Flakkaði á milli lækna í nokkur ár án svara

Olivia Culpo flakkaði sárkvalin á milli lækna í nokkur ár …
Olivia Culpo flakkaði sárkvalin á milli lækna í nokkur ár áður en hún fékk greiningu á endómetríósu. Skjáskot/Instagram

Fegurðardrottningin Olivia Culpo, sem var krýnd ungfrú heimur árið 2012, hefur nú opnað sig um baráttu sína við endómetríósu sem er krónískur, fjölkerfa og fjölgena sjúkdómur sem getur valdið miklum sársauka og haft áhrif á frjósemi.  

Culpo segir sjúkdóminn hafa haft veruleg áhrif á líf sitt, en auk þess finni hún fyrir pressu að eignast börn sem fyrst með kærasta sínum til þriggja ára, ruðningsmanninum Christian McCaffrey. 

Í myndskeiði sem Culpo deildi á samfélagsmiðlum sínum segist hún hafa flakkað á milli lækna í nokkur ár áður en hún fékk loksins greiningu á sjúkdóminum. Þá rifjaði hún upp hvernig sársaukinn tók yfir líf hennar og hélt henni rúmliggjandi dögunum saman. 

Erfitt að fá sársaukann aldrei staðfestan

„Mér var sagt af hverjum einasta lækni sem ég fór til að blæðingar mínar væru eðlilegar, að verkir séu eðlilegir, að óþægindi séu eðlileg og að ég þyrfti bara að taka lyf,“ útskýrir Culpo.

Culpo segir að hún hafi upplifað það viðhorf frá læknum að hún væri að gera sér upp einkenni og bregðast óeðlilega við, en það hafi verið erfitt bæði líkamlega og tilfinningalega að fá sársaukann aldrei staðfestan hjá læknum. 

„Endómetríósa getur haft áhrif á frjósemi á marga mismunandi vegu,“ útskýrði fyrirsætan, en hún segir framtíðina með sjúkdóminn vera óljósa. „Ég hef alltaf áhyggjur af tímalínu minni og finnst eins og ég verði að eignast börn sem allra fyrst.“

Hún segir þau McCaffrey vera á sömu blaðsíðu þegar kemur að barneignum, en veit að hann er með allan fókusinn á feril sinn í augnablikinu. „Hann er 25 ára. Hann er ekki tilbúinn að eignast börn. Þegar öllum áhyggjunum um frjósemina er svo bætt ofan á það, þá er það sannarlega mjög stressandi,“ bætti hún við. 

Olivia Culpo ásamt kærasta sínum, Christian McCaffrey.
Olivia Culpo ásamt kærasta sínum, Christian McCaffrey. Skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

tannlæknir svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda