Eyddi 16 milljónum í jólagjafir til barnanna

Kris Jenner.
Kris Jenner. AFP

Ættmóðir Kardashian-fjölskyldunnar, Kris Jenner, gaf uppkomnum börnum sínum rafmagnsknúna golfbíla í jólagjöf frá framleiðandanum Moke. Alls á Jenner sex börn með tveimur fyrrverandi eiginmönnum sínum, Caitlyn Jenner og Robert Kardashian. 

„Ég fékk bleikan!“ hrópaði athafnakonan Kim Kardashian í myndbandi sem hún deildi með aðdáendum sínum á Instagram fyrr í vikunni. Á myndbandinu má sjá vönduðu golfbílana sem Jenner hafði valið handa hverjum og einum en engir tveir fengu bíl í eins lit eða mynstri. 

Samkvæmt frétt frá Daily Mail eyddi Jenner rúmlega 125 þúsund bandaríkjadölum í jólagjafir til barna sinna. Sú upphæð nemur um það bil 16 og hálfri milljón íslenskra króna. 

Kris Jenner var gift Robert Kardashian á árunum 1978-1991 og á með honum fjögur börn; Kourtney Kardashian, 42 ára, Kim Kardashian, 41 árs, Khloé Kardashian, 37 ára, og Rob Kardashian, 34 ára. Fljótlega eftir skilnaðinn við Robert gekk Kris Jenner aftur í hnapphelduna með William Bruce Jenner sem síðar varð transkonan Caitlyn Jenner. Voru þau gift á árunum 1991-2015 og eignuðust börnin Kyle og Kendall Jenner, sem eru 24 og 26 ára gamlar.

Kim Kardashian fékk bleikan golfbíl í jólgjöf frá mömmu sinni.
Kim Kardashian fékk bleikan golfbíl í jólgjöf frá mömmu sinni. Skjáskot/Instagram
Golfbílarnir eru ekki mjög hraðskreiðir en þeir komast upp í …
Golfbílarnir eru ekki mjög hraðskreiðir en þeir komast upp í 25 kílómetra hraða. Skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda