Rúrik þakklátur eftir ótrúlega upplifun

Rúrik Gíslason velgjörðasendiherra SOS heimsótti barnaþorp í Malaví og hitti …
Rúrik Gíslason velgjörðasendiherra SOS heimsótti barnaþorp í Malaví og hitti meðal annars styrktarson sinn. Ljósmynd/@jonfromiceland

Fyrr­ver­andi knatt­spyrnukapp­inn Rúrik Gísla­son fór til Mala­ví í janú­ar þar sem hann heim­sótti barnaþorp á veg­um SOS á Íslandi. Rúrik sem hef­ur verið vel­gjörðasendi­herra síðan árið 2018 seg­ir að ferðin til Mala­ví hafi haft ótrú­lega mik­il áhrif á hann og breytt sýn hans á lífið. 

At­hygl­in sem Rúrik fékk í kjöl­far þátt­töku ís­lenska karla­landsliðsins í knatt­spyrnu á heims­meist­ara­mót­inu 2018 varð meðal annars til þess að hann tók að sér að vekja athygli á starfsemi SOS Barnaþorpanna, sem velgjörðasendiherra samtakanna á Íslandi. „Ég sagði við sjálf­an mig að mig langaði miklu frek­ar að láta gott af mér leiða held­ur en að selja ein­hverj­ar galla­bux­ur sem ein­hver áhrifa­vald­ur,“ seg­ir Rúrik. Það var eins og for­svars­menn SOS Barnaþorpa á Íslandi hefðu lesið hugs­an­ir hans þar sem fljót­lega var haft sam­band við Rúrik um að leggja mál­efn­inu lið. „Ég þurfti ekki að hugsa mig um í meira en hálfa sek­úndu og þá var ég bú­inn að segja já,“ segir Rúrik. 

Rúrik brennur fyrir málefnum þeirra sem eiga um sárt að …
Rúrik brennur fyrir málefnum þeirra sem eiga um sárt að binda. Ljósmynd/@jonfromiceland

„Styrkt­ar­starf SOS er tvíþætt. Þú get­ur verið SOS for­eldri þar sem þú borg­ar 3.900 krón­ur á mánuði og þá færð þú út­hlutað einu barni sem þú styður við og ert í sam­bandi við. Þú færð bréf frá því barni og get­ur valið að senda því bréf. Svo get­ur þú líka valið að styrkja fjöl­skyldu­efl­ingu SOS sem er nýtt af nál­inni en það er verk­efni sem fer í rót vand­ans. Þá ertu að styrkja verk­efni sem kem­ur í veg fyr­ir að fjöl­skyld­ur sundrist og börn­in verði munaðarlaus,“ seg­ir Rúrik um góðgerðarsamtökin. 

Knattspyrna er tungumál sem allir skilja og nýtti Rúrik sér …
Knattspyrna er tungumál sem allir skilja og nýtti Rúrik sér það í ferðinni. Ljósmynd/@jonfromiceland

Erfitt að útskýra tilfinningarnar

Sjálf­ur á Rúrik styrkt­ar­son sem hann fékk að hitta í barnaþorpi SOS í Mala­ví núna í janú­ar. Með hon­um í ferðinni var einnig mág­ur hans, Jó­hann­es Ásbjörns­son veit­ingamaður, sem á einnig styrkt­ar­barn. Jón Ragnar Jónsson kvikmyndagerðarmaður, betur þekktur sem @jonfromiceland, fór í ferðina með félögunum og tók upp heimildarmynd sem verður sýnd í tveim­ur hlut­um í Sjón­varpi Sím­ans um pásk­ana. „Til­gang­ur ferðar­inn­ar var að fara og heim­sækja barnaþorpið og styrkt­ar­son minn og styrkt­ar­dótt­ur Jó­hann­esar mágs míns. Við tókum upp heim­ild­ar­mynd sem sýn­ir al­mennt frá lífi fólks í Mala­ví og hvernig börn í barnaþorpi búa. Þetta eru munaðarlaus börn sem eru þeirra gæfu aðnjót­andi að eiga heim­ili þökk sé SOS,“ seg­ir hann. 

Jóhannes Ásbjörnsson fór með til Malaví en hann er styrtkarforeldri …
Jóhannes Ásbjörnsson fór með til Malaví en hann er styrtkarforeldri SOS. Ljósmynd/@jonfromiceland

„Ég gerði mér enga grein fyr­ir hvað ég var að fara út í. Það er erfitt að út­skýra upp­lif­un­ina, áhrif­in og til­finn­ing­arn­ar sem ferðin hafði i för með sér. Mynd­irn­ar munu tala sínu máli. Upp­lif­un­in sem slík var ótrú­leg. Ég fékk að fara í eitt barnaþorp en SOS eru með 66 þúsund börn á sínu fram­færi í 130 lönd­um. Ég er bú­inn að lofa sjálf­um mér því að þetta er eitt­hvað sem ég ætla að kynn­ast bet­ur og reyna að vekja meiri at­hygli á,“ seg­ir Rúrik. 

Rúrik seg­ir að raun­veru­leiki fólks í Mala­ví sé mjög fjar­læg­ur því sem fólk í hinum vest­ræna heimi þekk­ir en landið er meðal fá­tæk­ustu ríkja í heimi. „Það eru ekk­ert marg­ir sem fá að upp­lifa það sem við feng­um að upp­lifa, að sjá fá­tækt­ina, að sjá hvað einn vatns­brunn­ur get­ur haft mikla þýðingu fyr­ir eitt þorp,“ seg­ir hann. 

Einn vantnbrunnur getur skipt gríðarlega miklu máli fyrir þorp í …
Einn vantnbrunnur getur skipt gríðarlega miklu máli fyrir þorp í Malaví. Ljósmynd/@jonfromiceland

Gleymum hvað við höfum það gott

Ferðin setti allt í nýtt sam­hengi. „Auðvitað búa Íslend­ing­ar mis­vel. Það er fullt að fólki á Íslandi sem á við sárt að binda. En ég vona að ég muni hugsa mig tvisvar um áður en ég byrja að kvarta og kveina yfir ein­hverju sem í raun og veru skipt­ir engu máli. Ég held að það hafi all­ir svo­lítið gott af þessu og upp­lifa þetta. Maður er alltaf að læra og víkka sjón­deild­ar­hring­inn. Ég tel að við höf­um öll gott af því að kynna okk­ur þessa starf­semi og við hvaða aðstæður sumt fólk býr.“

Fátæktin í Malaví er gríðarlega mikil.
Fátæktin í Malaví er gríðarlega mikil. Ljósmynd/@jonfromiceland

Þrátt fyr­ir þær erfiðu aðstæður sem íbú­ar Mala­ví búa við seg­ir Rúrik að sama hvar hann og ferðafé­lag­ar hans komu brosti fólk. „Það sem skein í gegn var þessi sam­heldni. Við fór­um til dæm­is í einn skóla sem þró­un­ar­vinna á veg­um ís­lenska rík­is­ins er búin að byggja fyr­ir börn. Börn­in sungu fyr­ir okk­ur lag sem fjallaði um að vera ánægð af því að þau hafa hvort annað. Það eru aðeins önn­ur gildi þarna og það þarf aðeins minna til að gleðja fólk,“ seg­ir Rúrik og bendir á að við sem höf­um það betra gleym­um stund­um hvað við höf­um það gott. Mala­ví er litlu stærra en Ísland að flat­ar­máli en þar búa rúm­lega 21,2 millj­ón­ir sem ger­ir ríkið að einu þétt­býl­asta ríki Afr­íku. 

Rúrik heimsótti meðal annars skóla í Malaví.
Rúrik heimsótti meðal annars skóla í Malaví. Ljósmynd/@jonfromiceland

Rúrik er full­ur þakk­læt­is fyr­ir að hafa fengið að fara í ferðina. „Svona ferð breyt­ir al­gjör­lega hug­ar­fari manns. Ég vona inni­lega að fólk taki sér tíma til þess að kynna sér bet­ur starf­semi SOS,“ seg­ir Rúrik. Hann er full­viss að ef fólk kynn­ir sér starf­semi SOS langi það til að taka þátt og leggja sitt af mörkum. Að sama skapi ef það tek­ur þátt til dæm­is með því að styrkja barn eins og hann ger­ir fær það borgað marg­falt til baka með gleði. 

Rúrik upplifði mikla gleði í Malaví þrátt fyrir fátæktina.
Rúrik upplifði mikla gleði í Malaví þrátt fyrir fátæktina. Ljósmynd/@jonfromiceland

Hefur meiri tíma og frelsi eftir fótboltann

„Maður veit aldrei hvert lífið tek­ur mann,“ seg­ir Rúrik vera setn­ingu sem eigi vel við um líf sitt. Verk­efn­in sem hann hef­ur tekið sér fyr­ir hend­ur eft­ir að hann lagði takka­skóna á hill­una eru afar fjöl­breytt. Auk þess að sinna góðgerðar­starfi hef­ur hann meðal ann­ars tekið þátt í vin­sæl­um dans­sjón­varpsþætti í Þýskalandi, gefið út tónlist og leikið í tveim­ur kvik­mynd­um. 

„Ég er þakk­lát­ur fyr­ir allt sem kem­ur inn á borð hjá mér. Ég er mjög ánægður með að hafa frelsi og tíma til að geta sagt já við hlut­um eins og að fara til Afr­íku og upp­lifa þetta. Það er al­veg klárt að ef ég hefði enn verið í fót­bolt­an­um hefði ég aldrei haft tíma til að fara í þessa ferð. Ég held að það sé al­gjör­lega hægt að segja um allt sem ég hef tekið mér fyr­ir hend­ur eft­ir fót­bolt­ann að ég hefði aldrei bú­ist við að gera neitt af þessu. Ég segi ekki já við öllu. Ég segi já við öllu sem ég tel að geti haft góð áhrif á mig og sem ég held að ég læri eitt­hvað af. Ég geri mér grein fyrir því að sumir sem hætta í fótbolta hafa lítið að gera. Ég sest al­veg niður og hugsa um hvað ég er þakk­lát­ur fyr­ir að hafa öll þessi tæki­færi.“

Jón Ragnar Jónsson kvikmyndagerðarmaður, betur þekktur sem @jonfromiceland, fór með …
Jón Ragnar Jónsson kvikmyndagerðarmaður, betur þekktur sem @jonfromiceland, fór með í ferðina og gerði heimildarmynd sem sýnir líf fólks í Malaví og heimsóknina í barnaþorp SOS. Ljósmynd/@jonfromiceland
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda