Vertu góð fjármálafyrirmynd

ARND WIEGMANN

Breki Karlsson, Forstöðumaður Stofnunar um fjármálalæsi, veit hvernig best er að efla fjármálalæsi fjölskyldunnar. Hér eru nokkur góð ráð sem allir ættu að geta tileinkað sér.

Hér eru nokkrar hugmyndir sem þú getur nýtt til að efla fjármálalæsi fjölskyldunnar. Þær eiga einkanlega vel við fjölskyldur með börn, einhleypa, barnlaus pör og pör með uppkomin börn.

Orð eru til alls fyrst

Hvað svo sem þú gerir þá er mjög gott að byrja að tala um fjármálin. Í fjármálum eins og svo mörgu öðru eru orð til alls fyrst.

Átak

Taktu þér tak. Farðu í eins árs fjármálaátak fjölskyldunnar. Skipuleggðu vikulega eða hálfsmánaðarlega auratal fjölskyldunnar og einsettu þér að læra eitthvað nýtt í hverri viku. Veldu atriði sem vekja áhuga sem flestra; athugaðu að börn á mismunandi aldri hafa mismunandi áhugasvið. Góð leið til að hefja átakið er að skoða www.fe.is.

Fjárhagslegt markmið

Hver fjölskyldumeðlimur gæti sett sér fjárhagslegt markmið. Börn gætu til dæmis lagt fyrir helming vasapeninganna í eitt ár. Ef þú ert einhleyp(ur) gætirðu ákveðið að leggja fyrir hluta launanna þinna mánaðarlega.

Notaðu peninga

Fjármál einstaklinga hafa á undanförnum árum verið gerð miklu einfaldari á margan hátt og gerð sjálfvirk. Þannig getum við farið í gegnum heilu mánuðina án þess að sjá eða handleika peninga. Hvernig væri að prófa að geyma greiðslukortin heima í einn mánuð og skammta sér alvörupeninga? Þannig neyðistu til að áætla eyðslu og fara í holla sjálfskoðun.

Spara saman

Opnið fjölskyldubankareikning og safnið saman fyrir einhverju sem öllum hugnast svo sem fríi eða flatskjá. Hvettu alla fjölskyldumeðlimi til að leggja sitt af mörkum í hlutfalli við getu.

Heilbrigði

Heilsusamlegt líferni þarf ekki að kosta. Reiknið kostnaðinn, bæði líkamlegan og fjárhagslegan, af óheilbrigðum háttum. Hvað kostar til dæmis að reykja? Hvað kostar að borða skyndibita? Er hægt að búa til hollari, ódýrari og hugsanlega betri mat heima? Hver er kostnaðurinn við að keyra í bíl miðað við að ganga (og spara þannig heilsuræktargjöld)?

Eignir og skuldir

Þegar þú leggur upp í ferð viltu vita hvar þú ert áður en þú leggur af stað. Sama á við um leiðina að betri fjármálum. Reiknaðu út hlutfall heildarskulda þinna af heildareignum, hversu erfitt eða sársaukafullt sem það kann að vera. Hversu mikið af ráðstöfunartekjum þínum fer í afborganir lána? Ef það er meira en helmingur ráðstöfunartekna gætirðu viljað vega og meta leiðir til að minnka það hlutfall. Besta leiðin til að minnka skuldir er að gera áætlun um það. Hagkvæmast er að greiða niður skuldir sem bera hæstu vexti, en stundum er ágætt að greiða upp lán með lægsta höfuðstólnum þar sem það veitir mikilvæga afrekstilfinningu þegar lánið hefur verið greitt upp.

Framtíðin

Ræddu framtíðina. Hvar sérðu þig eða börnin þín eftir 5 ár? Munu þau fara í skóla erlendis með háum skólagjöldum eða þar sem framfærslukostnaður er hár? Eru námslán LÍN nægjanleg? Þarf að brúa bil frá því skólinn byrjar og þar til námslán eru greidd út? Námslán eru eftirágreidd: Hjálpaðu börnunum þínum að setja á fót reglulegan sparnað svo þau þurfi ekki að taka dýr yfirdráttarlán.

Ef börnin þín eru of ung, of gömul eða ef þú átt engin börn, hugsaðu um eigin markmið hvort sem er í starfi, leik eða menntun. Hvernig geturðu byrjað í dag að huga að persónulegri framþróun þinni og ná þannig markmiðum þínum?

Mikilvægt

Láttu ekki lengd þessa lista hræða þig. Það er ekki meginmarkmið að umbylta öllu á einum degi. Veldu frekar eina eða fleiri tillögu sem vekja áhuga þinn og byrjaðu þar. Þú getur síðan bætt við fleiri atriðum þegar fram í sækir. Litlar breytingar geta skipt miklu máli. Mundu að taka aðeins eitt skref í einu. Það tekur tíma að breyta fjárhagsvenjum fjölskyldunnar. Örstutt spor í rétta átt er gæfuspor og smáar breytingar á hegðun geta skipt sköpum þegar kemur að því að gera upp heimilisbókhaldið í lok hvers mánaðar.

Mundu að peningar eru ekki allt. Fjárhagslegt öryggi er að sjálfsögðu mikilvægt, en mundu að allir peningar heimsins kaupa ekki það sem er mikilvægast í lífinu. Teldu upp fimm hluti á dag sem ekki kosta neitt. Gerðu þér að leik að því að nýta þér þá.

Að lokum: Hafðu í huga að hversu mikið sem þú talar við börnin þín um fjármál munu þau í langflestum tilfellum erfa fjármálahegðun þína. Leggðu þig því fram um að vera góð fyrirmynd í fjármálum. Leyfðu þeim að læra af mistökum þínum jafnt sem sigrum.

HÉR er hægt að fá mörg sparnaðarráð.

Ernir Eyjólfsson
mbl.is

Æskan hefur áhrif á hjónalíf fullorðinsára

Í gær, 22:00 Linda Baldvinsdóttir segir að tengsl okkar við foreldra í æsku hafi miklu meiri áhrif á tengsl okkar á fullorðinsárum en við gerum okkur grein fyrir. Meira »

Í gömlum kjól af mömmu 23 árum seinna

Í gær, 19:00 Viktoría krónprinsessa Svíþjóðar mætti í 23 ára gömlum kjól af móður sinni þegar Nóbelsverðlaunahöfum ársins 2018 var fangað í Stokkhólmi. Meira »

Snákurinn sem táknar óendanleikann

Í gær, 16:30 „Við erum söm við okkur að því leyti að heimur táknanna er okkur endalaus innblástur. Að þessu sinni er það Ouroboros, snákurinn sem hringar sig og bítur í skottið á sér, hann byrjar hvorki né endar. Þannig minnir Ouroboros okkur á eilífa hringrás lífs og dauða.“ Meira »

Meghan Markle mætti óvænt og sló í gegn

Í gær, 13:30 Meghan Markle mætti öllum að óvörum á bresku tískuverðlaunin þar sem hún veitti Claire Waight Keller verðlaun. Keller hannaði brúðarkjól hertogaynjunnar fyrr á þessu ári. Meira »

Hjónarúmið í aðalhlutverki í stofunni

Í gær, 10:22 Við Njálsgötu í Reykjavík hefur fjölskylda búið sér fallegt heimili. Hjónaherbergið er inni í stofunni og býr til heillandi heildarmynd. Meira »

Jólagjafir fyrir hana sem munu slá í gegn

í gær Þegar kemur að því að velja jólagjöfina hennar er úr miklu að moða í verslunum borgarinnar um þessar mundir. Jólagjafir hafa alls konar merkingu í huga fólks. Sumir kaupa einungis lúxus um jólin en aðrir vilja vera praktískir. Meira »

Fólk ætti að vakna ekki seinna en sex

í fyrradag Það hljómar eins og hræðileg hugmynd að vakna klukkan sex á morgnana en rannsókn sýnir þó að fólk sem vaknar snemma er hamingjusamara. Meira »

Styrkja Kristínu Sif á erfiðum tímum

í fyrradag Maður Kristínar Sifjar útvarpskonu á K100 féll fyrir eigin hendi fyrr í þessum mánuði. Siggi Gunnars, dagskrárstjóri K100 og spinning-kennari, ætlar að leggja sitt af mörkum ásamt Hafdísi Björgu. Meira »

Pattra mætti með Atlas Aron

í fyrradag Pattra Sriyanonge bloggari og eiginkona Theódórs Elmars Bjarnasonar fótboltamanns lét sig ekki vanta þegar HAF Store bauð í teiti á dögunum til að fagna nýju ilmkerti, VETUR, og úrum. Hún mætti með soninn Atlas Aron sem er alveg að verða tveggja ára. Meira »

Allt að gerast á pósunámskeiði fyrir fitness

í fyrradag Um næstu helgi fer fram mótið Iceland Open og er stór hópur frá Íslandi að fara að taka þátt. Spennan var í hámarki á pósunámskeiði sem fram fór um helgina. Meira »

Hvíta jólatréð lifir enn góðu lífi

í fyrradag Hödd Vilhjálmsdóttir lögfræðingur og almannatengill á afmæli 21. desember og því eru jólin svolítið hennar tími þótt hún vilji ekki kannast við það að vera mesta jólabarn í heimi. Meira »

Friðrik Ómar býr í piparsveinahöll í 101

10.12. Söngvarinn Friðrik Ómar Hjörleifsson skildi fyrr á þessu ári eftir langa sambúð. Hann flutti í hjarta 101 og hefur komið sér vel fyrir. Meira »

Ógeðslega flottir búningar!

9.12. Kvikmyndin Suspiria er fagurfræðilega ein áhugaverðasta kvikmynd síns tíma. Efni þessarar greinar eru búningar kvikmyndarinnar sem munu án efa hafa mikil áhrif á tískuna á komandi misserum. Meira »

Stalst í snyrtivörur Victoriu

9.12. David Beckham viðurkennir í nýju viðtali að hann hafi lengi notað snyrtivörur eiginkonu sinnar. Nú notar hann skrúbba, maska og hinar ýmsu vörur og segir það ekki femnismál meðal karla lengur. Meira »

Mjúk jólateppi eru fullkomin jólagjöf

9.12. Þeir sem eru að leita að mjúkum hlýjum gjöfum fyrir jólin ættu að skoða ullarteppin í Rammagerðinni. Þau eru hönnuð af Védísi Jónsdóttur fyrir Rammagerðina í samstarfi við Ístex. Meira »

Ástæða unglegs útlits Söndru Bullock

9.12. Sandra Bullock virðist ekki eldast eins og aðrar konur. Bullock segir það vitleysu en hún eyðir mörgum klukkutímum á dag í förðunarstólnum til þess að líta vel út. Meira »

Þetta gerir sambúð ekki heillandi

9.12. Það er eitt að vera ástfangin og annað að búa með sínum heittelskaða. Hvað er það sem fær konur og menn til að hætta að pæla í sambúð? Meira »

Jólagjafir fyrir sérvitringinn

9.12. Öll þekkjum við einhvern sem er svolítið sér á parti. Þessa manneskju sem á allt eða hefur smekk fyrir öðruvísi hlutum. Það þarf ekki að vera svo erfitt að finna skemmtilegar gjafir fyrir þennan einstakling, enda er gríðarlegt úrval af skemmtilega öðruvísi hlutum hér á landi. Meira »

Fór í aðgerð og uppgötvaði nýja leið

9.12. Harpa Hauksdóttir hefur óþrjótandi áhuga á heilsu og góðum lífsstíl. Eftir að hafa þurft að fara í aðgerð á fæti og fengið skjótan bata með LPG-tækinu ákvað hún að kaupa Líkamslögun sem sérhæfir sig í húðmeðferðum með tækinu. Meira »

Nær honum ekki upp í „swingi“

8.12. „Kynlífið okkar er frábært og til þess að bæta salti við margarítuna okkar eins og við köllum það þá erum við byrjuð í sving.“ Meira »

Breytti draslherberginu í höll

8.12. Það kannast margir við að aukaherbergið á heimilinu endi eins og ruslakompa. Hönnuðurinn Dee Murphy tók sig til og gjörbreytti slíku herbergi á heimili sínu í gestaherbergi og er útkoman dásamleg. Meira »