Fullorðinsleg á tíu ára afmælinu

Tina Knowles með ömmustelpunni sinni, Blue Ivy Carter.
Tina Knowles með ömmustelpunni sinni, Blue Ivy Carter. Skjáskot/Instagram

Blue Ivy Carter, elsta barn ofurparsins Beyoncé Knowles og Jay-Z, varð tíu ára 7. janúar síðastliðinn. Á myndinni sem amma hennar, Tina Knowles, birti á Instagram er Blue algjör töffari og mjög fullorðinsleg. 

„Blue er steingeitartvíburinn minn. Ég vonaðist til þess að hún myndist fæðast á afmælisdaginnn minn en hún gerði það sem hún hefur alltaf gert; kom þegar hún var tilbúin, þremur dögum seinna, en við eigum samt sérstakt samband,“ skrifar Knowles um dótturdóttur sína. 

Blue hefur fetað í fótspor foreldra sinna og fengið að taka þátt í að gera tónlist með móður sinni. Þá hlaut hún Grammy-verðlaun ásamt móður sinni fyrir besta tónlistarmyndbandið, en hún söng lagið Brown Skin Girl. 

View this post on Instagram

A post shared by Tina Knowles (@mstinalawson)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda