Emil og Sunna Rún eiga von á barni

Emil Pálsson og Sunna Rún Heiðarsdóttir eiga von á sínu …
Emil Pálsson og Sunna Rún Heiðarsdóttir eiga von á sínu fyrsta barni saman. Skjáskot/Instagram

Fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Emil Pálsson og kærasta hans, læknaneminn Sunna Rún Heiðarsdóttir, eiga von á sínu fyrsta barni saman. 

Parið deildi gleðifregnunum í sameiginlegri færslu á Instagram síðastliðna helgi. „Lítill gaur á leiðinni,“ skrifuðu þau við færsluna og birtu fallega myndaröð. 

View this post on Instagram

A post shared by Sunna Rún (@sunnarun_)

Tvisvar í hjartastopp

Í ágúst síðastliðnum greindi Emil frá því að hann hefði lagt fótboltaskóna á hilluna eftir að hafa tvisvar farið í hjartastopp, annars vegar í leik með Sogndal í Noregi og hins vegar á æfingu með FH. 

Emil hélt út í atvinnumennsku árið 2017 og spilaði með Sandefjord, Sogndal og Sarpsborg í Noregi. Þá lék hann einn A-landsleik gegn Sameinuðu arabísku furstadæmunum árið 2016 og á að baki 123 leiki í efstu deild hér á landi. 

Barnavefurinn óskar þeim innilega til hamingju!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda