Aftur á forsíđu

Uppsetning

Sálumessan

Lífshlaup

 

Silúetta af Mozart

Söngsveitin Fílharmónía flytur
Sálumessu Mozarts í Langholtskirkju

„Sálumessa mín bíđur!“

Söngsveitin Fílharmónía flytur Sálumessu Mozarts, Requiem, í Langholtskirkju á tónleikum 20. og 21. mars 1999 ásamt einsöngvurum og kammersveit. Margrét Sveinbjörnsdóttir kynnti sér tilurđ verksins og heyrđi hljóđiđ í stjórn andanum og einsöngvurunum á lokaspretti ćfinga.

Sagan segir ađ kvöld eitt, dimmt og drunga legt, hafi svartklćddur mađur knúiđ dyra hjá Wolfgang Amadeus Mozart í ţeim erinda gjörđum ađ panta sálumessu fyrir greifann Franz von Walsegg greifa. Kona greifans var ţá nýlega látin og vildi hann flytja verkiđ henni til sáluhjálpar. Mozart tók verkiđ ađ sér, jafnvel ţó ađ hann vćri störfum hlađinn og heilsutćpur, enda fékk hann helming launanna greiddan fyrirfram.

Svo virđist sem Mozart hafi veriđ ţađ ljóst ađ Sálumessan yrđi svanasöngur hans og á vissan hátt hans eigin sálumessa, en í bréfi frá ţví í september 1791, um ţremur mánuđ um fyrir dauđa sinn, skrifar hann: „Mér er ómögulegt ađ losna viđ sýn ókunnuga gests ins úr huganum. Ég sé hann fyrir mér: hann biđur, leggur hart ađ mér og krefst óţolinmóđur ţessa verks af mér. Ég held áfram viđ samningu ţess, vinnan ţreytir mig minna en hvíldin. Úr annarri átt hefi ég ekkert ađ óttast. Ég finn ţađ á mér ađ kalliđ er kom iđ. Ég er undir ţađ búinn ađ deyja. Ég er ađ ţrotum kominn, áđur en ég gat fengiđ ađ njóta hćfileika minna til fullnustu. Lífiđ var samt fagurt og ferill minn hinn heillavćnlegasti framan af. En forlög sín fćr enginn flúiđ og enginn veit fyrirfram daga sinna tal. Menn verđa ađ sćtta sig viđ allt; allt verđur sem forsjónin vill ađ verđi. Nú lýk ég máli mínu. Sálumessa mín bíđur! Ég má ekki skilja viđ hana ófullgerđa.“

Süssmayr lagđar línurnar
Mozart entist ţó ekki aldur til ađ fullgera verkiđ og var nemandi hans, Franz Xavier Süssmayr ađ nafni, fenginn til ađ ljúka viđ ţađ. Sagan segir ađ kvöldiđ fyrir andlátiđ hafi tónskáldiđ kallađ á ţrjá vini sína til ţess ađ syngja međ sér ţađ sem hann hafđi ţegar skrifađ. Eftir fyrstu átta taktana í Lacrimosa-kaflanum svokallađa brast Mozart í grát, honum var orđiđ ljóst ađ tónsmíđinni yrđi ekki lokiđ. Hann lést ţá um nóttina. Hjá honum voru, auk eiginkonunnar Konstönzu, Soffía systir hennar og nemandinn Süssmayr, sem var faliđ ađ ljúka verkinu ađ lćri meistara sínum látnum. Menn eru ekki á eitt sáttir um hve stóran hlut Süssmayr hef ur átt í sköpun verksins en líklegt er ţó taliđ ađ Mozart hafi ađ nokkru leyti veriđ búinn ađ leggja honum línurnar. Ţar er m.a. vísađ til bréfs frá Soffíu mágkonu tónskáldsins, ţar sem hún lýsir síđustu nóttinni í lífi Mozarts. „Ţegar ég kom ţangađ aftur sat Süssmayr viđ rúmstokkinn hjá Mozart. Á sćnginni lá handritiđ ađ Sálumessunni, og skýrđi Mozart fyrir honum hvernig hann hefđi hugsađ sér ađ gengiđ yrđi frá ţví ađ honum látnum.“


Morgunblađiđ

                                                                                                  Mozart-verkefniđ

Mozart í Austurríki

MIDI-tóndćmi

Ađdáandavefur

Ritgerđ um Sálumessuna