni, er ekki síst merkileg fyrir ţćr sakir ađ hún er nokkuđ á skjön viđ ţađ sem var ađ gerast í bókmenntum úti í hinum stóra heimi á ţessum tíma. Á međan flestir voru ađ leita ađ nýjum frásagnarhćtti til ađ lýsa nýjum heimi hverfur Halldór aftur til hinnar fornu sagnahefđar og raunsćis. Ţegar viđ nú lítum aftur til ţessa tíma virđist ţessi leiđ hafa veriđ sú eina rétta hjá íslenskum höfundi en af ţeim hrćringum og byltum sem viđ sjáum í Vefaranum mikla má ljóst vera ađ umbrotin í huga Halldórs hafa veriđ mikil. Sömuleiđis ber eina ljóđabókin hans, Kvćđakveriđ, sem kom út áriđ 1930 og var fyrsta bók Halldórs eftir heimkomuna frá Ameríku, glöggt vitni um togstreituna í huga hans og skáldskap. Í formála hennar segir skáldiđ ađ ţessi ljóđ sín séu „tilraunir í ljóđrćnum vinnubrögđum, rannsóknir á ţanţoli ljóđstílsins“.

Međ Sölku Völku er óhćtt ađ segja ađ Halldór hafi ţví skrifađ sig í sátt viđ ţjóđ sína sem hann hafđi tuktađ óţyrmilega, bćđi beint í skammargreinum sínum um menningarástand og óbeint í byltingarkenndum og framandi skáldskap sínum. Sölku Völku gat öll ţjóđin lesiđ án vandkvćđa, ţar fékk hún sína sögu í sínum stíl, sögu um sig sjálfa.

Í Sölku Völku kemur hinn sósíalíski lćrdómur frá dvöl Halldórs í Ameríku fram. Skáldiđ lýsir ţessari sögu úr íslensku sjávarplássi best sjálft í viđtali í Alţýđublađinu áriđ 1931:

Yfirleitt má segja, ađ bókin gerist öll í slćmu veđri og vondum húsakynnum međal einstaklinga af yfirstétt og undirstétt, sem báđar eru jafn óbjörgulegar, hvor á sína vísu ... En unga stúlkan í sögunni er, ţótt hún sé snemma hart leikin af grimmd mannlífsins, ímynd ţeirrar sigurvonar, sem jafnvel hinum fátćkustu og lítilmótlegustu í ţessu plássi mćtti leyfast ađ bera í brjósti, enda ţótt guđ og menn kunni oft ađ virđast jafn óvinveittir einstaklingnum.

Áriđ 1932 heldur Halldór til Sovétríkjanna og skrifar um ţá ferđ bókina Í Austurvegi ţar sem hann segist lýsa kynnum sínum af Ráđstjórnarríkjunum á sem sannastan og réttastan hátt. Halldór skrifađi á ţessum tíma mikiđ af greinum í sósíalískum anda, međal annars í Rauđa penna, tímarit Félags byltingarsinnađra rithöfunda sem Halldór var forsprakki fyrir ásamt Ţórbergi Ţórđarsyni, Kristni E. Andréssyni og fleirum. Hann var og ţegar farinn ađ undirbúa nćstu bók og skrifa, Sjálfstćtt fólk, sem kom út á árunum 1934 og 1935. Í henni er hinn rammíslenski ­ en jafnframt alţjóđlegi ­ heiđarbóndi til umfjöllunar. Bjartur í Sumarhúsum er táknmynd ósigurs hins sístritandi manns sem á sér ţann draum einan ađ verđa sjálfs sín herra, engum háđur; allt hans sjálfstćđi er innan ćpandi gćsalappa. Best er ađ vitna aftur beint til skáldsins ţar sem ţađ leggur út af sögunni af Bjarti í Sjálfstćđu fólki:

Enn einu sinni höfđu ţau brotiđ bć fyrir einyrkjanum, ţau eru söm viđ sig öld fram af öld, og ţađ er vegna ţess, ađ einyrkinn heldur áfram ađ vera samur viđ sig öld fram af öld. Stríđ í útlöndum getur stćlt í honum bakfiskinn ár og ár, en ţađ er ađeins sýndarhjálp; blekking; einyrkinn kemst ekki úr kreppunni um aldir, hann heldur áfram ađ vera í hörmung, eins lengi og mađurinn er ekki mannsins skjól, heldur versti óvinur mannsins. Líf einyrkjans, líf hins sjálfstćđa manns er í eđli sínu flótti undan öđrum mönnum, sem ćtla ađ drepa hann. Úr einum nćturstađ, í annan verri. Ein kotungsfjölskylda flytur búferlum, fjórir ćttliđir af ţeim ţrjátíu sem boriđ hafa uppi líf og dauđa í ţessu landi í ţúsund ár ­ fyrir hvern? Ađ minnsta kosti ekki fyrir sig né sína. Ţau voru líkust flóttamönnum í herjuđu landi, ţar sem geisađ hafa langvinn stríđ, griđlausir útilegumenn ­ í landi hverra? Ađ minsta kosti ekki í sínu landi. Ţađ er til í útlendum bókum ein heilög saga, af manni sem varđ fullkominn af ţví ađ sá í akur óvinar síns eina nótt. Sagan af Bjarti í Sumarhúsum er saga mannsins, sem sáđi í akur óvinar síns allt sitt líf, dag og nótt. Slík er saga sjálfstćđasta mannsins í landinu.

Sú ađferđ Halldórs ađ leggja ţannig út af sögu sinni sjálfur í bókinni hefur veriđ umdeild en auđvitađ hefur engin gert ţađ á fallegri hátt.

Eftir ađ hafa skrifađ sögu saltfisksins og íslenska bóndans eins og Halldór sagđi sjálfur snýr hann sér ađ skáldinu í nćsta verki, Heimsljósi, sögunni af niđursetningnum og skáldinu Ólafi Kárasyni sem kom út í fjórum bindum árin 1937 til 1940 er nefnast Ljós heimsins, Höll sumarlandsins, Hús skáldsins og Fegurđ himinsins. Ólafur Kárason á sér ekki viđreisnar von í ţessum heimi en ţjáning hans og hin skáldlega fegurđ sem af henni sprettur eru miklu stćrri og gjöfulli en ţađ líf sem heimurinn hefur ađ bjóđa. Sá kraftur sem sprettur af ţessum minnsta og aumasta ţegn landsins er nánast guđlegur, hann er ljós heimsins, uppspretta fegurđar og góđvildar. Ţetta skáldverk, sem margir telja hápunktinn á höfundarferli Halldórs, má ekki ađeins lesa sem upphafningu og minnisvarđa íslenskra alţýđuskálda heldur sem táknmynd um stöđu hvers skálds í heiminum, ţađ er utanveltu en samt eins og hjartađ í miđju alls: „skáldiđ er tilfinning heimsins, og ţađ er í skáldinu sem allir ađrir menn eiga bágt“, segir í Heimsljósi.

Halldór hafđi á afgerandi hátt skipađ sér í flokk međ alţýđunni og barđist fyrir bćttum kjörum hennar. Ekki ţótti öllum ţađ gott hve bćkur hans voru litađar af pólitískum skođunum og bćndur urđu sárlega móđgađir viđ lestur á sögunni um hinn íslenska kotbýling. Halldór er ţví aftur kominn upp á kant. Hann er í uppreisn gegn ţjóđlegri bćndamenningu og íslensku menntaelítunni sem ólíkt honum hafđi afar rómantísk og íhaldssöm viđhorf til tungumálsins og bókmenntasköpunar. Ţetta andóf kristallast í mjög umdeildri útgáfu Halldórs á nokkrum fornsögum međ nútímastafsetningu, međal annars Njálu.

Međ Íslandsklukkunni takast hins vegar eins konar málamyndasćttir međ skáldinu og ţjóđinni. Verkiđ kom út í ţremur bindum á árunum 1943 til 1946 er nefndust Íslandsklukkan, Hiđ ljósa man og Eldur í Kaupinhafn. Hér sćkir Halldór í sjóđ íslenskrar frásagnarlistar, sagnahefđarinnar og segir sögu ţjáđrar og undirokađrar ţjóđar. Sagan gerist í lok sautjándu aldar og byrjun átjándu aldar ţegar Ísland var undir vald Dana sett og mátti auk ţess ţola hallćri og drepsóttir. Ţrjár ađalpersónur eru í sögunni sem bera í sér örlög ţjóđarinnar á ţessum tíma; Jón Hreggviđsson, Snćfríđur Íslandssól og Arnas Arnćus. Í ţeim öllum býr frelsisţrá ţjóđarinnar undan utanađkomandi valdi og auđvitađ hefur saga ţeirra sterka vísun til samtíma höfundarins. Ţegar Arnas Arnćus ver ţá ákvörđun sína ađ taka ekki tilbođi um ađ gerast landstjóri fyrir Hamborgara sem hugsa sér ađ kaupa Ísland af Dönum lýsir hann um leiđ stöđu ţjóđarinnar á ritunartíma sögunnar gagnvart erlendu hervaldi:

Ef varnarlaus smáţjóđ hefur mitt í sinni ógćfu boriđ gćfu til ađ eignast mátulega sterkan óvin mun tíminn gánga í liđ međ henni einsog ţví dýri sem ég tók dćmi af. Ef hún í neyđ sinni játast undir tröllsvernd mun hún verđa gleypt í einum munnbita. Ég veit ţiđ hamborgarmenn munduđ fćra oss íslenskum mađklaust korn og ekki telja ómaksvert ađ svíkja á oss mál og vog. En ţegar á Íslandsströnd eru risnir ţýskir fiskibćir og ţýsk kauptún, hve leingi mun ţess ađ bíđa ađ ţar rísi og ţýskir kastalar međ ţýskum kastalaherrum og málaliđi. Hver er ţá orđinn hlutur ţeirrar ţjóđar sem skrifađi frćgar bćkur? Ţeir íslensku mundu ţá í hćsta lagi verđa feitir ţjónar ţýsks leppríkis. Feitur ţjónn er ekki mikill mađur. Barđur ţrćll er mikill mađur, ţví í hans brjósti á frelsiđ heima.

Í Atómstöđinni, sem kom út áriđ 1948, hélt Halldór áfram ţessari umrćđu um frelsi ţjóđarinnar, um vald og áţján. Keflavíkursamningurinn hafđi veriđ gerđur viđ Bandaríkjamenn áriđ 1946 og taldi Halldór hann sorgarefni. Atómstöđina má ţó ekki síđur lesa sem sögu um upplausn og endurmat hefđbundinna gilda í kjölfar stríđs. Sagan varđ raunar tilefni til langvinnra og kostulegra deilna Halldórs og Ţórbergs Ţórđarsonar. Hinn síđarnefndi taldi Halldór hafa falsađ myndina af Erlendi í Unuhúsi sem var fyrirmynd Halldórs ađ organistanum í sögunni, sakađi Ţórbergur Halldór um ađ hafa dregiđ Erlend upp í skýin međ ţví ađ gera hann ađ eins konar Jesúgervingi. Um ţessa deilu sem lýsir svo vel skáldunum tveimur skrifađi Halldór smásögu sem heitir Jón í Brauđhúsum og kom út í einu af ţremur smásagnasöfnum hans, Sjöstafakverinu (1964).

Međ Atómstöđinni lenti Halldór enn upp á kant viđ ţjóđfélagiđ, einkum ţá sem stutt höfđu gerđ Keflavíkursamninganna. Nćsta verk Halldórs, Gerpla, sem kom út áriđ 1952, er einnig ritađ í skugga stríđsins og hersetunnar en rćđst af öđrum ţáttum en fyrri verk. Verkiđ er sterk ádeila á allan stríđsrekstur en um leiđ er ţađ ađ vissu leyti ádeila á hetjuhugsjón Íslendingasagna. Söguefniđ sćkir Halldór líka í fornsögurnar, einkum Fóstbrćđrasögu, en ađalsöguhetjurnar eru ţeir víkingar, Ţorgeir Hávarsson og Ţormóđur Kolbrúnarskáld. Stíllinn er sömuleiđis sóttur til fornsagnanna en Halldór hafđi ţađ ađ markmiđi viđ ritun sögunnar ađ nota aldrei orđ sem hćgt vćri ađ sanna ađ ekki hafi veriđ til í málinu á elleftu öld. Ritun Gerplu er geysilegt afrek en út í ţađ lagđi Haldór međ ţá bjargföstu trú, sem hann lýsti í minnisgreinum sínum um fornsögur, ađ „íslenzkur rithöfundur getur ekki lifađ án ţess ađ vera síhugsandi um hinar gömlu bćkur“. Auđvitađ olli ţessi saga samt miklum deilum, Halldór var sakađur um ađ skrumskćla fornsögurnar.

Kalla má hinar miklu epísku skáldsögur Halldórs kjölfestuna í höfundarverki hans en í lok ţessa skeiđs, ţremur árum eftir útkomu Gerplu áriđ 1955, hlaut Halldór eina mestu viđurkenningu sem rithöfundi getur hlotnast, Bókmenntaverđlaun Nóbels.

Enn inn á nýjar lendur
Eftir ađ hafa kannađ hinn sósíalíska sannleika á fjórđa og fimmta áratugnum tók viđ tímabil á ferli Halldórs sem einkenndist kannski af leit og tilraunum. Halldór var 53 ára ţegar hann hlaut Nóbelsverđlaunin en ţađ er til merkis um ótrúlegan endurnýjunarmátt hans sem höfundar ađ ţá hefur hann nýja sókn inn á ný sviđ bókmenntanna og um leiđ má segja ađ honum takist ađ vinna íslenskum bókmenntum nýjar lendur. Bćđi skáldsögur hans og leikrit á sjötta og sjöunda áratugnum bera ţessari endurnýjun glögg merki, tilraunir hans međ ţađ sem viđ gćtum ­ međ örlítilli einföldun ­ kallađ módernísk form og efni sýna hversu vel hann fylgdist međ hrćringum í heimsbókmenntunum.

Taoismi var Halldóri hugstćđur á ţessum árum. Eftir ađ hafa tekiđ viđ Nóbelsverđlaununum hélt hann í mikiđ ferđalag, međal annars til Kína ţar sem hann leitađi uppi Taomunka. Lesa má taoísk ţemu úr flestum verka hans frá og međ Brekkukotsannál til Guđsgjafaţulu (og jafnvel nokkrum eldri verkanna). Ţćr skáldsögur sem hér um rćđir einkennast raunar af togstreitu á milli ţessarar leitar ađ eđa rannsóknar á ţessari lífspeki nćgjusemi og hugarhćgđar og leitar ađ nýju frásagnarformi. Í sumum ţessara verka má raunar finna beina tengingu aftur til frásagnarháttar epíska raunsćisskeiđsins, eins og í Kristnihaldi undir Jökli og Innansveitarkroniku. Leikritin eru svo yfirleitt hreinar tilraunir međ form og efni absúrdismans, en ţar má helst nefna Strompleikarann (1961), Prjónastofuna sólina (1962) og Dúfnaveisluna (1966). Ein athyglisverđasta bók Halldórs á ţessum tíma er svo ritgerđasafniđ eđa minningabókin, Skáldatími, sem kom út áriđ 1963, ţar sem hann gerir upp viđ sósíalismann og Sovétríkin.

Brekkukotsannáll var fyrsta bók Halldórs eftir ađ hann fékk Nóbelsverđlaunin en í henni fjallar hann um samband skálds og ţjóđar. Frćgđin er til umfjöllunar og leitin ađ hinum hreina tón sem er óháđur öllum vegtyllum. Niđurstađa ađalsöguhetjunnar, Garđars Hólm, af leit sinni er í taoískum anda eftir ađ hafa ţegiđ fé af Gúđmúnsen kaupmanni: „Sá mađur sem er einhvers virđi eignast aldrei gimstein.“

Nćsta skáldsaga Halldórs var Paradísarheimt sem kom út áriđ 1960 en ţar er sögđ saga bláfátćks íslensks bónda, Steins Steinssonar í Hlíđum undir Steinahlíđum, sem yfirgefur fjölskyldu sína og fósturland og flytur til sćluríkis mormóna í Ameríku. Ćtlun hans og von er ađ finna ţar Paradís á jörđ en áđur en yfir lýkur snýr hann aftur heim til Íslands. Bókin lýsir ekki síst hinni eilífu hamingjuleit mannsins sem virđist stangast á viđ alla heilbrigđa skynsemi.

Kristnihald undir Jökli kom út áriđ 1968 og er af mörgum talin ein af bestu bókum Halldórs. Í henni má kannski finna róttćkustu tilraunir Halldórs í átt ađ módernisma í skáldsagnaritun en bókin rífur hvađ eftir annađ af sér bönd skipulegrar frásagnar og byggingar. Sagan segir frá Umba, umbođsmanni biskups sem sendur er undir Jökul ađ kanna kristnihald ţar. Úr ţeiri ferđ snýr hann ekki samur, ekki frekar en lesandi sögunnar.

Innansveitarkronika kom út áriđ 1970 og er ein sérkennilegasta skáldsaga Halldórs. Hún segir frá kirkjustríđi í heimasveit skáldsins, Mosfellssveit, og er vafalaust ein ţeirra sagna Halldórs sem á eftir ađ valda mönnum hvađ mestum heilabrotum vegna sérstöđu sinnar.

Síđust eiginlegra skáldsagna Halldórs var Guđsgjafaţula sem kom út áriđ 1972. Sagan er aldarspegill og tekur til umfjöllunar atburđi úr atvinnulífi og stjórnmálum samtíma Halldórs, í brennidepli er ţó saga síldarinnar.

Ekki hćgt ađ hugsa sér öldina án hans
Á árunum 1975 til 1980 skrifađi Halldór Laxness ćskuminningar sínar í fjórum bindum er heita Í túninu heima, Ungur eg var, Sjömeistarasagan og Grikklandsáriđ. Í ţessum bókum rifjar Halldór upp atburđi og menn sem hann kynntist á fyrstu tuttugu árum ćvinnar. Sjálfur kaus hann ađ kalla ţessar bćkur „essayroman“ en hvorki skáldsögu né ćviminningar og bjó ţar til nýtt bókmenntahugtak. Bćkurnar segja tilurđarsögu skáldsins, og ţađ á sannan hátt ţótt ef til vill sé ekki alltaf fariđ kórrétt međ stađreyndir; ţađ er umfram allt í hugarfari og stíl orđanna, sem skáldiđ ritar um sjálft sig í ţessum bókum, ađ tilurđ ţess verđur ljós.

Eins og ţessir „essayromanar“ eru hin fjölmörgu ritgerđa- og greinasöfn sem Halldór sendi frá sér nokkurs konar hliđartextar eđa hliđsjónartextar viđ skáldverk hans. Ţađ er engan veginn hćgt ađ ná utan um öll ţau málefni sem Halldór lét sig varđa í greinasöfnum sínum en segja má ađ ţar sé fjallađ í víđum skilningi um bókmenntir, heimspeki, stjórnmál og sögu. Síđasta bók Halldórs var einmitt greinasafniđ Dagar hjá múnkum sem kom út áriđ 1987 og var ađ meginuppistöđu dagbók sem Halldór hélt á međan hann dvaldist í klaustrinu í Clervaux 65 árum fyrr.

Ţegar ţetta víđfeđmi höfundarverks Halldórs er haft í huga er kannski hćgt ađ gera sér grein fyrir ţeim áhrifum sem hann hefur haft á íslenskt ţjóđfélag bróđurpartinn úr öldinni. Og raunar er vart hćgt ađ hugsa sér öldina án hans, og ţá á ţađ ekki ađeins viđ um bókmenntalegt líf aldarinnar. Ţađ er raunar varla hćgt ađ hugsa sér hver sjálfsmynd ţjóđarinnar vćri ef ţessa manns hefđi ekki notiđ viđ. Kannski viđ skynjum mikilvćgi hans best í gegnum orđ sćnska frćđimannsins, Peters Hallbergs, sem gerst hefur ritađ um Halldór Laxness og verk hans:

Halldór Laxness er ekki einungis fremsta skáld íslensku ţjóđarinnar á ţessari öld. Hann er jafnframt löngu orđinn einn helsti frömuđur íslenskrar menningar yfirleitt. Ísland nútímans, eins og ţađ hefur ţróast frá lokum fyrri heimsstyrjaldar, endurspeglast óvenjuskýrt í margháttuđum ritverkum hans. Oft hefur stađiđ styr um hann. Sjaldnast hefur löndum hans stađiđ á sama um hann; margir hafa dáđ hann, ađrir óttast hann.

Fá skáld önnur hafa lifađ svo heils hugar örlög ţjóđar sinnar og túlkađ ţau sjálf, og jafnframt reynt ađ hafa bein áhrif á framvindu ţeirra. Án hans hefđu síđastliđin fimmtíu ár í sögu Íslands orđiđ allt önnur.

Kannski vćri réttast ađ nota orđ Halldórs sjálfs og segja ađ hann hafi veriđ tilfinning heimsins, ađ hjá ţessari ţjóđ hafi hann veriđ hjartađ í miđju alls.

© Morgunblađiđ 1998.

Ritaskrá

Leiksýningar

Skáldskapurinn

Persónusköpun

Heimildir og sögusviđ

Fleyg orđ

Umsagnir vestra

Umsagnir í Ţýskalandi

Umsögn í NY Review of Books